I. KAFLI
Starfssvæði.
1. gr.
1.1. Reglugerð þessi tekur til heilsugæslustöðva H 2 og H 1, hvort heldur þær eru í tengslum við sjúkrahús (stofnun) eða ekki, svo og til H stöðva.
2. gr.
2.1. Starfssvæði heilsugæslustöðvar er samkvæmt 14. gr. laga nr. 57/1978.
2.2. Íbúar einstakra sveitarfélaga og byggðarlaga eiga þó rétt á að leita til þeirrar heilsugæslustöðvar, sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni. Ef um samfellda þjónustu er að ræða við einstaklinga eða hópa utan upptökusvæðis heilsugæslustöðva, skal sérstaklega um það samið milli hlutaðeigandi heilsugæslustöðva.
II. KAFLI
Stjórnir og starfsfólk heilsugæslustöðva.
A. Heilsugæslustöðvar í starfstengslum við sjúkrahús (stofnun).
3. gr.
3.1. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og sveitarstjórnar. Stjórnin skal skipuð fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Sýsla (sýslur) eða sveitarfélag (sveitarfélög) koma sér saman um skipun þriggja fulltrúa, en starfsmannaráð tilnefnir tvo. Skal annar þeirra vera úr hópi starfsfólks heilsugæslustöðvar, en hinn úr hópi starfsfólks sjúkrahússins. Í Reykjavík fer heilbrigðisráð með stjórn heilsugæslustöðva.
3.2. Ef í stjórn sjúkrahúss eiga sæti fulltrúar sýslu- eða sveitarfélaga utan heilsugæsluumdæmis, taka þeir ekki þátt í meðferð mála, er varða heilsugæslustöðina eina.
3.3. Um kosningatilhögun á fulltrúum sýslu- og sveitarfélaga fer samkv. sveitarstjórnarlögum. Um kosningatilhögun á fulltrúum starfsfólks fer skv. reglug. nr. 413/1973, um starfsmannaráð sjúkrahúsa. Um vanhæfi stjórnarmanna til afgreiðslu mála fer skv. sveitarstjórnarlögum.
4. gr.
4.1. Stofnunin öll hefur sameiginlega framkvæmdastjórn en aðskilinn rekstrarreikning. Skipta skal föstum kostnaði hlutfallslega eftir nánara samkomulagi rekstraraðila í samræmi við ákvæði 20. gr. laga nr. 57/1978.
5. gr.
5.1. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra, og skal hann sjá um daglegan rekstur, annast öll fjármál stofnunarinnar og skipuleggja starfið að öðru leyti, nema þann þátt, sem fellur undir verksvið yfirlækna og hjúkrunarforstjóra.
5.2. Framkvæmdastjóri skal gera rekstraráætlun fyrir komandi ár að höfðu samráði við yfirlækna og hjúkrunarforstjóra og leggja áætlun þessa fyrir stjórn stofnunarinnar fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert.
6. gr.
6.1. Stjórnin ræður yfirlækni sjúkrahúss að fengnu áliti stöðunefndar skv. 31. gr. laga nr. 57/1978, svo og aðra lækna í samræmi við stöðuheimildir.
6.2. Stjórnin ræður hjúkrunarforstjóra að fenginni umsögn hjúkrunarráðs skv. 31. gr. laga nr. 57/1978.
6.3. Annað starfslið sjúkrahúss skal stjórnin ráða í samráði við yfirlækna og hjúkrunarforstjóra.
7. gr.
7.1. Ráðherra skipar heilsugæslulækna að fenginni umsögn stöðunefndar. Skipun tannlækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra við heilsugæslustöð stofnunarinnar annast heilbrigðisráðuneytið.
8. gr.
8.1. Stjórnin ræður að heilsugæslustöð stofnunarinnar allt annað starfslið en lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, að höfðu samráði við yfirlækni og hjúkrunarforstjóra.
9. gr.
9.1. Læknar heilsugæslustöðvarinnar velja sér yfirlækni til tveggja ára í senn.
10. gr.
10.1. Heimilt er að ráða hjúkrunarforstjóra að heilsugæslustöð stofnunarinnar, þar sem starfsemin er svo umfangsmikil, að heilbrigðismálaráð telji þess þörf.
10.2. Hjúkrunarforstjórar skipuleggja og hafa faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu
stofnunar. Þeir stjórna daglegri starfsemi með yfirlæknum og bera með þeim ábyrgð á henni gagnvart stjórn stofnunarinnar.
10.3. Þar sem ekki er starfandi hjúkrunarforstjóri annast hjúkrunarfræðingar störf skv. 10.2. Séu starfandi tveir eða fleiri hjúkrunarfræðingar velja þeir sér einn til þessara starfa til tveggja ára í senn.
11. gr.
11.1. Yfirlæknar hafa umsjón með færslu dagála og með öðrum heilsufarsskrám stofnunarinnar. Þeir sjá um að skráning og tilkynning um smitsjúkdóma fari fram.
11.2. Yfirlæknar og hjúkrunarforstjórar (hjúkrunarfræðingar þar sem það á við) sjá um að gerðar séu þær skýrslur, sem kveðið er á um í erindisbréfum þeirra, svo og aðrar skýrslur, sem heilbrigðisyfirvöld óska eftir, þegar sérstaklega stendur á.
11.3. Læknar stofnunarinnar starfa hver á sínu sviði sjálfstætt, og er hlutverk yfirlækna að samræma störf og skipuleggja vinnu í samráði við þá. Læknar stofnunarinnar eru ábyrgir gagnvart heilbrigðisráðherra.
12. gr.
12.1. Yfirlæknar, hjúkrunarforstjórar (hjúkrunarfræðingur þar sem það á við) og framkvæmdastjóri stofnunar eiga rétt til fundarsetu á fundum stjórnar og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Sama rétt hafa aðrir starfsmenn stofnunarinnar, ef á dagskrá eru málefni, sem varða starfssvið þeirra sérstaklega.
13. gr.
13.1. Yfirlæknar og hjúkrunarforstjórar (hjúkrunarfræðingur þar sem það á við) stofnunarinnar eru ráðgefandi varðandi viðhald og kaup á tækjum og búnaði, sem snerta þeirra starfsgrein.
13.2. Um störf yfirlækna og hjúkrunarforstjóra fer að öðru leyti eftir lögum og reglum eða erindisbréfum viðkomandi.
14. gr.
14.1. Ráða má heilsugæslulækna í hlutastarf við sjúkrahús, með samþykki ráðherra, enda gegni þeir þá vaktþjónustu við það, þegar við á.
15. gr.
15.1. Samræma skal eftir því sem við verður komið alla vaktþjónustu fyrir stofnunina. Yfirlæknar stofnunarinnar skulu skipuleggja vaktir, svo og bakvaktir.
16. gr.
16.1. Læknar stofnunarinnar mynda læknaráð, sem velur sér formann til tveggja ára í senn og setur sér starfsreglur, sbr. 21. gr. laga nr. 57/1978.
16.2. Formaður læknaráðs kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar sem læknisfróður forsvarsmaður. Yfirlæknar sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar koma þó fram fyrir starfsemi, sem varðar þá eingöngu. Hið sama gildir um lækna, sem fengnir eru til þess að veita forstöðu stoðdeildum eða sérstökum þáttum heilsugæslu og lækninga á stofnuninni.
17. gr.
17.1. Stofna skal eitt sameiginlegt starfsmannaráð fyrir stofnunina, sbr. 21. gr. laga nr. 57/1978.
B. Heilsugæslustöðvar H 2.
18. gr.
18.1. Stjórn heilsugæslustöðvar H 2 skal skipuð þremur mönnum. Sýsla (sýslur) eða sveitarfélag (sveitarfélög) skipa tvo fulltrúa í stjórnina, en starfslið stöðvarinnar kýs einn fulltrúa úr sínum hópi.
18.2. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og sveitarstjórnar.
18.3. Um kosningatilhögun fulltrúa og vanhæfi þeirra til afgreiðslu mála fer skv. 3. tl. 3. gr. þessarar reglugerðar.
19. gr.
19.1. Í sveitarfélagi, þar sem reknar eru fleiri en ein heilsugæslustöð H 2 eða H 1, skulu stöðvarnar lúta sameiginlegri þriggja manna stjórn. Skal þá sveitarstjórn kjósa tvo menn í stjórnina, en starfsmenn heilsugæslustöðvanna skulu koma sér saman um einn.
19.2. Í Reykjavík skulu heilsugæslustöðvar vera undir stjórn heilbrigðisráðs, sbr. 21. gr. laga nr. 57/1978. Yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri hverrar heilsugæslustöðvar eiga rétt til fundarsetu á fundum heilbrigðisráðsins, þegar fjallað er um málefni viðkomandi heilsugæslustöðvar, og hafa þeir þar málfrelsi og tillögurétt.
20. gr.
20.1. Stjórn heilsugæslustöðvar H 2 er heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri sér um allan daglegan rekstur annan en faglegan. Hann annast öll fjármál stöðvarinnar og skipuleggur starfið að öðru leyti, nema þann þátt þess, sem fellur undir verksvið yfirlæknis eða hjúkrunarforstjóra.
20.2. Framkvæmdastjóri skal gera rekstraráætlun fyrir komandi ár, að höfðu samráði við yfirlækni og hjúkrunarforstjóra. Skal áætlunin lögð fyrir stjórn stöðvarinnar fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert.
21. gr.
21.1. Heimilt er að fela skrifstofu sveitarfélags, sem er eignaraðili að stöðinni, að annast bókhald og aðrar fjárreiður heilsugæslustöðvarinnar og að fela hjúkrunarforstjóra annan daglegan rekstur stöðvarinnar, sé ekki talin ástæða til að ráða sérstakan framkvæmdastjóra.
22. gr.
22.1. Á heilsugæslustöðvum H 2 skulu starfa sem fastráðnir starfsmenn læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, eftir því sem þörf er á og heilbrigðisráðuneyti ákveður.
23. gr.
23.1. Ráðherra skipar heilsugæslulækna, að fenginni umsögn stöðunefndar. Heilbrigðisráðuneytið skipar tannlækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Heimilt er að ráða hjúkrunarforstjóra, þar sem starfsemin er svo umfangsmikil, að heilbrigðismálaráð telji þess þörf. Annað starfslið ræður stjórn stöðvarinnar í samráði við yfirlækni og hjúkrunarforstjóra.
24. gr.
24.1. Læknar heilsugæslustöðvar H 2 velja sér yfirlækni til tveggja ára í senn.
25. gr.
25.1. Á stöðvum þar sem enginn framkvæmdastóri er, skulu yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri/hjúkrunarfræðingur vera stjórninni til ráðgjafar um almenn málefni stöðvarinnar, einnig þau sem ekki tilheyra þeirra faglega verksviði.
25.2. Hjúkrunarforstjóri skipuleggur og hefur faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu stöðvarinnar. Hann stjórnar daglegri starfsemi ásamt yfirlækni og ber ábyrgð á henni gagnvart stjórn stöðvarinnar.
25.3. Þar sem ekki er starfandi hjúkrunarforstjóri annast hjúkrunarfræðingur störf skv. 10.2. Séu starfandi tveir eða fleiri hjúkrunarfræðingar velja þeir sér einn til þessara starfa til tveggja ára í senn.
26. gr.
26.1. Yfirlæknir, hjúkrunarforstóri/hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar eiga rétt !il fundarsetu á fundum stjórnar og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Sama rétt hafa aðrir starfsmenn stöðvarinnar, ef á dagskrá eru málefni, sem varða starfssvið þeirra sérstaklega.
27. gr.
27.1. Yfirlæknir hefur umsjón með færslu dagála og með öðrum heilsufarsskrám stöðvarinnar. Hann annast um að skráning og tilkynning um smitsjúkdóma sé framkvæmd. Yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri/hjúkrunarfræðingur sjá um að gerðar séu skýrslur svo sem kveðið er á um í erindisbréfi þeirra, svo og aðrar þær skýrslur sent heilbrigðisyfirvöld óska eftir, þegar sérstaklega stendur á.
27.2. Einstakir heilsugæslulæknar stöðvarinnar starfa sjálfstætt, og er hlutverk yfirlæknis að samræma störf og skipuleggja vinnu í samráði við þá. Læknar heilsugæslustöðvarinnar eru ábyrgir gagnvart heilbrigðismálaráðherra.
28. gr.
28.1. Yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri/hjúkrunarfræðingur heilsugæslustöðvarinnar eru ráðgefandi varðandi viðhald og kaup á tækjum og búnaði, sem snerta þeirra starfsgrein.
29. gr.
29.1. Nemendur í heilbrigðisgreinum geta átt kost á starfsþjálfun í námi sínu á heilsugæslustöð H 2 í samráði við starfslið stöðvarinnar og viðkomandi skóla.
30 gr.
30.1. Læknar er starfa á heilsugæslustöð H 2, skulu mynda með sér læknaráð. 30.2. Formaður ráðsins er valinn til tveggja ára í senn og er hann jafnframt yfirlæknir stöðvarinnar. Formaður læknaráðsins kemur fram fyrir hind stöðvarinnar sem læknisfróður forsvarsmaður. Aðrir læknar heilsugæslustöðvarinnar bera þó ábyrgð á starfsemi, sem varðar þá eingöngu.
31. gr
31.1. Þegar starfsmenn heilsugæslustöðvar H 2 eru þrír eða fleiri, skulu þeir mynda starfsmannaráð, sem gæti hagsmuna starfsmannanna. Fer um kjör og kosningu skv. reglug. nr. 413/1973.
C. Heilsugæslustöðvar H 1.
32. gr.
32.1. Stjórn heilsugæslustöðvar H 1 skal skipuð þremur mönnum. Sýsla (sýslur) eða sveitarfélag sveitarfélög) skipa tvo fulltrúa í stjórnina, en starfslið stöðvarinnar kýs einn fulltrúa úr sínum hópi.
32.2. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og sveitarstjórnar.
32.3. Um kosningatilhögun fulltrúa og vanhæfi til afgreiðslu mála fer skv. 3. tl. 3. gr. þessarar reglugerðar.
32.4. Um rekstur fleiri en einnar stöðvar í sama sveitarfélagi fer skv. 1. tl. 19. gr. þessarar reglugerðar.
33. gr.
33.1. Stjórn heilsugæslustöðvar H 1 er heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri sér um allan daglegan rekstur annan en faglegan. Hann annast öll fjármál stöðvarinnar og skipuleggur starfið að öðru leyti, nema þann þátt. þess, sem fellur undir verksvið heilsugæslulæknis eða hjúkrunarfræðings.
33.2. Framkvæmdastjóri skal gera rekstraráætlun fyrir komandi ár að höfðu samráði við heilsugæslulækni og hjúkrunarfræðing. Skal áætlunin lögð fyrir stjórn stöðvarinnar fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert.
34. gr.
34.1. Heimilt er að fela skrifstofu sveitarfélags, sem er eignaraðili að stöðinni, að annast bókhald og aðrar fjárreiður heilsugæslustöðvar og að fela hjúkrunarfræðingi að annast daglegan rekstur stöðvarinnar, sé ekki talin ástæða til þess að ráða sérstakan framkvæmdastjóra.
35. gr.
35.1. Á heilsugæslustöð H 1 skulu starfa sem fastráðnir starfsmenn, læknir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, eftir því sem þörf er á og heilbrigðisráðuneytið ákveður.
36. gr.
36.1. Ráðherra skipar heilsugæslulækni að fenginni umsögn stöðunefndar. Heilbrigðisráðuneytið skipar tannlækni, hjúkrunarfræðing og ljósmóður. Heimilt er að ráða hjúkrunarforstjóra ef starfsemi stöðvarinnar er svo umfangsmikil, að heilbrigðismálaráð telji þess þörf. Annað starfslið ræður stjórn stöðvarinnar í samráði við heilsugæslulækni og hjúkrunarfræðinga.
37. gr.
37.1. A stöðvum þar sem enginn framkvæmdastjóri er, skulu heilsugæslulæknir og hjúkrunarfræðingur vera stjórninni til ráðgjafar um almenn málefni stöðvarinnar, einnig þau sem ekki tilheyra þeirra faglega verksviði.
37.2. Hjúkrunarforstjóri/hjúkrunarfræðingur skipuleggur og hefur faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu stöðvarinnar. Hann stjórnar daglegri starfsemi ásamt heilsugæslulækni og ber ábyrgð á henni gagnvart stjórn stöðvarinnar.
38. gr.
38.1. Heilsugæslulæknir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar H 1 eiga rétt til fundarsetu á fundum stjórnar og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Sama rétt hafa aðrir starfsmenn stöðvarinnar, ef á dagskrá eru málefni sem varða starfssvið þeirra sérstaklega.
39. gr.
39.1. Heilsugæslulæknir hefur umsjón með færslu heilsufarsskráa stöðvarinnar, annast skráningu og tilkynningu um smitsjúkdóma. Heilsugæslulæknir og hjúkrunarfræðingur sjá um að gerðar séu þær skýrslur, sem kveðið er á um í erindisbréfi þeirra svo og aðrar þær skýrslur, sem heilbrigðisyfirvöld óska eftir, þegar sérstaklega stendur á. Heilsugæslulæknir er ábyrgur gagnvart heilbrigðisráðherra.
40. gr.
40.1. Heilsugæslulæknir og hjúkrunarfræðingur heilsugæslustöðvarinnar eru ráðgefandi varðandi viðhald og kaup á tækjum og búnaði, sem snerta þeirra starfsgrein.
41. gr.
41.1. Þegar starfsmenn heilsugæslustöðvar H 1 eru þrír eða fleiri, skulu þeir mynda starfsmannaráð, sem gæti hagsmuna starfsmanna.
D. Heilsugæslustöðvar H.
42. gr.
42.1. Heilsugæslustöð H skal stjórnunarlega heyra undir næstu stofnun, heilsugæslustöðvar H 2 eða heilsugæslustöð H 1.
42.2. Læknar þeirrar heilsugæslustöðvar skulu reglubundið hafa móttöku á stöðinni.
43. gr.
43.1. Á hverri heilsugæslustöð H skal starfa hjúkrunarfræðingur og/eða ljósmóðir eftir því sem þörf er á og heilbrigðisráðuneytið ákveður.
44. gr.
44.1. Heilbrigðisráðuneytið skipar hjúkrunarfræðing eða ljósmóður að heilsugæslustöð H. Stjórn þeirrar stofnunar eða heilsugæslustöðvar H 2 eða H 1, sem fer með málefni stöðvarinnar, ræður annað starfslið, sem þarf til reksturs þeirrar stöðvar.
III. KAFLI
Starfsemi og þjónusta.
45. gr.
45.1. Í stofnun samkvæmt 1. gr, þessarar reglugerðar skulu stoðdeildir vera hluti sjúkrahúss, en veita heilsugæslustöðvum þjónustu, þannig að þær geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt 46. gr.
46. gr.
46.1. Á heilsugæslustöð eða í tengslum við hana skal veitt eftirfarandi þjónusta eftir því sem við á
1. Almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga.
2. Lækningarannsóknir.
3. Sérfræðileg læknisþjónusta, tannlækningar og endurhæfing.
4. Hjúkrun.
5. Heilsuvernd.
Aðalgreinar heilsuverndar eru:
5.1. Mæðravernd.
5.2. Ungbarna- og smábarnavernd.
5.3. Heilsugæsla í skólum.
5.4. Berklavarnir.
5.5. Kynsjúkdómavarnir.
5.6. Geðvernd, áfengis- og aðrar fíkniefnavarnir.
5.7. Sjónvernd.
5.8. Heyrnarvernd.
5.9. Heilsuvernd aldraðra.
5.10. Hópskoðanir og skipulögð sjúkdómaleit.
5.11. Félagsráðgjöf.
5.12. Umhverfisheilsuvernd.
5.13. Atvinnusjúkdómavarnir.
47. gr.
Almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga.
47.1. Heilsugæslulæknar veita þjónustu öllum einstaklingum og fjölskyldum, sem til þeirra leita og þeim, sem leitað er eftir þjónustu fyrir. Þessa þjónustu veita þeir allan sólarhringinn. árið um kring. Þar sem fleiri en einn læknir starfa skipta þeir með sér vöktum. eftir því sem við verður komið og haga samstarfi þannig, að tryggð sé samfelld þjónusta.
47.2. Heilsugæslulæknar sinna hverju því vandamáli, sem leitað er með til þeirra, svo sem bráðum og langvinnum sjúkdómum, meiðslum, eitrunum og slysum. Læknir skal meta hverju sinni, hvar best sé að athugun og meðferð fari fram, á heimili, í heilsugæslustöð eða annars staðar, með hliðsjón af velferð sjúklings.
47.3. Heilsugæslulæknar skulu veita ráðgjöf og fræðslu um heilsuvernd.
48. gr.
Lækningarannsóknir.
48.1. Á heilsugæslustöð skulu gerðar algengar rannsóknir, svo sem blóðrannsóknir, rannsóknir á þvagi og saur, sýklarannsóknir, svo sem ræktun og næmispróf, hjartarafrit og aðrar þær rannsóknir, sem hentugt þykir.
49. gr.
Sérfræðileg læknisþjónusta, tannlækningar og endurhæfing.
49.1. Heilsugæslulæknum er heimilt, ef ástæða þykir til, að fela öðrum stofnunum eða sérfræðingum að annast tiltekna þætti starfs síns um lengri eða skemmri tíma í samráði við heilbrigðisráðuneytið, en þeir eru engu að síður ábyrgir fyrir framkvæmd þjónustunnar.
49.2. Á heilsugæslustöð skal veita tannlæknisþjónustu, eftir því sem við verður komið. Tannlæknar eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn skulu veita fræðslu um tannhirðu og tannvernd í tengslum við almenna heilsugæslu, mæðraeftirlit, ungbarna- og smábarnaeftirlit og heilsugæslu í skólum.
49.3. Á heilsugæslustöð skal vera aðstaða til endurhæfingar eftir því sem við verður komið.
50. gr.
Hjúkrun og heimilishjúkrun.
50.1. Hjúkrunarfræðingar skulu veita hjúkrun í heilsugæslustöð eða á vegum hennar. Þeir skulu meta hjúkrunarþarfir einstaklinga fjölskyldna og hópa, bæði þeirra, er leita til stöðvarinnar, og með kerfisbundnu eftirliti. Þeir skulu veita ráðgjöf og fræðslu um heilsuvernd og hjúkrun sjúkra.
50.2. Heimilishjúkrun skal starfrækt fyrir þá íbúa heilsugæslusvæðisins, sem hennar þarfnast og ekki eru vistaðir í sjúkrahúsi. Þar sem fleiri en ein heilsugæslustöð eru starfandi í sama umdæmi má sameina heimilishjúkrun.
5l. gr.
Mæðravernd.
51.1. Allar verðandi mæður skulu eiga kost á eftirliti um meðgöngutímann. Að ,jafnaði skal fyrsta skoðun fara fram á 12. viku meðgöngutímans. Frá 12. viku til 32. viku meðgöngutímans skal verðandi móður gefinn kostur á að koma til skoðunar á 4 vikna fresti. Á 32. viku til 36. viku meðgöngutímans skal verðandi móður gefinn kostur á að koma tvisvar sinnum til skoðunar, en eftir það vikulega þar til barnið er fætt.
51.2. Heilsugæslulæknir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur annast hið reglubundna mæðraeftirlit.
51.3. Kappkosta skal að búa verðandi foreldra undir hlutverk sitt með fræðslu um meðgöngu, fæðingu og meðferð ungbarna, svo og um getnaðarvarnir og fjölskylduáætlanir Skal sú fræðsla veitt með sérstökum námskeiðum eða í einkaviðtölum, eftir því sem hentar á hverjum stað og tíma.
51.4. Ef fæðing fer fram í heimahúsum á heilsugæslusvæðinu, ber heilsugæslulækni og ljósmóðir að annast hana. Ljósmóðir gengur reglulega til móður Og barns fyrstu 8 dagana eftir fæðinguna.
52. gr.
Ungbarna- og smábarnavernd.
52.1. Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir við heilsugæslustöð fylgjast með þrifum og heilbrigði ungbarna fyrstu 3 ævimánuði, og veita mæðrum ráð um mataræði og hirðingu ungbarnsins.
52.2. Á heilsugæslustöð skulu framkvæmdar lögbundnar og viðurkenndar ónæmisaðgerðir á ungbörnum og smábörnum, sbr. lög um ónæmisaðgerðir nr. 38/1978. 52.3. Ungbörn skulu skoðuð af lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður, a.m k. 5 sinnum á aldrinum 3-14 mánaða, þar sem fylgst er með andlegri og líkamlegri heilbrigði þeirra.
Smábörn (1-6 ára) komi síðan á 2.-6. aldursári til læknisskoðunar, en þá taki við skólaskoðun. Öll börn skulu sjónprófuð og heyrnarmæld fyrir fjögurra ára aldur. Fyrir þann aldur skal og greindar- og þroskaprófa öll þau börn, sem grunur leikur á að hafi óeðlilega lítinn greindarþroska.
53. gr.
Heilsugæsla í skólum.
53.1. Heilsugæslustöðvar annast heilsugæslu í skólum, sbr. reglugerð nr. 214/1958 um heilsuvernd í skólum, nema annað sé ákveðið í samráði við skólayfirlækni.
53.2. Starfsfólki heilsugæslustöðva ber að gefa sérstakan gaum börnum á skóla
skyldualdri með seinkaðan greindarþroska, hegðunarvandkvæði, aðlögunarerfiðleika og taugaveiklunareinkenni og leiðbeina þeim og fjölskyldum þeirra. samráð skal hafa við kennara þessara barna og sálfræðiþjónustu skóla heilsugæslusvæðisins.
53.3. Fylgst skal með, að fötluð börn fái sérstaka þjálfun við sitt hæfi í tengslum við skólaleikfimi eða með öðrum hætti.
53.4. Tannlæknir við heilsugæslustöð annast tannvernd skólanemenda á heilsugæslusvæðinu.
53.5. Haft skal eftirlit með vinnuaðstöðu nemenda og vinnutíma í skólum. Stundaskrá skal gerð í samráði við skólalækni.
54. gr.
Berklavarnir.
54.1. Heilsugæslustöðvar annast framkvæmd berklavarnarlaga, nr. 66/1939, á hverju heilsugæslusvæði.
55. gr.
Kynsjúkdómavarnir og ráðgjöf varðandi kynlíf og barneignir.
55.1. Læknir á heilsugæslustöð annast rannsókn allra þeirra, er þangað leita vegna gruns um kynsjúkdóma, svo og lækningu og skrásetningu þeirra, ef um kynsjúkdóma er að ræða, sbr. lög nr. 16/1978, um varnir gegn kynsjúkdómum.
56. gr.
56.1. Ráðgjafarþjónustu skv. lögum nr. 25/1975 varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir skal veitt á heilsugæslustöðvum. Þjónusta má vera í starfstengslum við mæðravernd, kvensjúkdómalækningar. kynfræðsludeildir, geðvernd, fjölskylduráðgjöf og félagsráðgjafaþjónustu.
56.2. Aðstoð skal veitt, eftir því sem við á, svo sem hér segir:
1. Fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. Allar viðurkenndar getnaðarvarnir skulu fást hjá ráðgjafarþjónustunni.
2. Ráðgjöf fyrir fólk, sem íhugar að fara fram á fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð.
3. Kynlífsfræðslu, ráðgjöf og fræðslu um ábyrgð foreldrahlutverks.
4. Ráðgjöf og fræðslu varðandi þá aðstoð, sem foreldrum stendur til boða í sambandi við meðgöngu og barnsburð.
1. Ráðgjöf og meðferð varðandi ófrjósemi og barnleysi.
57. gr.
Geðvernd, áfengis- og fíkniefnavarnir.
57.1. Starfsfólk við heilsugæslustöðvar starfar að verndun geðheilsu íbúa heilsugæslusvæðisins. Áhersla skal lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir, fræðslu og baráttu gegn fordómum varðandi geðræn vandamál og geðsjúkdóma. Stuðla skal að því, að fólk leiti aðstoðar á byrjunarstigi vandamála og að veitt verði bæði einstaklingsbundin meðferð og fjölskyldumeðferð, eftir því sem við á hverju sinni. Við meðferð skal taka tillit til allra þátta í senn, jafnt geðrænna, líkamlegra og félagslegra. .Jafnframt þessu skal leggja áherslu á að draga úr skaðsemi geðsjúkdóma með góðri eftirmeðferð og endurhæfingu.
57.2. Heilsugæslustöðvar annast dreifingu og kynningu á fræðsluefni frá heilbrigðisyfirvöldum um hættu af neyslu áfengis, tóbaks-, ávana- og fíkniefna til ungmenna á hverju heilsugæslusvæði.
57.3. Á heilsugæslustöðvum skal sinnt ofnotendum áfengis, tóbaks, fíknilyfja og fíkniefna, og skulu þeir og aðstandendur þeirra eiga kost aðstoðar og meðferðar.
58. gr.
Sjón- og heyrnarvernd.
58.1. Á heilsugæslustöðvum skal veita sjón- og heyrnarvernd.
58.2. Stefnt verði að því að heyrnarmæla öll börn við upphaf og lok skólagöngu. Fylgst verði með áhættuhópum á heilsugæslustöðvum og vísað til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eftir þörfum, sbr. lög nr. 35/1980 um Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
59. gr.
Heilsuvernd aldraðra.
59.1. Í tengslum við heilsugæslustöðvar skal rekin sérstök heilsuverndarþjónusta fyrir aldraða. Þjónusta þessi skal veitt í náinni samvinnu við félagsmálastofnanir viðkomandi sveitarfélaga og hjúkrunarheimili þar sem þau eru starfrækt.
60. gr.
Hópskoðanir og skipulögð sjúkdómaleit.
60.1. Á heilsugæslustöðvum skulu skipulagðar og framkvæmdar þær hópskoðanir, sem heilbrigðisráðherra ákveður svo sem á tilteknum starfsstéttum, aldurhópum eða áhættuhópum.
60.2. Læknir á heilsugæslustöð hefur með höndum opinberar farsóttavarnir á hverju heilsugæslusvæði samkvæmt farsóttarlögum nr. 10/1958 undir stjórn landlæknis. Starfsfólki heilsugæslustöðva ber að vekja athygli á sýkingarhættu af farsóttum og hvers konar næmum sjúkdómum á hverju svæði og gefa almenningi ráð og leiðbeiningar þar að lútandi.
60.3. Læknar á heilsugæslustöð annast störf sóttvarnarlæknis á heilsugæslusvæðinu samkvæmt sóttvarnarlögum nr. 33/1954.
60.4. Á heilsugæslustöð skulu gerðar ónæmisaðgerðir samkvæmt lögum um ónæmisaðgerðir nr. 38/1978. Skal almenningur eiga þar kost á ónæmisaðgerðum gegn sóttum samkvæmt þeim lögum, svo og öðrum sóttum, þegar heilbrigðisyfirvöld ákveða að beita beri virkum ónæmisaðgerðum gegn þeim.
61. gr.
Félagsráðgjöf.
61.1. Félagsráðgjöf skal veitt í heilsugæsluumdæminu eftir því sem þörf er talin á og kostur er, íbúum heilsugæslusvæðisins til aðstoðar við úrlausn félagslegra vandamála.
62. gr.
Atvinnusjúkdómavarnir.
62.1. Heilsugæslustöð annast atvinnusjúkdómavarnir í þeim fyrirtækjum á heilsugæslusvæðinu, sem hafa með höndum atvinnurekstur, er getur verið skaðlegur heilsu starfsfólks, að mati Vinnueftirlits ríkisins. Starfsfólk þessara fyrirtækja skal skoðað reglulega eftir samningi um slíkt milli heilsugæslustöðvar og viðkomandi fyrirtækja. Að öðru leyti fer um atvinnusjúkdómavarnir í samræmi við ákvæði laga nr. 46/1980 um samvinnu heilbrigðisyfirvalda, Vinnueftirlitsins og fyrirtækja um heilsuvernd starfsfólks fyrirtækja og eftir ákvæðum laga nr. 57/1978.
IV. KAFLI
Ýmis ákvæði.
63. gr.
63.1. Stjórnendur og starfsmenn heilsugæslustöðvar stuðla að sem nánustum tengslum milli stöðvarinnar og almennings á starfssvæðinu. Í því skyni skulu upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og þjónustu hennar vera aðgengilegar almenningi á venjulegum dagvinnutíma. Þá skal almenningi auðveldað að koma á framfæri fyrirspurnum, athugasemdum og gagnrýni á starfsemi stöðvarinnar.
64. gr.
64.1. Á hverri heilsugæslustöð skal færð heilsufarsskrá fyrir hvern íbúa heilsugæslusvæðisins. Skrá þessi er varðveitt í heilsugæslustöðinni og skal flutt þaðan, ef sjúklingur flytur á annað heilsugæslusvæði.
64.2. Skrá þessi er algjört trúnaðarmál og upplýsingar úr henni skulu eingöngu notaðar í þágu sjúklingsins. Skráin skal færð á stöðluð eyðublöð, sem landlæknir samræmir og ráðuneytið samþykkir og geymd eru í þar til gerðri möppu í skjalageymslu heilsugæslustöðvanna. Skýrslugerð og skjalavistun verði samræmdar í öllum heilsugæslustöðvum landsins. Ritari hefur umsjón með skjalavörslu á heilsugæslustöðvum.
65. gr
65.1. Tækjabúnaður heilsugæslustöðva skal ætíð við það miðaður, að þær geti annast þá þjónustu, sem kveðið er á um í reglugerð þessari.
65.2. Heilbrigðisráðuneytið setur að fengnum tillögum landlæknis reglur um tækjabúnað heilsugæslustöðva. Reglur þær skal endurskoða svo oft sem þurfa þykir og færa til samræmis við tæknilega þróun á hverjum tíma.
65.3. Þar sem heilsugæslustöð er í starfstengslum við sjúkrahús eða aðrar heilbrigðisstofnanir, skal lögð áhersla á að samnýta tækjabúnað svo sem kostur er.
66. gr.
66.l. Landlæknir hefur faglegt eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta á heilsugæslustöðvum.
67. gr.
67.1. Reglugerð þessi er sett skv. lögum nr. 57/1978 og öðlast þegar gildi. Við gildistöku reglugerðarinnar falla úr gildi reglugerð nr. 505/1979 um sjúkrahús Suðurlands og heilsugæslustöð Selfoss, og reglugerð nr. 338/1980 um heilsugæslustöð Kópavogs.
Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, 7. apríl 1982.
Svavar Gestsson.
Páll Sigurðsson.