Velferðarráðuneyti

886/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 426/1997 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. mgr 20. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Þó er blindu og fötluðu fólki heimilt að hafa með sér leiðsögu- eða hjálparhunda í lyfja­búðir.

2. gr.

44. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:

Veikindi starfsfólks.

Lyfsöluleyfishafi skal tryggja að í gæðakerfi lyfjabúðar séu til staðar ferlar sem fyrirbyggi að enginn starfi í lyfjabúð sem sé ekki hæfur til starfans vegna veikinda.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 18. september 2013.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica