REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 660/1995 um vistunarmat aldraðra.
1. gr.
2. mgr. 9. gr. orðist svo: Aldraðir, sem eru með mjög brýna eða brýna þörf fyrir vistun samkvæmt vistunarmati og dveljast á öldrunarlækningadeildum í Reykjavík, skulu til jafns við aðra eiga aðgang að vistrýmum, sem ríkissjóður eða Framkvæmdasjóður aldraðra hefur kostað. Faghópur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um framkvæmd vistunarmats skal, að höfðu samráði við Reykjavíkurborg og öldrunarlækningadeildir í Reykjavík, setja reglur um ákveðið hlutfall vistrýma, sem þessir einstaklingar eiga forgang að.
2. gr.
2. málsl. 15. gr. orðist svo: Hópurinn skal skipaður tveimur öldrunarlæknum, hjúkrunarfræðingi, fulltrúa sveitarfélags, starfsmanni vistunarmats og deildarstjóra öldrunarmáladeildar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, sem jafnframt er formaður.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 19. gr., sbr. 30 gr. laga nr. 82/1989 um málefni aldraðra, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 28. janúar 1997.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Davíð Á. Gunnarsson.