Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir undir nafninu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og tekur sameiningin gildi 1. janúar 2006:
Heilsugæslu í Reykjavík.
Heilsuverndarstöðina í Reykjavík.
Heilsugæslu í Kópavogi.
Heilsugæslustöðina Seltjarnarnesi.
Heilsugæslustöðina Mosfellsbæ.
Heilsugæslustöðina Hafnarfirði.
Heilsugæslustöðina Garðabæ.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sameina St. Jósefsspítala, Hafnarfirði og Sólvang, Hafnarfirði, undir nafninu St. Jósefsspítali, Sólvangur og tekur sameiningin gildi 1. janúar 2006.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. málsl. 2. mgr. 24. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og öðlast þegar gildi.