Heilbrigðisráðuneyti

509/2008

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 314/2008 um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga í bæklunarlækningum. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Sé reikningsfjárhæð lægri en fjárhæð samkvæmt gjaldskrá skal endurgreiðsla þó miðast við reikningsfjárhæð og hluta sjúkra­tryggðs skv. 4. eða 5. gr. eftir því sem við á.

2. gr

Í stað orðanna "31. maí 2008" í 7. gr. kemur: 30. september 2008.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 41. gr. laga nr. 100/2007 um almanna­tryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 31. maí 2008.

Heilbrigðisráðuneytinu, 29. maí 2008.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Berglind Ásgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica