REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 95 14. ágúst 1962, um sameiginlega
innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík.
1.gr
1. gr. reglugerðarinnar orðist svo
Gjalddagar opinberra gjalda samkvæmt gjaldheimtuseðli, skulu vera sem hér segir:
a. Með fimm jöfnum greiðslum, er falla í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, skal innheimta til greiðslu upp í gjöld yfirstandandi árs hjá hverjum gjaldanda fjárhæð, sem fjármálaráðherra ákveður með reglugerð, sbr. 5. mgr. 46. gr. 1. nr. 68/1971 um tekju- og eignarskatt, sbr. 8. gr. 1. nr. 60/1973 um breyting á þeim lögum. Nú hafa tekjur gjaldanda á gjaldárinu verið lægri en á næsta ári áður, svo að nemi 30% eða þar yfir, eða ástæður hans versnað með öðrum hætti svo mjög, að vænta megi þess, að mun lægri gjöld verði lögð á hann en árið áður, og getur hann þá krafist lækkunar á greiðslum samkvæmt þessum staflið. Skattstjóri ákveður lækkunina. Nú verður ljóst, þegar álagningu lýkur, að gjaldandi hefur þegar greitt meira en álögðum gjöldum nemur, og skal þá endurgreiða það, sem ofgreitt var, ásamt 1/2% vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem féð var í vörslum gjaldheimtunnar.
b. Álögð gjöld, að frádregnu því, sem greiða ber samkvæmt a-lið, ber gjaldanda að greiða með fimm sem næst jöfnum greiðslum, þ. 1. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember og 1. desember.
c. Allar greiðslur samkvæmt þessari grein, skulu inntar af hendi í heilum krónum eða heilum eða hálfum tug króna, eftir ákvörðun Gjaldheimtunnar.
d. Vangreiðsla á hluta gjalda samkvæmt þessari grein, veldur því, að öll gjöld gjaldandans á gjaldárinu falla í eindaga 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið.
2. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðist svo
Séu gjöld samkvæmt gjaldheimtuseðli ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af því, sem ógreitt er, talið frá og með gjalddaga. Dráttarvextir eru þeir sömu og hjá innlánsstofnunum, sbr. 13. gr. laga nr. 10 frá 29. mars 1961 og ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Dráttarvextir reiknast með sama hætti og hjá innlánsstofnunum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 68/1962 um heimild til sameiginlegrar innheimtu opinberra gjalda og öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytið, 9. júlí 1979.
Tómas Árnason.
Árni Kolbeinsson.