Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

368/1994

Reglugerð um gildistöku tilskipunar Evrópubandalagsins um lækningatæki - Brottfallin

Felld brott með:

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 1. tl. XXX. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Tilskipun ráðsins 93/42/EBE frá 14. júní 1993 um lækningatæki öðlast því gildi hér á landi. Tilskipun þessi er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB - Sérstök útgáfa: Bók 3, bls. 680 - 722.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. gr. lyfjalaga nr. 108/1984 öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 28. júní 1994.

F.h.r.

Páll Sigurðsson.

Ragnheiður Haraldsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica