Velferðarráðuneyti

238/2012

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 403/2010, um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga í ATC-lyfjaflokknum C 09 C (Angíótensín II blokkar óblandaðir), C 09 D (Angíótensín II blokkar í blöndum) og C 09 X (önnur lyf með verkun á renínangíótenín-kerfið). Hagkvæmustu pakkningar eru metnar út frá verði á einingu í pakkningu og þær pakkningar B-merktar sem víkja ekki meir en 50% frá lægsta einingaverði skammtaðra lyfjaforma. Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í greiðslu annarra lyfja í ofangreindum lyfjaflokkum, en er þó heimilt að gefa út lyfjaskírteini fyrir greiðsluþátttöku, sbr. 2. tölul. 11. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi frá og með 1. apríl 2012.

Velferðarráðuneytinu, 9. mars 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica