641/2006
Reglugerð um vörur sem heimilt er að selja í tollfrjálsum verslunum skv. 2. mgr. 104. gr. tollalaga nr. 88/2005.
1. gr.
Heimilt er að selja eftirtaldar vörur í tollfrjálsum verslunum skv. 2. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005:
- Áfengi.
- Tóbak.
- Sælgæti.
- Ilmvötn og snyrtivörur úr kafla 33 og vörulið nr. 3401 í tollskrá.
- Geisladiska, segulbönd og aðra miðla með áteknu efni úr vörulið nr. 8524 í tollskrá, hvort sem er til endurskila á hljóði, mynd eða öðrum merkjum.
- Leikföng.
- Rafmagnstæki.
- Talstöðvar, þ.m.t. farsímar, úr vörulið nr. 8525 í tollskrá.
- Myndavélar úr vöruliðum nr. 9006 og 8525 í tollskrá.
- Filmur úr vöruliðum nr. 3701 og 3702 í tollskrá.
- Geisladiska, segulbönd, minniskort, minnislykla og aðra óátekna miðla úr vörulið nr. 8523 í tollskrá.
- Rafhlöður úr vöruliðum nr. 8506 og 8507 í tollskrá.
- Golfkúlur úr tollskrárnúmeri nr. 8506.3200 í tollskrá.
- Sokkabuxur og sokka úr vöruliðum nr. 6115 í tollskrá.
- Fæðubótarefni.
2. gr.
Rísi ágreiningur um hvort selja megi tiltekna vöru í tollfrjálsri komuverslun, sbr. 1. gr., skal fjármálaráðherra skera úr þeim ágreiningi.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og með vísan til laga um yfirstjórn mála á varnarsvæðum o. fl., nr. 106/1954, til þess að öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 19. júlí 2006.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Lilja Sturludóttir.
Utanríkisráðuneytinu, 20. júlí 2006.
F. h. r.
Sigríður Snævarr.
Jón Egill Egilsson.