Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

198/1993

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og sjúkra barna nr.150/1992. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (1.) breytingu á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfær-

endur fatlaðra og sjúkra barna nr. 150/1992.

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný málsgr. sem verður 2. málsgr.:

Þrátt fyrir ákvæði 1. málsgr. um dvöl í heimahúsi er heimilt að greiða framfærendum barna, sem þurfa á langvarandi vistun á sjúkrahúsi og yfirsetu foreldris/framfæranda að halda vegna lífshættulegs sjúkdóms, bætur samkvæmt reglugerð þessari.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. gr. laga nr. 79/1991 um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 17. maí 1993.

Sighvatur Björgvinsson.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica