1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
Fyrirsögn 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Ákvörðun um eftirritunarskyldu.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
5. gr.
Á eftir orðunum "í fylgiskjölum með reglugerð þessari" í 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur: eða efni sem merkt eru með "x" í dálki B í fylgiskjali I með reglugerð þessari.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
8. gr.
9. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Inn- og útflutningsleyfi.
Inn- eða útflutningsleyfi skv. 7. gr. gildir að jafnaði í fjóra mánuði nema annað sé tekið fram í leyfi Lyfjastofnunar. Sé útgefið leyfi ekki notað skal tilkynna Lyfjastofnun um það með rafrænum hætti í síðasta lagi þann dag sem leyfið rennur út. Ef um óunnið eða hálfunnið hráefni er að ræða skal flytja inn heimilað magn í einu lagi. Lyfjastofnun er heimilt að fella úr gildi inn- eða útflutningsleyfi uppfylli leyfið ekki ákvæði reglugerðar þessarar.
Ákvæði 1. mgr. gildir hvorki um þau ávana- og fíknilyf sem samkvæmt gildandi reglum skulu vera í lyfjakistum skipa og loftfara né um þau lyf sem einstaklingar flytja með sér til eigin nota enda fer innflutningurinn fram í samræmi við reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
10. gr.
Fyrirsögn 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Skilgreindur dagskammtur ekki tilgreindur.
11. gr.
Fyrirsögn 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Eftirritunarskylda og takmörkun á afgreiddu magni lyfja sem ekki hafa markaðsleyfi hér á landi.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. reglugerðarinnar:
13. gr.
14. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Viðurlög.
Um viðurlög við brotum á reglugerð þessari fer eftir 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974.
14. gr.
Fyrirsögn 15. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Gildistaka.
15. gr.
Í stað fylgiskjala I og II með reglugerð nr. 233/2001 koma ný fylgiskjöl I og II sem birt eru með reglugerð þessari.
16. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 53. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020 og 2. gr., 3. gr. og 4. gr. a laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, öðlast þegar gildi.
Reglugerð þessi er tilkynnt í samræmi við ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1535 frá 9. september 2015 um tilhögun miðlunar upplýsinga um tæknireglugerðir og reglur um þjónustu í upplýsingasamfélaginu. Tilkynningin er send samhliða birtingu reglugerðarinnar á grundvelli undanþágu í 7. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar.
Heilbrigðisráðuneytinu, 16. febrúar 2024.
Willum Þór Þórsson.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)