Velferðarráðuneyti

1063/2012

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 55/2009, um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði.

1. gr.

Í stað orðsins "skírteini" í 4. mgr. 4. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglu­­gerðinni og fylgiskjali við hana kemur, í viðeigandi beygingarmynd og með eða án greinis eftir atvikum: innkaupaheimild.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Næringarefni og sérfæði frá Sjúkratrygg­ingum Íslands" með reglugerðinni:

Fyrri málsliður í Skýringum og skilgreiningum í upphafi fylgiskjals orðast svo:

70/90/100%: Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í greiðslu næringarefnis eða sérfæðis er 70%, 90% eða 100%.

Flokkur 98 03 06 Næring um slöngu. Í stað orðsins "sjúklings" í 2. máls. 1. mgr. og í fyrir­sögn síðar í málsgreininni kemur: einstaklings.

Við flokkinn 98 06 Lífsnauðsynleg næringarviðbót vegna vannæringar og sér­fæði bætist:

Flokkur 98 06 27 Glútensnautt fæði (sérfæði) vegna ofnæmis/óþols fyrir hveiti.

Glútenóþol skal staðfest af barnalækni eða meltingarsérfræðingi en dermatitis herpeti-formis skal staðfestur af húðlækni.

Hveitiofnæmi skal staðfest af barnaofnæmislækni eða ofnæmislækni.

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða vörur í þessum flokki fyrir börn að 18 ára aldri. Sjúkra­tryggingar Íslands greiða 70% á grundvelli innkaupaheimildar þó að hámarki 14.000 kr. á mánuði.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkra­trygg­ingar, öðlast gildi 1. janúar 2013.

Velferðarráðuneytinu, 26. nóvember 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica