Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

1347/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 430/2007, um bann við notkun asbests á vinnustöðum.

1. gr.

Við 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Þegar um asbest er að ræða skal ávallt finna leiðir til að fjarlægja það úr vinnuumhverfinu. Ekki er þó gerð krafa um að hreyfa við asbesti í eldri húsbyggingum eða öðrum mannvirkjum, svo sem í lögnum eða veggjum, sem ekki sæta niðurrifi.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "eftir þörfum" í 3. málsl. 2. mgr. kemur: reglulega.
  2. Í stað orðanna "svo oft sem þörf krefur" í 1. málsl. 14. mgr. kemur: reglulega.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðinu "samþykkt" í 3. mgr. kemur: sbr. III. viðauka.
  2. Við 1. málsl. 13. mgr. bætist: áður en svæðið er tekið í almenna notkun að nýju.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. 3. mgr. orðast svo:
    Við mælingar á magni asbests í andrúmslofti á vinnustað skal beita trefjatalningu með rafeinda­smásjá eða einhverri annarri aðferð er veitir jafn nákvæmar eða nákvæmari niður­stöður.
  2. 4. mgr. orðast svo:
    Við mælingar á magni asbests í andrúmslofti á vinnustað, sbr. 3. mgr., skal einungis taka mið af trefjum sem eru meira en fimm míkrómetra langar, þynnri en þrír míkrómetrar og þar sem hlutfallið milli lengdar og breiddar er hærra en 3:1. Þrátt fyrir 1. málsl. skal taka mið af öllum trefjum sem eru þynnri en 0,2 míkrómetrar við mælingar á magni asbests í andrúms­lofti á vinnustað, sbr. 3. mgr., án tillits til hlutfalls milli lengdar og breiddar.

 

5. gr.

Í stað orðanna "III. viðauka" í 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: II. viðauka.

 

6. gr.

5. tölul. I. viðauka orðast svo:

Fjöldi starfsmanna sem vinna eiga við verkið, staðfestingu á að þeir hafi fengið fræðslu í samræmi við 3. mgr. 7. gr. og dagsetningu síðustu heilsufarsskoðunar þeirra í samræmi við 9. gr.

 

7. gr.

II. viðauki fellur brott.

 

8. gr.

Við 1. tölul. III. viðauka reglugerðarinnar, sem verður II. viðauki, bætast þrír nýir liðir sem orðast svo:

- krabbameins í barkakýli,
- krabbameins í eggjastokkum,
- góðkynja sjúkdóma í brjósthimnu.

 

9. gr.

Við bætist nýr viðauki, III. viðauki, sem orðast svo:

Starfsmenn sem starfa við niðurrif eða viðhald á asbesti í byggingum, vélum eða öðrum búnaði skulu fara á námskeið, sbr. 3. mgr. 7. gr., sem skal vera í höndum Vinnueftirlits ríkisins eða þess aðila sem Vinnueftirlitið hefur samþykkt til að standa fyrir slíkum námskeiðum. Allir starfsmenn skulu á námskeiðum fá fræðilega þjálfun í að minnsta kosti þeim atriðum sem hér fara á eftir:

- gildandi reglum um bann við notkun asbests á vinnustöðum og öðrum reglum sem gilda um förgun asbests,
- eiginleikum asbests og áhrifum þess á heilbrigði, þ.m.t. samvirkniáhrif reykinga,
- vörutegundum eða efnum sem kunna að innihalda asbest,
- starfsemi, þar sem asbest gæti valdið váhrifum og mikilvægi fyrirbyggjandi eftirlits til að halda slíkum váhrifum í lágmarki,
- öruggum starfsvenjum, eftirliti og hlífðarbúnaði,
- viðeigandi tilgangi, vali, úrvali, takmörkunum og réttri notkun á hlífðarbúnaði, einkum öndunarbúnaði,
- verklagsreglum í neyðartilvikum,
- afmengunaraðgerðum,
- úrgangslosun,
- kröfum um heilsufarseftirlit.

Allir starfsmenn, sem sótt hafa námskeið skv. 1. mgr., með fullnægjandi árangri, skulu fá stað­festingu á námskeiðssetu þar sem öll eftirfarandi atriði koma fram:

- dagsetning námskeiðsins,
- lengd námskeiðsins,
- inntak námskeiðsins,
- á hvaða tungumáli námskeiðið fór fram og
- nafn þess aðila sem heldur námskeiðið.

Til viðbótar þeirri fræðilegu þjálfun sem kveðið er á um skv. 1. mgr. skulu starfsmenn sem sjá um niðurrif eða viðhald á asbesti í byggingum, vélum eða öðrum búnaði hljóta þjálfun í notkun tæknibúnaðar og véla til að hefta losun og dreifingu asbeststrefja við vinnu.

 

10. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38., 40. og 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/2668 frá 22. nóvember 2023 um breytingu á tilskipun 2009/148/EB um verndun starfs­manna gegn áhættu vegna váhrifa af asbesti á vinnustöðum, sem vísað er til í XVIII. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 220/2024, öðlast þegar gildi.

Þrátt fyrir 1. mgr. skal 2. málsl. b-liðar 4. gr. reglugerðar þessarar taka gildi 21. desember 2029.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.

 

Bjarni Benediktsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica