Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 23. jan. 2025

Breytingareglugerð

375/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð, nr. 1250/2018, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðsins "starfsleyfi" í 10. tölul. 4. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: rekstrarleyfi.

2. gr.

Í stað orðsins "ráðuneytinu" í 10. tölul. 4. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni, nema í 1. málsl. 1. mgr. 11. gr., 2. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 19. gr. og 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

3. gr.

Í stað ártalsins "2022" í 1. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar kemur ártalið: 2024.

4. gr.

Í stað ártalsins "2022" í 5. mgr. reglugerðarinnar í ákvæði til bráðabirgða kemur ártalið: 2024.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 11. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 30. mars 2023.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.