1. gr.
2. málsl. 2. mgr. 1. gr. orðast svo: Greiðsluþátttaka Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaði fer samkvæmt reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði.
2. gr.
Lokamálsgrein 4. gr. orðast svo:
Tryggingastofnun ríkisins gefur út skírteini vegna næringarefna og sérfæðis sem gildir eftir atvikum í 6 mánuði til 5 ár eða til ákveðins aldurs umsækjanda.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu Næringarefni og sérfæði frá Tryggingastofnun ríkisins með reglugerðinni:
Flokkurinn 98 Næringarefni og sérfæði orðast svo:
98 |
Næringarefni og sérfæði. |
TR tekur þátt í kostnaði við kaup á lífsnauðsynlegum næringarefnum og sérfæði þegar um er að ræða m.a. eftirfarandi hjá sjúkratryggðum einstaklingi: Hjartagalli, krabbamein, bólgusjúkdómar í þörmum, skaði á vélinda, efnaskiptasjúkdómar, heilaskaði/taugasjúkdómar, vöðvasjúkdómar, alnæmi, lifrarbilun, nýrnabilun, vannæring, ofnæmi, óþol og vanþrif barna (þyngd a.m.k. eitt staðalfrávik undir meðaltali miðað við aldur og/eða hæð). Einstök kaup miðast við mest tveggja mánaða birgðir. Gefin eru út skírteini þessu til staðfestingar. |
|
Sólarhringsskammtur samkvæmt töluliðum 980603, 980606, 980609 og 980612 miðast við u.þ.b. 500 kkal. TR hefur heimild til að veita hærri styrk að fengnum fullnægjandi rökstuðningi frá næringarráðgjafa/næringarfræðingi ef hann mælir með stærri dagsskammti í framangreindum flokkum eða dýrari vöru en verðmiðun er reiknuð út frá. |
Á flokknum 9803 Lífsnauðsynleg næring verða eftirfarandi breytingar:
a. |
1. og 2. mgr. flokksins 980306 orðast svo: |
Næring um slöngu. |
|
TR greiðir, á grundvelli skírteinis, það sem er umfram neðangreindar fjárhæðir fyrir hvern mánaðarskammt. Kostnaður sjúklings er því tiltekin upphæð á mánuði. Gildistími skírteinis er 1 eða 5 ár. |
|
b. |
Á eftir flokknum 980306 bætast við tveir nýir flokkar 980307 og 980308 sem orðast svo: |
980307 |
Fylgihlutir með næringu um slöngu (s.s. slöngusett fyrir /án dælu, flaska, sprautur, slöngur og munnhreinsipinnar). |
TR greiðir 100% á grundvelli skírteinis. |
|
980308 |
Dælur fyrir næringu um slöngu. |
TR gerir samning um öflun og þjónustu vegna dælna fyrir næringu um slöngu fyrir einstaklinga í heimahúsum. |
Á flokknum 9806 Lífsnauðsynleg næringarviðbót vegna vannæringar og sérfæði verða eftirfarandi breytingar:
a. |
Flokkurinn 980615 orðast svo: |
980615 |
Próteinskert fæði vegna efnaskiptagalla fyrir börn (eftir 6 mánaða aldur) og fullorðna. |
TR greiðir 90% á grundvelli skírteinis, þó að hámarki kr. 10.000 á mánuði fyrir börn 6 mánaða - 9 ára og kr. 15.000 fyrir 10 ára og eldri, gildistími 1 eða 5 ár. |
b. |
1. mgr. flokksins 980621 orðast svo: Sojamjólk, aðrar kalkbættar sojavörur eða kalkbætt sérfæði vegna ofnæmis fyrir mjólk. |
c. |
2. mgr. flokksins 980624 orðast svo: Sýna þarf fram á að hvorki sé unnt að nota kalkbætta sojamjólk né annað kalkbætt sérfæði. |
d. |
Flokkurinn 980627 orðast svo: |
980627 |
Glútensnautt fæði (sérfæði) vegna ofnæmis/óþols fyrir hveiti. |
Glútenóþol skal staðfest af barnalækni eða meltingarsérfræðingi og dermatitis herpeti-formis skal staðfestur af húðlækni. |
|
Hveitiofnæmi skal staðfest af barnaofnæmislækni/ofnæmislækni. |
|
TR greiðir 90% á grundvelli skírteinis, þó að hámarki kr. 4.000 á mánuði, gildistími 1 ár í senn fyrir börn 1 - 5 ára, fyrir aðra fer gildistími skv. 4. gr. reglugerðarinnar. |
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 33. gr., sbr. e-lið 1. mgr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 17. janúar 2006.
Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.