Menntamálaráðuneyti

91/1983

Reglugerð um breyting á reglugerð nr.73/1963 um skemmtanaskatt. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 73/1963 um skemmtanaskatt.

1.gr.

Eftir 1. málsgr. 1. gr. komi:

Fari fram skemmtun með vínveitingum skal að auki greiða 5,60 af hverjum gesti í skemmtanaskatt og menningarsjóðsgjald. Hækkar sú krónutala til samræmis við vísitölu vöru og þjónustu í fyrsta sinn 1. maí 1983.

3. málsgr. 1. gr. hljóði svo:

 

Á miðunum skal tilgreind fjárhæð skemmtanaskatts og menningarsjóðsgjalds. Ennfremur skal á miðunum gert ráð fyrir því, að veitingamaður hafi rúm til þess að stimpla inn álag hússins á miðaverð. Skal það undanþegið skemmtanaskatti.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkv. lögum nr. 58 12. maí 1970 öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 2. mars 1983.

Ingvar Gíslason.

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica