Fjármálaráðuneyti

347/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 449, 15. nóvember 1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verði á 1. gr. reglugerðarinnar:
a. Í stað orðsins "virðisaukaskatt" í 1. stafl. komi: 60% virðisaukaskatts.
b. Í stað orðsins "virðisaukaskatt" í 2. stafl. komi: 60% virðisaukaskatts.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verði á 10. gr. reglugerðarinnar:
a. Hundraðshluti í fyrsta staflið verði: 4,65.
b. Hundraðshluti í öðrum staflið verði: 5,25.
c. Hundraðshluti í þriðja staflið verði: 3,75.


3. gr

Reglugerð þessi er sett með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, sbr. og lög nr. 86/1996, til að öðlast gildi 1. júlí 1996.


Fjármálaráðuneytinu, 21. júní 1996.


F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica