Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

231/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 59/1996 um heimilisuppbót, sérstaka heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt 9. og 10. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð með síðari br - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 59/1996 um heimilisuppbót, sérstaka
heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt 9. og 10. gr. laga
nr. 118/1993 um félagslega aðstoð með síðari breytingum.

 

1. gr.

                3. málsl. 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

                Frekari uppbætur skulu þó aldrei greiddar til lífeyrisþega sem á eignir í peningum eða verðbréfum yfir 2.500.000 kr., eða hefur heildartekjur, að meðtöldum bótum almannatrygginga yfir 80.000 kr. á mánuði.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt 13. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð og öðlast gildi 1. janúar 1997. Fjárhæð tekjumarks í reglugerð þessari tekur breytingum í réttu hlutfalli við hækkun bóta lífeyristrygginga.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 2. apríl 1997.

 

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica