REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 73/1963 um skemmtanaskatt.
1.gr.
Eftir 1. málsgr. 1. gr. komi:
Fari fram skemmtun með vínveitingum skal að auki greiða 5,60 af hverjum gesti í skemmtanaskatt og menningarsjóðsgjald. Hækkar sú krónutala til samræmis við vísitölu vöru og þjónustu í fyrsta sinn 1. maí 1983.
3. málsgr. 1. gr. hljóði svo:
Á miðunum skal tilgreind fjárhæð skemmtanaskatts og menningarsjóðsgjalds. Ennfremur skal á miðunum gert ráð fyrir því, að veitingamaður hafi rúm til þess að stimpla inn álag hússins á miðaverð. Skal það undanþegið skemmtanaskatti.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkv. lögum nr. 58 12. maí 1970 öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1983.
Ingvar Gíslason.
Birgir Thorlacius.