1. gr.
Þingvallanefnd er heimilt að taka eftirtalin gjöld:
a. Fyrir tjaldstæði sem hér segir:
1. Af einstaklingi á aldrinum 16 til 66 ára kr. 500 fyrir hverja nótt.
2. Af einstaklingi á aldrinum 67 ára og eldri kr. 250 fyrir hverja nótt.
b. Fyrir köfun kr. 1.000 á mann fyrir hvern dag eða kr. 5.000 á mann fyrir eitt ár.
c. Fyrir veiðileyfi samkvæmt samþykktum veiðifélags Þingvallavatns.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. gr. laga um friðun Þingvalla, nr. 59/1928, til að öðlast gildi við birtingu. Um leið er úr gildi felld reglugerð nr. 255 26. apríl 1995, með sama nafni.
Forsætisráðuneytinu, 31. maí 1996.
Davíð Oddsson.
Kristján Andri Stefánsson.