1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi tekur til notkunar leysa í flokki 3R, 3B og 4 samkvæmt alþjóðlegri flokkun geislatækja í ÍST-EN 60825-1 staðli.
Reglugerðin tekur til innflutnings og notkunar leysibenda sem knúnir eru rafhlöðum og með afl sem svarar til flokka 3R, 3B og 4 í staðli skv. 1. mgr.
Reglugerðin tekur ekki til leysa sem ætlaðir eru fyrir starfsemi þar sem tryggt er að geislun á augu eða húð sé innan MPE-öryggismarka sem tiltekin eru í staðli ÍST-EN 60825-1 eða leysa sem ætlaðir eru til læknisfræðilegrar meðferðar.
Geislavarnir ríkisins annast framkvæmd reglugerðar þessarar.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í þessari reglugerð gilda eftirfarandi skilgreiningar:
a) |
Leysir: Ljósgjafi sem sendir frá sér ljós í þröngum ljósgeisla eins og lýst er í staðli ÍST-EN 60825-1. |
|
b) |
Leysibendir: Færanlegur rafhlöðuknúinn leysir. |
|
c) |
Öflugur leysir: Leysir í flokki 3R, 3B eða 4 samkvæmt flokkun í staðli ÍST-EN 60825-1. |
|
d) |
Öflugur leysibendir: Leysibendir með afl sem svarar til flokka 3R, 3B og 4 samkvæmt staðli ÍST-EN-60825-1. |
|
e) |
MPE-öryggismörk: Öryggismörk samkvæmt staðli ÍST-EN 60825-1. Sé geislun neðan öryggismarka veldur hún ekki skaða á augum eða húð. |
3. gr.
Innflutningur.
Innflutningur öflugra leysibenda er tilkynningarskyldur.
Aðili sem flytur inn öflugan leysibendi skal tilkynna innflutninginn til Geislavarna ríkisins áður en hann á sér stað.
Tilkynningu skal skilað á eyðublaði stofnunarinnar eða á öðru formi sem stofnunin samþykkir.
4. gr.
Leyfisskyld notkun.
Notkun öflugra leysa og öflugra leysibenda er óheimil án leyfis Geislavarna ríkisins.
Innflytjandi sem selur eða afhendir öflugan leysi eða öflugan leysibendi skal sækja um leyfi til Geislavarna ríkisins og má einungis afhenda slíkan leysi eða leysibendi notanda sem hefur leyfi stofnunarinnar til notkunar hans.
Umsókn um leyfi til notkunar á öflugum leysi eða öflugum leysibendi skal skilað á eyðublaði stofnunarinnar eða á öðru formi sem stofnunin samþykkir. Leyfið gildir í fimm ár í senn.
Með leyfisumsókn um notkun á öflugum leysum skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
Óheimilt er að breyta áður samþykktri uppsetningu á ljósabúnaði með leysi án leyfis Geislavarna ríkisins.
Með leyfisumsókn um notkun á öflugum leysibendum skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
Þeim sem hefur fengið leyfi til notkunar öflugs leysis eða leysibendis er óheimilt að framselja leysinn eða leysibendinn öðrum en þeim sem hefur fengið leyfi Geislavarna ríkisins til notkunar leysisins eða leysibendisins.
Geislavarnir ríkisins geta sett leiðbeiningarreglur um notkun öflugra leysa og leysibenda.
5. gr.
Öryggisreglur og umsjónarmaður.
Áður en veitt er leyfi til notkunar öflugs leysis sem ljósabúnaðar á stað sem almenningur hefur aðgang að skal umsækjandi láta útbúa skriflegar öryggisreglur í samráði við Geislavarnir ríkisins. Einnig skal hann skipa umsjónarmann með búnaðinum og verður skipan hans að hljóta samþykki Geislavarna ríkisins.
Umsjónarmaðurinn skal hafa fullnægjandi þekkingu á þeim búnaði sem um er að ræða hverju sinni og þeim öryggisráðstöfum sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja öryggi starfsmanna og áhorfenda. Umsjónarmaðurinn ber ábyrgð á því að öllum öryggisreglum, er lúta að starfrækslu búnaðarins, sé fylgt.
6. gr.
Viðurlög.
Geislavarnir ríkisins geta afturkallað leyfi skv. 4. gr. ef skilyrðum þess er ekki lengur fullnægt.
Um brot á reglugerð þessari fer skv. 22. gr. laga nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum.
7. gr.
Gildistaka.
Reglugerðin öðlast þegar gildi. Reglugerðin er sett með stoð í 4. mgr. 7. gr., 3. mgr. 9. gr. og 21. gr. laga nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 120/1988, um leysitæki.
Ákvæði til bráðabirgða.
Aðilar, sem þegar hafa tekið í notkun leysi eða leysibendi sem þessi reglugerð nær til, skulu sækja um leyfi til áframhaldandi notkunar til Geislavarna ríkisins innan 90 daga frá gildistöku reglugerðarinnar.
Velferðarráðuneytinu, 3. október 2011.
Guðbjartur Hannesson.
Vilborg Ingólfsdóttir.