Heilbrigðisráðuneyti

1266/2023

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 722/2009 um lýtalækningar sem sjúkratryggingar almannatrygginga taka til.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á fylgiskjali reglugerðarinnar:

Í 2. kafla, Brjóstavandamál, lið nr. 49 er gerð breyting á afmörkun/skilyrðum fyrir greiðslu­þátttöku. Í stað "Ekki greiðsluþátttaka, sjá þó undantekningu í lið nr. 50" kemur:

  1. Ef til staðar er sýking í vasa sem geymir brjóstapúða.
  2. Ef til staðar er krónísk bólga umhverfis brjóstapúða.
  3. Ef staðfest er rof á brjóstapúða sem leitt hefur til leka úr púðanum og út fyrir þá bandvefs­himnu (extracapsular) sem myndast utan um brjóstapúðann. Á þannig ekki við þegar rof á brjóstapúða uppgötvast í aðgerð þegar opnað er inn fyrir bandvefshimnuna (intracapsular).

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 17.-19. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár, öðlast gildi 1. desember 2023.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 3. nóvember 2023.

 

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica