1. gr.
Eftirfarandi efni bætast við lista í fylgiskjali I:
Efni | Annað nafn | IUPAC (Alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði) |
Alþjóða- samningar | B | Undanþágur og athugasemdir |
Tetrahydrocannabinol acetate | THC-O-acetate | [(6aR,10aR)-6,6,9-trimethyl-3-pentyl-6a,7,8,10a-tetrahydrobenzo[c]chromen-1-yl] acetate | x | ||
Hexahydrocannabinol | HHC | 6,6,9-trimethyl-3-pentyl-6a,7,8,9,10,10a-hexahydrobenzo[c]chromen-1-ol | x |
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 53. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 og 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Reglugerð þessi er tilkynnt í samræmi við ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1535 frá 9. september 2015 um tilhögun miðlunar upplýsinga um tæknireglugerðir og reglur um þjónustu í upplýsingasamfélaginu. Tilkynningin er send samhliða birtingu reglugerðarinnar á grundvelli undanþágu í 7. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar.
Heilbrigðisráðuneytinu, 9. janúar 2023.
Willum Þór Þórsson.
Heiða Björg Pálmadóttir.