1. gr.
Á eftir 1. málsl. 4. gr. reglugerðarinnar bætist við nýr málsliður sem orðast svo:
Þó er heimilt að veita styrk í skemmri tíma þegar um er ræða fyrirbura, sem fæðast fyrir 32 vikna meðgöngu og þarfnast næringaruppbótar þar til þeir hafa náð 40 vikna meðgöngualdri.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 28. maí 2021.
Svandís Svavarsdóttir.
Guðlaug Einarsdóttir.