1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Endurgreiðsla sjúkratrygginga samkvæmt reglugerð þessari tekur til tannréttinga barna og ungmenna annarra en læknisfræðilega nauðsynlegra tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa. Skilyrði er að meðferð með föstum tækjum hafi hafist fyrir 18 ára aldur viðkomandi.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 38. gr., sbr. 20. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 5. mars 2010.
Álfheiður Ingadóttir.
Berglind Ásgeirsdóttir.