Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

845/2001

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði nr. 948/2000. - Brottfallin

845/2001

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð um greiðslur
almannatrygginga í lyfjakostnaði nr. 948/2000.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:

a. Á eftir orðunum "A 06 A Hægðalyf" í 1. mgr. kemur:
A 07 F A Örverur með stoppandi verkun
A 08 A Lyf við offitu, önnur en sérfæði
b. Á eftir orðunum "D 11 Önnur húðlyf, þ. á m. lyfjasápur" í 1. mgr. kemur:
G 02 B Staðvirk getnaðarvarnalyf
c. Í stað orðanna "J 05 A H Neuroamínidasahemlar" í 1. mgr. kemur:
J 05 A H Neuramínidasahemlar.
d. Við 2. mgr. bætist:
H 01 C A Gónadótrópínleysandi hormón; ábending legslímvilla (ICD-10 flokkur N80)
L 02 A E 04 Triptórelín, ábending legslímvilla (ICD – 10 flokkur N80) og snemmkominn kynþroski (ICD – 10 flokkur E30.1)
e. 3. mgr. orðast svo:

Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í greiðslu lyfja sem fáanleg eru í lausasölu (afgreiðslumerking "L" í lyfjaskrám), ef undan eru skilin lyf í ATC-flokkum A 02B A, A 12 B A, G 03 C A 04, M 01 A E 01, M 01 A E 02, P 01 B C 01, R 06 A E 07, R 06 A X 13 og S 01 X A, sem greiðast skv. 6. gr. (E-merking) og lyf í ATC-flokki C 01 D A 02, sem greiðast skv. 5. gr. (B-merking). Í undantekningartilvikum tekur Tryggingastofnun ríkisins þó þátt í greiðslu L-merktra lyfja skv. 10. gr. og miðast greiðsluþátttakan þá við greiðsluþátttökuverð, sbr. 4. mgr. 3. gr.


2. gr.

Á eftir 7. gr. kemur ný grein, sem verður 8. gr., er orðast svo:
Reglugerð þessi tekur einnig til lyfja sem skömmtuð eru eftir beiðni læknis. Heimilt er að greiða hlutfallslega fyrir hvert skammtað tímabil miðað við 30/100 daga notkun sbr. 2. gr.


3. gr.

8. grein verður 9. grein.


4. gr.

9. gr., sem verður 10. gr., orðast svo:
Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, sbr. 41. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 með síðari breytingum, að semja við sjúkrastofnanir um að taka að sér þann þátt sjúkratrygginga sem lýtur að greiðslu kostnaðar vegna S-merktra lyfja í gildandi lyfjaskrám, sbr. 8. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum.


5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr., sem verður 11. gr.:
Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, er verði 3. tölul., sem orðast svo:
Þegar virkri meðferð er hætt og sjúklingur nýtur líknandi sérhæfðrar hjúkrunarmeðferðar í heimahúsi er heimilt að undanþiggja sjúklinga greiðslu allra lyfja, sem hafa markaðsleyfi á Íslandi ásamt lyfjum, sem eru á undanþágulista Lyfjastofnunar.


6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr., sem verður 12. gr.:

a. 1. mgr. orðast svo:
Greiðsluþátttaka Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjum, sem ekki hafa markaðsleyfi hér á landi, þ.m.t. staðlaðra forskriftarlyfja lækna, en heimilt er að nota samkvæmt undanþágu, sbr. 7. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, miðast við ákvörðun nefndar samkvæmt 41. gr. þeirra laga.
b. Í 2. mgr. falli niður orðin "3. eða".
c. Við bætist ný málsgrein, sem verður 4. mgr., er orðast svo:

Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að taka þátt í greiðslu lyfja í allt að 90 daga eftir að markaðsleyfi þeirra er útrunnið, sbr. 77. gr. reglugerðar nr. 462/2000 um markaðsleyfi fyrir sérlyf, merkingar þeirra og fylgiseðla.


7. gr.

12. og 13. grein verða 13. og 14. grein.


8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í c. lið 36. gr. laga um almannatryggingar, nr. 117/1993, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 30. október 2001.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica