1. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt III. og VI. kafla laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og greiðslur samkvæmt 63. gr. sömu laga, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2019:
Lífeyristryggingar | kr. á mánuði | kr. á ári |
Ellilífeyrir, skv. 1. mgr. 23. gr. | 248.105 | 2.977.260 |
Örorkulífeyrir, skv. 4. mgr. 18. gr. | 46.481 | 557.772 |
Örorkustyrkur, skv. 1. mgr. 19. gr. | 34.362 | 412.344 |
Örorkustyrkur, skv. 2. mgr. 19. gr. | 46.481 | 557.772 |
Barnalífeyrir, skv. 6. mgr. 20. gr. | 34.362 | 412.344 |
Aldurstengd örorkuuppbót (100%), skv. 2. mgr. 21. gr. | 46.481 | 557.772 |
Tekjutrygging, skv. 3. mgr. 22. gr. | 148.848 | 1.786.176 |
Annað | kr. á dag | kr. á mánuði | kr. á ári |
Ráðstöfunarfé, skv. 8. mgr. 48. gr. | 74.477 | 893.724 | |
Dagpeningar utan stofnunar, skv. 9. mgr. 48. gr. | 3.617 | ||
Fyrirframgreiðsla meðlags, skv. 1. mgr. 63. gr. | 34.362 | 412.344 |
2. gr.
Fjárhæðir bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2019:
kr. á mánuði | kr. á ári | |
Mæðra- og feðralaun með tveimur börnum, skv. 2. mgr. 2. gr. | 9.948 | 119.376 |
Mæðra- og feðralaun með þremur börnum | ||
eða fleiri, skv. 2. mgr. 2. gr. | 25.864 | 310.368 |
Barnalífeyrir, skv. 1. mgr. 3. gr. | 34.362 | 412.344 |
Umönnunargreiðslur (100%), skv. 1. mgr. 4. gr. | 185.926 | 2.231.112 |
Makabætur og umönnunarbætur (80%), skv. 5. gr. | 156.263 | 1.875.156 |
Dánarbætur, skv. 1. mgr. 6. gr. | 51.183 | 614.196 |
Dánarbætur, skv. 2. mgr. 6. gr. | 38.340 | 460.080 |
Endurhæfingarlífeyrir, skv. 1. mgr. 7. gr. | 46.481 | 557.772 |
Heimilisuppbót, skv. 2. mgr. 8. gr. | 62.695 | 752.340 |
Heimilisuppbót, skv. 3. mgr. 8. gr. | 50.312 | 603.744 |
Uppbót vegna reksturs bifreiðar, skv. 2. mgr. 10. gr. | 17.180 | 206.260 |
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr., laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2019. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1201/2017, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2018.
Velferðarráðuneytinu, 17. desember 2018.
Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.