1. gr.
Í stað orðanna "úrskurðarnefndar almannatrygginga" í 1. og 2. mgr. 7. gr. kemur: úrskurðarnefndar velferðarmála.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Næringarefni og sérfæði frá Sjúkratryggingum Íslands" með reglugerðinni:
Í flokknum 98 Næringarefni og sérfæði verður eftirfarandi breyting:
Í stað orðanna "Miða skal við" í 3. mgr. kemur: Þá skal miða við.
Í flokknum 98 03 Lífsnauðsynleg næring verður eftirfarandi breyting:
Flokkur 98 03 06 Næring um slöngu. Fyrir hvern mánaðarskammt greiða Sjúkratryggingar Íslands það sem umfram er:
Í stað "6.800 kr." kemur: 9.000 kr.
Í stað "13.600 kr." kemur: 17.900 kr.
Í stað "20.400 kr." kemur: 26.900 kr.
Í stað "27.200 kr." kemur: 35.900 kr.
Í stað "34.000 kr." kemur: 44.900 kr.
Í flokknum 98 06 Lífsnauðsynleg næringarviðbót vegna vannæringar og sérfæði verða eftirfarandi breytingar:
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 4. apríl 2019.
Svandís Svavarsdóttir.
Elsa B. Friðfinnsdóttir.