REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 59/1996 um heimilisuppbót,
sérstaka heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt
9. og 10. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð.
1. gr.
2. ml. 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Heimilt er að greiða lífeyrisþega sem nýtur sérstakrar heimilisuppbótar og frekari uppbótar skv. 2. og 3. tl. 8. gr. allt að 50% uppbót.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 13. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð og öðlast gildi 1. september 1997.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 1. september 1997.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Davíð Á. Gunnarsson.