Fjármálaráðuneyti

473/2008

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (réttindi úr lífeyrissjóðum) (XI). - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 207/2006 frá 7. febrúar 2006 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starf­andi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja, skal gilda á Íslandi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2006 frá 7. júlí 2006 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Reglugerðin (EB) nr. 207/2006 fjallar að hluta til um lífeyristryggingar, atvinnuleysis­tryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi, barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglu­gerð frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um lífeyristryggingar, atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi sam­kvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um réttindi samkvæmt lögum um almanna­tryggingar.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 207/2006 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2006 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 52, 19. október 2006, bls. 16, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð heilbrigðisráðuneytisins nr. 367/2008.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 56. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 7. maí 2008.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Ingvi Már Pálsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica