Með reglugerð þessari öðlast eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af VI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og öðrum ákvæðum hans, að því leyti sem hún lýtur að réttindum úr lífeyrissjóðum og réttindum til barnabóta:
1. | Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 89/2001 frá 17. janúar 2001 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja. |
Vísað er til reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar sem hér um ræðir í VI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 117/2001 frá 17. janúar 2001. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Reglugerðin (EB) nr. 89/2001 fjallar að hluta til um atvinnuleysistryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi og réttindi samkvæmt lögum um almannatryggingar. Í reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu nr. 526/2002 er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu nr. 507/2002 er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um réttindi samkvæmt lögum um almannatryggingar.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 89/2001 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 117/2001, sbr. 1. gr., sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 23, 2. maí 2002, bls. 370-375, er birt sem fylgiskjal með reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 507/2002.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 56. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.