Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 23. jan. 2025

Breytingareglugerð

40/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 763/2000 um vátryggingu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.

1. gr.

4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Fjárhæðir samkvæmt þessari grein skulu miðast við vísitölu neysluverðs 202,1 og breytast 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á vísitölunni.

2. gr.

Nýr málsliður bætist við 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar er orðast svo:
Um fjárhæðir þessar gilda ákvæði 4. mgr. 2. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr., sbr. 21. gr., laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu, sbr. lög nr. 176/2000, öðlast gildi þegar í stað.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 12. janúar 2001.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.