1. gr.
3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar er póststjórninni heimilt að afhenda póstsendingar án þess að viðtakandi leggi fram aðflutningsskýrslu þegar í póstsendingu eru neðangreindar vörur eða þjónusta:
a) Vörur sem ekki eru háðar neins konar innflutningstakmörkunum eða -banni og undanþegnar eru öllum aðflutningsgjöldum, þ.m.t. virðisaukaskattur, t.d. tollfrjálsar gjafir og sýnishorn og annað sem ekki hefur neitt viðskiptalegt gildi,
b) blöð og tímarit sem send eru í áskrift erlendis frá, sbr. reglugerð nr. 336/1993, um innheimtu virðisaukaskatts af blöðum og tímaritum sem send eru í áskrift erlendis frá í pósti,
c) hugbúnaðargögn sem send eru án endurgjalds og ætluð eru til þróunar eða hönnunar hugbúnaðar, prófunar, leiðréttingar, uppfærslu eða eru eingöngu nothæf til kynningar enda beri flutningsskjöl eða fylgibréf með sér að um slíka sendingu sé að ræða, og
d) hugbúnaðarþjónusta, þ.e. kaup á rétti til nota á stöðluðu tölvuforriti fyrir fleiri notendur eða hugbúnaði sem sérstaklega er framleiddur og aðlagaður að séróskum hvers kaupanda, enda sé um kaup virðisaukaskattsskylds aðila á framangreindri hugbúnaðarþjónustu að ræða sem fellur undir 2. gr. reglugerðar nr. 194/1990, hinn virðisaukaskattsskyldi aðili geti að fullu talið virðisaukaskatt vegna kaupanna til innskatts skv. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 194/1990 og hann verið skráður samkvæmt reglugerð nr. 515/1996 um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.
Aðilum sem veita viðtöku vöru eða þjónustu sem um ræðir í b- til d-lið ber að varðveita í bókhaldi sínu samning kaupanda og seljanda um afnot af hugbúnaðinum svo og önnur bókhaldsgögn sem slíkar sendingar varða og framvísa við tollyfirvöld sé þess óskað t.d. vegna endurskoðunar eftir á.
Tölvudisklingar og aðrir hliðstæðir tölvumiðlar, sem hafa að geyma hugbúnað sem um ræðir í c- og d-lið, teljast vera nauðsynlegur og óaðskiljanlegur hluti af hugbúnaðarþjónustunni.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 107. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum til að öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 28. október 1996.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.