Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

429/1987

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 170/1987, um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 170/1987, um þátttöku almanna­

trygginga í bifreiðakaupum fatlaðra.

 

1. gr.

       Í stað "1. september" í 1. mgr. 2. gr. komi 1. október.

 

2. gr.

       5. mgr. 3. gr. orðist svo:

Nefndinni er heimilt að leita sér sérfræðiaðstoðar við afgreiðslu mála. Deildarstjóri greiðsludeildar Tryggingastofnunar ríkisins skal vera ritari nefndarinnar.

 

3. gr.

       7. mgr. 3. gr. orðist svo:

Tillögur nefndarinnar skulu sendar tryggingaráði til afgreiðslu fyrir 1. desember ár hvert vegna úthlutunar komandi árs. Ákvörðun tryggingaráðs um úthlutun skal fara fram fyrir 15. janúar ár hvert vegna yfirstandandi árs og skulu styrkir greiddir út á tímabilinu 1. mars til og með 30. júní. Styrkir sem ekki eru nýttir á þessum tíma falla niður sjálfkrafa.

 

4. gr.

1. setning 2. mgr. 4. gr. orðist svo:

Heimilt er að víkja frá 1. tl. mæli sérstakar ástæður með því, en þá skal umsækjandi tilnefna ökumenn, einn eða fleiri, sem aka mega bifreiðinni með tilliti til ábyrgðartryggingar hennar.

 

5. gr.

Við 5. gr. bætist ný málsgrein er verði 4. mgr. og orðist svo:

Þó er heimilt að greiða styrk allt að 40% af kaupverði bifreiðar sé um að ræða einstakling, sem ekki kemst af án sérbúinnar og dýrrar bifreiðar vegna fötlunar.

 

6. gr.

       Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Nefnd samkvæmt 3. gr. tekur til starfa frá og með 1. október 1987 vegna úthlutunar 1988.

 

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkv. 19. og 39. gr. stl. b. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, ll. september 1987.

 

Guðmundur Bjarnason.

Páll Sigurðsson.

 

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica