Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

486/1995

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. samkvæmt ákvæðum EES-samningsins nr. 244/1994 með síðari breytingu. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 3. gr. kemur ný grein 3. gr. a svohljóðandi:

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út samkvæmt umsókn staðfestingu almenns heimilislækningaleyfis (Evrópulæknaleyfis) til EES-ríkisborgara. Skilyrði staðfestingar almenns heimilislækningaleyfis eru:

  • að umsækjandi hafi íslenskt lækningaleyfi sbr. 3. gr. og
  • að umsækjandi leggi fram almennt heimilislækningaleyfi frá öðru EES-landi og/eða gögn sem sýna fram á tveggja ára starfsreynslu sem uppfylli skilyrði IV. bálks tilskipunar 93/16/EBE, sbr. aðallega 31. gr. tilskipunarinnar.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 1. gr. laga nr. 116/1993 um breytingar á laga-ákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði og 4. gr. laga um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum nr. 83/1993, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. ágúst 1995.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Páll Sigurðsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica