1. gr.
Gildissvið.
Í reglugerð þessari er kveðið á um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem eru án samninga við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 28. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Skilyrði fyrir veitingu styrks er að talmeinafræðingur hafi starfsleyfi skv. reglugerð nr. 618/1987 um menntun, réttindi og skyldur talmeinafræðinga og uppfylli faglegar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, lögum nr. 41/2007 um landlækni og reglugerð nr. 786/2007 um eftirlit landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur.
Um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem starfa samkvæmt samningi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 28. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, fer samkvæmt reglugerð nr. 354/2005 um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í þjálfun, með síðari breytingum.
Sjúkratryggðir eiga rétt til styrkja frá Tryggingastofnun ríkisins vegna nauðsynlegrar talþjálfunar samkvæmt reglugerð þessari. Sjúkratryggður telst sá sem verið hefur búsettur hér á landi í sex mánuði nema annað leiði af milliríkjasamningum, sbr. 37. gr. og 12. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Með búsetu er átt við lögheimili í skilningi lögheimilislaga. Börn og unglingar eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og fósturbörn.
Tryggingastofnun ríkisins ákvarðar hvort einstaklingur teljist sjúkratryggður. Að öðru leyti gildir um það hverjir teljist sjúkratryggðir hér á landi reglugerð nr. 463/1999 um framkvæmd almannatrygginga og skráningu í tryggingaskrá.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð svofellda merkingu:
3. gr.
Talþjálfun.
Tryggingastofnun ríkisins greiðir styrki til nauðsynlegrar talþjálfunar vegna tiltekinna sjúkdóma samkvæmt nánari tilgreiningu í 5. gr. Talþjálfun er fólgin í eftirfarandi:
Lagt er til grundvallar að í lok meðferðar eða meðferðarlotu sendi talmeinafræðingur tilvísandi lækni skýrslu um árangur meðferðarinnar.
4. gr.
Þjálfunarbeiðni o.fl.
Með þjálfunarbeiðni/meðferðarbeiðni er átt við beiðni læknis til talmeinafræðings um greiningu og/eða meðferð. Í beiðni um meðferð skal tilgreina áætlaðan fjölda meðferða og áætlaðan árangur. Læknir ákveður gildistíma beiðninnar sem þó skal aldrei vera lengri en tólf mánuðir frá útgáfudegi hennar. Meðferðarbeiðni skal vera á því formi sem Tryggingastofnun ríkisins ákveður.
Forsenda fyrir greiðslu styrks er að fyrirfram hafi verið aflað greiðsluheimildar frá Tryggingastofnun ríkisins, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 38. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, á grundvelli meðferðarbeiðni frá lækni með sjúkdómsgreiningu. Annars vegar er um að ræða greiðsluheimild vegna frumgreiningar tal- og málmeina hjá talmeinafræðingi en hins vegar greiðsluheimild vegna meðferðar eða meðferðar og ráðgjafar. Þegar um er að ræða meðferð eða meðferð og ráðgjöf skal með meðferðarbeiðni læknis fylgja greining talmeinafræðings, þ.e. frumgreining tal- og málmeina eða greining á framburði eða endurmat, sbr. 3. gr.
Reikningur talmeinafræðings skal fullnægja ákvæðum laga og reglugerða um form. Á reikningi skal koma fram nafn talmeinafræðings og starfsstöð hans, nafn og kennitala sjúklings, hvaða dag verk var unnið, hvenær hver einstakur meðferðartími hófst og hvenær honum lauk, hvað var gert og gjaldskrárliður samkvæmt 6. gr. Sjúkratryggður skal í lok hvers meðferðarskiptis staðfesta með undirskrift sinni á reikninginn að meðferð hafi átt sér stað og að hún sé rétt skráð og fá kvittun fyrir greiðslu.
5. gr.
Sjúkdómar.
Reglugerð þessi tekur til meðferðar vegna eftirfarandi sjúkdóma með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru:
6. gr.
Styrkur.
Tryggingastofnun ríkisins greiðir styrk vegna meðferðar sem tekur til sjúkdóma samkvæmt 5. gr. og ákvarðast fjárhæð hans samkvæmt neðangreindum töflum A og B. Aðeins er veittur styrkur vegna eins gjaldliðs á dag.
A) |
Fyrir sjúkratryggð börn og unglinga yngri en 18 ára og lífeyrisþega: |
|
1. |
Fyrsta greining tal-/málmeina (þó ekki ef eingöngu er um að ræða framburðarmat), hámark einu sinni fyrir hvern sjúkling |
kr. 6.000 |
2. |
Fyrir greiningu á framburði eða endurmat, hámark einu sinni á 12 mánaða fresti fyrir hvern sjúkling |
kr. 4.000 |
3. |
Fyrir einstaklingsmeðferð, tími sjúklings með talmeinafræðingi a.m.k. 40 mín. |
kr. 2.000 |
4. |
Fyrir einstaklingsmeðferð, tími sjúklings með talmeinafræðingi a.m.k. 65 mín. |
kr. 3.000 |
5. |
Fyrir ráðgjafartíma á stofu, a.m.k. 50 mín., hámark tvisvar á ári fyrir hvern sjúkling |
kr. 2.000 |
B) |
Fyrir aðra sjúkratryggða einstaklinga. |
|
1. |
Fyrsta greining tal-/málmeina (þó ekki ef eingöngu er um að ræða framburðarmat), hámark einu sinni fyrir hvern sjúkling |
kr. 3.000 |
2. |
Fyrir greiningu á framburði eða endurmat, hámark einu sinni á 12 mánaða fresti fyrir hvern sjúkling |
kr. 2.000 |
3. |
Fyrir einstaklingsmeðferð, tími sjúklings með talmeinafræðingi a.m.k. 40 mín. |
kr. 1.000 |
4. |
Fyrir einstaklingsmeðferð, tími sjúklings með talmeinafræðingi a.m.k. 65 mín. |
kr. 1.500 |
7. gr.
Þjálfunarkort.
Um þjálfunarkort fer samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 354/2005 um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í þjálfun, með síðari breytingum. Þjálfunarkort veitir ekki rétt til frekari styrks en kveðið er á um í reglugerð þessari vegna þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem eru án samninga við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
8. gr.
Eftirlit.
Um upplýsingaskyldu talmeinafræðinga vegna ákvörðunar um greiðslu bóta, endurgreiðslu reikninga og vegna eftirlitshlutverks Tryggingastofnunar ríkisins fer samkvæmt 52. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar.
9. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 38. gr., sbr. b-lið 1. mgr. 38. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, öðlast gildi þegar í stað og tekur til talþjálfunar sem veitt hefur verið frá og með 12. nóvember 2007. Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 38. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar og 2. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að falla frá skilyrði um öflun greiðsluheimildar fyrirfram vegna talþjálfunar sem veitt hefur verið á tímabilinu 12. nóvember - 13. desember 2007.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 28. nóvember 2007.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Vilborg Þ. Hauksdóttir.