Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

808/2000

Reglugerð um fyrstu (1.) breytingu á reglugerð nr. 735/2000 um undanþágur frá lyfjahugtakinu og hver vítamín og steinefni teljist ekki lyf (náttúruvörur og fæðubótarefni). - Brottfallin

808/2000

REGLUGERÐ
um fyrstu (1.) breytingu á reglugerð nr. 735/2000 um undanþágur
frá lyfjahugtakinu og hver vítamín og steinefni teljist ekki lyf
(náttúruvörur og fæðubótarefni).

1. gr.

Í stað lista um "Leyfilega hámarksdagskammta vítamína, steinefna o.fl. í fæðubótarefnum"í viðauka I, sem vitnað er til í 2. gr. reglugerðarinnar, kemur nýr listi, sbr. fylgiskjal með reglugerð þessari.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2001.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 31. október 2000.

Ingibjörg Pálmadóttir.
Davíð Á. Gunnarsson.




Fylgiskjal.
Leyfilegir hámarksdagskammtar vítamína, steinefna o.fl. í fæðubótarefnum.

Fæðubótarefni Eining
Hámarks-
skammtur
Vítamín:
Beta-karótín mg
20
A-vítamín*1 (sem retinol og önnur retinoíð) míkróg-RJ
2000
D-vítamín*2 míkróg
30
E-vítamín*3 mg-TJ
800
K-vítamín*4 míkróg
200
C-vítamín mg
1000
Þíamín (B1) mg
30
Ríbóflavín (B2) mg
30
Níasín (B3)*5 mg
100
Pýridoxín (B6) mg
50
Fólasín míkróg
500
B12-vítamín míkróg
100
Pantothensýra (B5) mg
300
Steinefni:
Kalk (Ca) mg
1500
Fosfór (P) mg
1500
Joð (I) míkróg
250
Járn (Fe) mg
30
Magníum (Mg) mg
600
Sínk (Zn) mg
30
Kopar (Cu) mg
3
Mangan (Mn) mg
5
Molýbden (Mo) míkróg
250
Króm (Cr)*6 míkróg
125
Selen (Se) míkróg
125
Kóbalt (Co) míkróg
540
Annað:
Paraamínóbensósýra (PABA) mg
30
Pangamínsýra mg
300
"Ginseng" mg
1500
Rútín mg
200

*1 A-vítamín er gefið upp í retinoljafngildum (RJ). 1 míkróg RJ = 1 míkróg retinol eða 3.33AE.
*2 D-vítamín er reiknað sem kólekalsiferol. 10 míkróg kólekalsiferol eða 400AE.
*3 E-vítamín er reiknað sem alfa-tókóferoljafngildi (TJ). 1 mg TJ = 1 mg d-alfatókóferol eða 1.49AE.
*4 Hámarksskammtur aðeins leyfður í náttúrulegum blöndum með vítamínum og steinefnum.
*5 Níasín er reiknað sem níasínjafngildi (NJ). 1 mg NJ = 1 mg níasín eða 60 mg tryptófan.
*6 Úr þrígildu krómi (dæmi picolinate) 250 míkróg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica