Í 1. gr. reglugerðarinnar falla brott orðin "sérstaka heimilisuppbót".
3. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
Heiti 7. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
Við 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný setning er orðast svo: Við útreikning á tekjum örorkulífeyrisþega samkvæmt þessari grein skal ekki taka tillit til aldurstengdrar örorkuuppbótar, sbr. 15. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.
2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2004.