Fjármálaráðuneyti

567/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 858/2000, um SMT tollafgreiðslu. - Brottfallin

1. gr.

B. liður 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

b. Þeir hafi tilkynnt Hagstofu Íslands um atvinnustarfsemi sína og séu á fyrirtækjaskrá, sbr. lög nr. 62/1969, um fyrirtækjaskrá eða ef um einstaklinga er að ræða sem stunda atvinnurekstur, skulu þeir að minnsta kosti hafa framkvæmt 12 tollafgreiðslur í atvinnuskyni á síðustu 12 mánuðum áður en leyfi til SMT- eða VEF-tollafgreiðslu er veitt.


2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 8. mgr. 14. gr. tollalaga, nr. 55/1987, og öðlast hún þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 6. júlí 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Jóna Björk Guðnadóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica