Fjármálaráðuneyti

443/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 640/1989, um greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 640/1989, um greiðslufrest
á virðisaukaskatti í tolli, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um greiðslufrest á virðisaukaskatti og öðrum aðflutningsgjöldum í tolli.

 

2. gr.

                Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast fjórar nýjar málsgreinar, sem verða 2.-5. mgr., er orðast svo:

                Heimild til greiðslufrests samkvæmt reglugerð þessari skal auk virðisaukaskatts ná til annarra gjalda sem greidd eru við innflutning. Að því leyti sem lög og reglugerðir kveða á um önnur uppgjörstímabil en reglugerð þessi, skulu slík ákvæði þó ganga framar ákvæðum reglugerðar þessarar.

                Þar sem fjallað er í reglugerðinni um virðisaukaskatt af innflutningi og greiðslufrest á honum, er einnig átt við önnur gjöld sem greiðslufrestur nær til skv. 2. mgr.

                Innflytjendur sem öðlast hafa heimild til greiðslufrests samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 309/1992, um tollafgreiðslu og greiðslufrest á aðflutningsskjölum þegar tollskjöl eru send á milli tölva, skulu sjálfkrafa öðlast heimild til greiðslufrests samkvæmt reglugerð þessari.

                Ákvæði reglugerðar þessarar skulu gilda eftir því sem við getur átt um þá, sem í atvinnuskyni annast tollmeðferð í umboði innflytjenda, t.d. flutningsmiðlara og þá sem reka frísvæði og almennar tollvörugeymslur.

 

3. gr.

                Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:

a.             1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Þegar greiðslufrestur er veittur samkvæmt reglugerð þessari skal hann ná til allra vara í vörusendingunni sem notið geta greiðslufrests.

b.             Við bætist ný málsgrein, sem verður 6. mgr., er orðast svo:

                                Annist flutningsmiðlari tollafgreiðslu í umboði innflytjanda getur hann að fenginni skriflegri heimild frá innflytjanda óskað þess að aðflutningsgjöld verði skuldfærð á innflytjanda, í samræmi við þær heimildir sem viðkomandi hefur til greiðslufrests á gjöldunum.

 

4. gr.

                Á eftir orðunum "3. mgr. 34. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt," í 1. mgr. 6. gr. kemur: og 109. gr. tollalaga, nr. 55/1987.

 

5. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 109. gr. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. september 1997.

 

Fjármálaráðuneytinu, 11. júlí 1997.

 

F. h. r.

Bergþór Magnússon.

Hermann Jónasson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica