Innviðaráðuneyti

1060/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, nr. 183/2020.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Skal hámarksbyggingarkostnaður íbúða skv. 1. málsl. reiknaður þannig að heildarfermetraverð á hvern brúttófermetra rýma byggingar í lokunarflokki A og B skv. ÍST50, fari ekki yfir 377.000 kr. að viðbættum 8.700.000 kr. fastakostnaði á hverja íbúð auk 15.000.000 kr. fastakostnaði samanlagt fyrir hverja lyftu og lyftuhús í viðkomandi verk­efni, sé gerð krafa um lyftu í húsnæðinu samkvæmt byggingarreglugerð.
  2. 2. mgr. orðast svo: Hámarksbyggingarkostnaður skv. 1. mgr. skal vera í heilum þúsundum króna og koma til endurskoðunar fyrir hverja úthlutun stofnframlaga með hliðsjón af þróun vísitölu byggingarkostnaðar, þróun á gjaldeyrismarkaði, þróun hrávöruverðs, þróun launa­vísitölu, þróun fjármagnskostnaðar og endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 10. mgr. 11. gr. og 27. gr. laga um almennar íbúðir, nr. 52/2016, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 22. september 2023.

 

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Hólmfríður Bjarnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica