Velferðarráðuneyti

1290/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði nr. 1042/2013, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Það er jafnframt skilyrði fyrir lánveitingu samkvæmt reglugerð þessari að markaðsbrestur ríki vegna fjármögnunar á byggingu eða kaupum á leiguíbúðum á viðkomandi svæði.

2. gr.

Á eftir 1. tölulið 3. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar orðskýringar svohljóðandi:

Félagasamtök: merkja almenn félög eða almannasamtök sem starfa að húsnæðismálum með það langtímamarkmið að koma á fót húsnæði og sjá um rekstur þess í þágu félagsmanna sinna.

Félög: merkja félög sem rekin eru að hætti samvinnufélaga, hlutafélaga, einkahlutafélaga, sjálfseignar­stofnana eða félaga með ótakmarkaðri ábyrgð er hafa að markmiði að byggja, eiga og reka leiguhúsnæði.

3. gr.

Á eftir 1. málslið 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður svohljóðandi: Með því er átt við að eingöngu er heimilt að ráðstafa eðlilegum rekstrarafgangi þeirra til vaxtar eða viðhalds félagsins eða samtakanna eða til niðurgreiðslu lána, en ekki til greiðslu arðs eða ígildis arðs til eigenda.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 35. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 21. desember 2017.

Ásmundur Einar Daðason
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica