Velferðarráðuneyti

1229/2011

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 213/1991 um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðast svo:

Upphæð vasapeninga er 46.873 kr. á mánuði. Tekjur skulu hafa áhrif á fjárhæð vasa­peninga á þann hátt að 65% af tekjum hlutaðeigandi dragast frá fjárhæð þeirra og falla greiðslur alveg niður við tekjur sem nema 865.348 kr. á ári.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 10. mgr. 48. gr., sbr. einnig 70. gr., og 17. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breyt­ingum, öðlast gildi 1. janúar 2012.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica