Eftirfarandi reglugerðir ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar, sem vísað er til í liðum 15h, 15j og 15k í XIII. kafla II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2000 frá 2. október 2000 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans:
1. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2743/98 frá 14. desember 1998 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 297/95 um gjöld sem greiða ber til Lyfjamálastofnunar Evrópu.
2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1146/98 frá 2. júní 1998 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 541/95 um umfjöllun um breytingar á skilmálum markaðsleyfis sem lögbært yfirvald aðildarríkis hefur veitt.
3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1069/98 frá 26. maí 1998 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 542/95 frá 10. mars 1995 um umfjöllun um breytingar á skilmálum markaðsleyfis sem fellur undir gildissvið reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2309/93.
Reglugerðirnar og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2000, sbr. 1. gr., sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 59, 14. desember 2000, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari. Tilskipanir framkvæmdastjórnarinnar sem getið er um í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 75/2000 hafa þegar verið innleiddar með lyfjalögum nr. 93/1994, með síðari breytingum, og reglugerðum settum með stoð í þeim.
Brot gegn reglugerð þessari varða fangelsi eða sektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.