REGLUGERÐ
um röntgentækna.
1. gr.
Rétt til þess að starfa sem röntgentæknir hér á landi og kalla sig röntgentækni hefir sá einn, sem til þess hefir leyfi heilbrigðismálaráðherra.
2. gr.
Leyfi samkvæmt 1. grein má aðeins veita þeim, sem lokið hefir prófi í röntgentækni frá Tækniskóla Íslands. Einnig má veita þeim leyfi, sem lokið hefur hliðstæðu námi erlendis, sé námið viðurkennt sem slíkt of heilbrigðisyfirvöldum þess lands þar sem námið var stundað. Áður en leyfið er vent samkvæmt þessari málsgrein skal leita umsagnar landlæknis og Röntgentæknafélags Íslands.
3. gr.
Óheimilt er að ráða til röntgentæknastarfa aðra en röntgentækna og röntgenhjúkrunarfræðinga.
4. gr.
Röntgentæknir framkvæmir röntgenrannsóknir og aðrar rannsóknir á fólki með myndgerðartækni samkvæmt fyrirmælum og á ábyrgð læknis.
5. gr.
Röntgentækni er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem harm fær vitneskju um í starfi sínu.og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins. Þagnarskylda helst þótt harm láti of störfum.
6. gr.
Röntgentækni ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar í starfi.
7. gr
Um röntgentækna gildir að öðru leyti og eftir því sem við á ákvæði læknalaga nr. 80/1969, með síðari breytingum um viðurlög í starfi, sviptingu löggildingar starfsréttinda og endurveitingu þeirra.
8.gr
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 24/1985 um starfsheiti og starfréttindi heilbrigðisstétta og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 209/1971 um Röntgentæknaskóla Íslands.
Páll Sigurðsson.