Fjármálaráðuneyti

474/2003

Reglugerð um útgáfu kennitölu við skráningu í fyrirtækjaskrá. - Brottfallin

1. gr.

Við skráningu í fyrirtækjaskrá skal hinum skráða gefin kennitala.

Einstaklingar með eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skulu þó auðkenndir í fyrirtækjaskrá með kennitölu þeirra samkvæmt þjóðskrá.

Við nýskráningu í fyrirtækjaskrá ásamt útgáfu á kennitölu skal taka sérstakt skráningargjald kr. 5.000.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 6. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá öðlast gildi 1. júlí 2003.


Fjármálaráðuneytinu, 25. júní 2003.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Ragnheiður Snorradóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica