Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

608/2005

Reglugerð um sameiningu heilbrigðisstofnana. - Brottfallin

1. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir undir nafninu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og tekur sameiningin gildi 1. janúar 2006:

Heilsugæslu í Reykjavík.

Heilsuverndarstöðina í Reykjavík.

Heilsugæslu í Kópavogi.

Heilsugæslustöðina Seltjarnarnesi.

Heilsugæslustöðina Mosfellsbæ.

Heilsugæslustöðina Hafnarfirði.

Heilsugæslustöðina Garðabæ.


2. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sameina St. Jósefsspítala, Hafnarfirði og Sólvang, Hafnarfirði, undir nafninu St. Jósefsspítali, Sólvangur og tekur sameiningin gildi 1. janúar 2006.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. málsl. 2. mgr. 24. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 16. júní 2005.


Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica