670/2023
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 144/2009 um tæknifrjóvgun.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað "10 ár" í 1. mgr. kemur: 35 ár.
- Í stað "20 ár" 2. mgr. kemur: 50 ár.
- Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þjónustuveitandi skal tilkynna eigendum geymdra fósturvísa og eigendum kynfrumna þegar til stendur að eyða geymdum fósturvísum eða kynfrumum. Tilkynningin skal send skriflega og með hæfilegum fyrirvara en þó eigi síðar en 6 mánuðum fyrir áætlaða eyðingu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 15. gr. laga nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 8. júní 2023.
Willum Þór Þórsson.