1. gr.
5. gr. orðist svo:
Nú dvelst lífeyrisþegi utan stofnunar nokkra daga í senn en útskrifast samt ekki og er þá heimilt að greiða honum dagpeninga sem eigi séu lægri en tvöfaldir sjúkradagpeningar hverju sinni.
Tryggingaráð setur nánari reglur um greiðslu slíkra dagpeninga.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 66. gr., sbr. 5. mgr. 43. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, öðlast gildi 1. mars 2000.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 10. febrúar 2000.
Halldór Ásgrímsson.
Jón Sæmundur Sigurjónsson.