1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Eftir ákvæðum reglugerðar þessarar geta þeir sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni samkvæmt lögum nr. 13/1999 um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum fengið endurgreidda 2/3 hluta þess virðisaukaskatts sem greiddur var/er vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða 1. september 2000 til 31. desember 2005.
2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Endurgreiðsluheimild skv. 1. gr. er bundin við hópferðabifreiðir, sem nýskráðar eru á tímabilinu 1. september 2000 til 31. desember 2005 og búnar eru aflvélum samkvæmt EUR02 staðli ESB, eða sambærilegum aflvélum. Með hópferðabifreiðum er átt við ökutæki sem aðallega er ætlað til fólksflutninga og skráð er fyrir 18 menn eða fleiri að meðtöldum ökumanni. Heimildin tekur ekki til almenningsvagna.
Reglugerð þessi er sett með stoð í ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 57/2001, um breyting á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, með síðari breytingum, og 49. gr. laga nr. 50/1988, og öðlast gildi þegar í stað.