Fjármálaráðuneyti

499/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 10/1992, um persónuafslátt og sjómannaafslátt. - Brottfallin

1. gr.

2. málsl. 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott.


2. gr.

Í stað orðanna "reglugerðar nr. 183/1990, um skilagreinar" í 3. mgr. 5. gr. kemur: reglugerðar nr. 753/1997, um mánaðarleg skil á staðgreiðslu og tryggingargjaldi.


3. gr.

8. gr. orðast svo:
Heimilt er að millifæra ónýttan persónuafslátt til maka þegar um hjón eða samskattað sambúðarfólk er að ræða eins og hér segir:

a. Á staðgreiðsluárinu 2001 er heimilt að millifæra 90% ónýtts persónuafsláttar.
b. Á staðgreiðsluárinu 2002 er heimilt að millifæra 95% ónýtts persónuafsláttar.
c. Frá og með staðgreiðsluárinu 2003 er heimilt að millifæra ónýttan persónuafslátt að fullu.

Skilyrði þess að persónuafsláttur í staðgreiðslu sé millifærður skv. 1. málsgrein er að launagreiðandi hafi einnig skattkort makans í fórum sínum.


4. gr.

Í stað tilvísunarinnar "19. gr. laga nr. 49/1987" í 10. gr. reglugerðarinnar kemur: með síðari breytingum.


5. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum og 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 19. júní 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ragnheiður Snorradóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica