Fjármálaráðuneyti

41/1957

Reglugerð um tollheimtu og tolleftirlit - Brottfallin

I. KAFLI

Tollumdæmin.

1. gr.

Landið skiptist í 26 tollumdæmi og eru þau þessi:

1. Reykjavikurtollumdæmi. Það tekur yfir Reykjavíkurborg. Eyjar í um, Reykjavikur heyra undir tollumdæmi hennar að því er tekur til tollgæzlu.

2. Akranestollumdæmi. Það tekur yfir Akraneskaupstað. 

3. Mýra- og Borgarfjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Mýra- og Borgarsýslu.

4. Snæfellsness- og Hnappadalstollumdæmi. Það tekur yfir Snæfellanesi Hnappadalssýslu..

5. Dalatollumdæmi. Það tekur yfir Dalasýslu.

6. Barðastrandartollumdæmi. Það tekur yfir Barðastrandarsýslu. 

7. Bolungarvíkurtollumdæmi. Það tekur yfir Hólshrepp.

8. Ísafjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Ísfjarðarkaupstað og Ísafjarðarsýslu að undanteknum Hólshreppi.

9. Strandatollumdæmi. Það tekur yfir Strandasýslu. 

10. Húnavatnstollumdæmi. Það tekur yfir Húnavatnssýslu. .-.,

11. Skagafjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Sauðárkrókskaupstað og fjarðarsýslu.

12. Siglufjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Siglufjarðarkaupstað og heyrir Héðinsfjörður til hans.

13. Ólafsfjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Ólafsfjarðarkaupstað.

14. Akureyrartollumdæmi. Það tekur yfir Akureyrarkaupstað og Eyjafjarðarsýslu. "       

15. Þingeyjartollumdæmi. Það tekur yfir Húsavíkurkaupatað og Þingeyjarsýslu.

16. Seyðisfjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Seyðisfjarðarkaupstað. og Múlasýslu:

17. Norðfjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Neskaupstað.

18. Suður-Múlatollumdæmi. Það tekur yfir Suður-Múlasýslu.

19. Skaftafellstollumdæmi. Það tekur yfir Skaftafellssýslu.

20. Vestmannaeyjatollumdæmi. Það tekur yfir Vestmannaeyjakaupstað.

21. Rangárvallatollumdæmi. Það tekur yfir Rangárvallasýslu.

22. Árnestollumdæmi. Það tekur yfir Árnessýslu.

23. Keflavikurtollumdæmi. Það tekur yfir Keflavíkurkaupstað.

24. Flugvallartollumdæmi. Það tekur yfir flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar.


25. Hafnarfjarðartollumdæmi. Það tekur yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Gullbringu- og Kjósarsýslu, að undanteknum eyjum í umhverfi Reykjavíkur, sem heyra undir Reykjavíkurtollumdæmi varðandi tollgæzlu.

26. Kópavogstollumdæmi. Það tekur yfir Kópavogskaupstað.

 

II. KAFLI

Tollstjórnin.

 

2. gr.

Yfirstjórn tollmála hefur fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytið hefur umsjón með tollheimtunni og tolleftirlitinu.

Í hverju tollumdæmi er tollstjóri, sem annast tollheimtu innan umdæmisins.

 

3. gr.

Utan Reykjavíkur heyra tollgæzlumenn undir yfirstjórn sérstaks umboðsmanns fjármálaráðuneytisins, sem annast þar fyrir hönd ráðuneytisins umsjón með framkvæmd tollgæzlunnar samkvæmt því, sem nánar verður ákveðið í erindisbréfi hans.

 

4. gr.

Til tollmála telst: Tolleftirlit með skipum og flugförum, afgreiðsla skipa og flugfara og innheimta aðkomugjalda of þeim, sóttvarnareftirlit gagnvart útlöndum samkvæmt sóttgæzlulögum, hvers konar eftirlit með aðflutningi og gæzla þess að fyrirmæli um aðflutning séu haldin, innheimta aðflutningsgjalda. Hvers konar eftirlit með útflutningi og innheimta útflutningsgjalda, útgáfa vottorða um uppruna útflutningsvara, eftirlit með innflutningi og útflutningi gjaldeyris og gjaldeyrisskilum eftir því; sem ákveðið er á hverjum tíma. Innheimta innlends tollvörugjalds og eftirlit með tollvörugerðum. Önnur störf, sem tolleftirlitinu eða tollinnheimtunni á hverjum tíma eru falin.

 

5. gr.

Á höfnum þar sem tollstjóri er ekki búsettur, en ráðherra felur þörf að hafa tollheimtu, skal tollstjóri hafa umboðsmann. Ráðuneytið birtir í Lögbirtingablaði og B-deild stjórnartíðinda skrá um það, hvar tollstjórar hafa aðsetur og á hvaða höfnum þeir hafa umboðsmenn. Breytingar á þessu skulu auglýstar á sama hátt.

 

6. gr.

Umboðsmenn tollstjóra samkvæmt 6. gr. annast tollheimtu fyrir hans -hönd á þeirri höfn, sem þeir eru búsettir, svo og tollgæzlu eftir því sem þeim kann að verða falið.

 

7. gr.

Tolleftirlitsmenn samkvæmt reglugerð þessari eru tollstjórar, umboðsmenn þeirra og sérstakir tollgæzlumenn. Til sérstakra tollgæzlumanna teljast tollverðir í föstu starfi og menn, sem ráðuneytið eða tollstjórar ráða til tollgæzlu þótt eigi sé um aðalstarf að ræða.

 

8. gr.

Störf og starfssvið tolleftirlitsmanna skal ákveðið í erindisbréfum og starfsfyrirmælum, sem ráðuneytið gefur út.

 

9. gr.

Þegar tolleftirlitsmenn eru að störfum skulu þeir berg einkennisbúning eða hafa í vörzlum sínum einkennismerki, sem ber skjaldarmerki Íslands og áletrunina: Tollmerki Íslands.


Tollgæzlufáninn er þjóðfáninn, klofinn að framan, með stóru téi (T) i efri 13. . mars stangarreit.

Komi tolleftirlitsmenn fram í einkennisbúningum sinum, hafi þeir framvísaðtollmerkinu eða dregið. tollfánann við hún, hafa þeir á fullnægjandi hátt gefið til kynna, að þeir séu réttir tolleftirlitsmenn að starfi.

 

 

III KAFLI

Tolllandhelgin.

10. gr.

Landhelgi samkvæmt reglugerð þessari er 4 sjómílur á haf út frá stórstraumsfjöruborði og sé talið frá yztu hólmum og skerjum, er upp úr sjó koma. Firðir og víkur teljast í landhelgi 4 sjómílur til hafa frá línu, sem dregin er þar sem 12 sjómílur verða milli nesja næst fjarðarmynni.

 

IV. KAFLI

Almenn ákvæði um tolleftirlit.

11. gr.

Í reglugerð þessari merkir:

Skip: Sérhvert fljótandi far.

Aðkomuskip: Skip, sem kemur frá útlöndum, og ekki hefur fengið fyrstu tollafgreiðslu hér á landi i þeirri ferð og samskiptaleyfi. Aðkomuskip skoðast einnig skip, sem hefur tekið við vörum eða mönnum úr öðru farartæki, sem ekki hefur fengið tollafgreiðslu hér á landi, eða haft önnur samskipti við slíkt fararæki, sem jafna má til sambands við útlönd.

Flugfar: Hvers konar flugtæki.

Tollafgreiðsluhöfn: Höfn þar sem aðkomufarartækjum er heimilt að koma til að fá fyrstu afgreiðslu.

Brottfararafgreiðsluhöfn: Höfn, sem ekki er tollafgreiðsluhöfn, en farartækjum er þó heimilt að fá þar seinustu tollafgreiðslu áður en lagt er of stað til útlanda.

Tollhöfn: Höfn þar sem tollstjóri situr eða umboðsmaður hans, sbr. 5. gr. Þar sem talað er um höfn í reglugerð þessari er, sé annars ekki getið, átt við     tollhöfn.

 

12. gr.

Ákvæði reglugerðar þessarar um skip, hafnir og skipverja, gilda eftir því sein við á, einnig um flugför, flugvelli og áhafnir flugfara. Ákvæði um farm, afgreiðslur og afgreiðslumenn eiga jafnt við um flutninga með skipum og flugfórum.

 

13. gr.

Öll skip, sem eru innan landhelginar, eru háð tolleftirliti, hvort sem þau eru á höfnum inni eða utan beina. Geta því tolleftirlitsmenn framkvæmt rannsóknir í öllum slíkum skipum og sett þau undir eftirlit.

 

14. gr.

Tolleftirlitsmönnum er heimilt að stöðva skip hver sem er innan landhelginnar til rannsóknar. Þegar tollgæzlumenn gefa til kynna, að þeir vilji hafa samband við skip; er skipstjóra skylt að hægja ferð skipsins eða stöðva það til þess að hleypa tolleftirlitsmönnum um borð.


Ákvæði næstu málsgreinar hér á undan eiga einnig við um skip, sem stödd eru utan landhelginnar, ef þau hafa verið innan landhelgi og tolleftirlitsmenn hafa veitt þeim eftirför út fyrir landhelgismörkin.

Ef tolleftirlitsmenn óska.að komast á skipsfjöl eða frá borði er skipstjóra skylt að veita til þess nauðsynlega aðstoð.

 

15. gr.

Hafnsögumenn skulu gefa tolleftirlitsmönnum upplýsingar um ferðir aðkomuskipa jafnskjótt og þeir verða þeirra varir eða fá um þær fregnir. Sömu skyldur hefur flugumferðastjórn varðandi aðkomuflugvélar. Tilsvarandi upplýsingar skulu hafnsögumenn og stjórnendur flugumferðar gefa tolleftirlitsmönnum varðandi brottför skipa eða flugvéla, hafi þess verið óskað.

Ef sérstaklega stendur á, skulu hafnsögumenn fara eftir óskum tolleftirlitsmanna ,um það, hvar skipi er lagt.

 

16. gr.

Skipstjórar og skipshafnir varðskipa ríkisins, sem falið hefur verið að aðstoða tollgæzluna við tolleftirlit, hafa við þau störf sömu réttindi, sem tolleftirlitsmönnum eru fengin í þessum kafla.

 

17. gr.

Þegar tolleftirlitsmaður er að starfi getur hann, ef þörf krefur, kvatt sér menn til aðstoðar. Skylt er hverjum manni að viðlögðum sektum að verða við slíkri kvaðningu, ef hann má án hættu fyrir líf eða heilsu sina eða vandamanna eða annarra, sem hann á að annast, eða án tilfinnanlegs atvinnutjóns. Skylt er manni undir sama skilyrði að láta- tollgæzlumönnum i té muni, sem kann ræður yfir, svo sem flutningatæki og hús, ef þess gerist þörf, til að fyrirbyggja lagabrot,. í sambandi við rannsókn út of broti eða til þess að tollgæzlumaður geti annars komið skyldustörfum sinum í framkvæmd. Greiða skal manni hæfilega þóknun fyrir verk eða aðra aðstoð, sem - látið er í. té samkvæmt þessari grein.

 

18. gr.

Þegar tolleftirlitsmenn eru að rannsókn eða afgreiðslu i skipi, er skipstjóra skylt að veita þeim alla þá aðstoð og hjálp, sem þörf er á, til þess að rannsókn megi ganga sem greiðast og án tafa og tálmana svo og að gefa þeim hvers konar upplýsingar um skipið, skipsbúnað, ferðalag skipsins, farþega, skipshöfn og vörur og annað það; sem tolleftirlitsmönnum er þörf að vita vegna starfa sinna. Vélstjórum og öðrum tæknifróðum mönnum meðal skipverja er og skylt að veita sams konar aðstoð og upplýsingar að því er varðár vélar, tæki, vélarúm og aðra þá staði i skipi, sem eru í þeirra umsjá.

Ef tolleftirlitsmenn mæla svo fyrir, skal skipstjóri gefa skriflega yfirlýsingu um það, að hann hafi gefið tolleftirlitsmönnum upplýsingar um öll farmrúm og aðra staði í skipi, þar sem vörur eru geymdar, og vakið athygli þeirra á stöðum, þar sem innsiglun mundi ekki koma að haldi, sbr. 2. mgr. 19. gr.

 

19. gr.

Tolleftirlitsmönnum er heimilt að innsigla og setja lása sína fyrir farmrúm, vistageymslur og aðra staði í skipi, eftir því, sem þeim þykir þurfa.

Skipstjóra er skylt að veita tolleftirlitsmönnum aðstoð, sem þeir óska eftir við innsiglun, svo og að vekja athygli tolleftirlitsmanna á þeim stöðum þar sem innsiglun eða lokun mundi ekki koma að haldi.

Nú telur skipstjóri ekki unnt vegna öryggis skips eða farms að innsigla rúm eða læsa þeim, sem tolleftirlitsmaður telur þörf á að innsigla eða læsa, eða ekki er unnt að koma slíkum ráðstófunum við vegna umbúnaðar skipsins, og er skipi þá skylt að greiða kostnað of tollvörzlu, sem of því leiðir, að innsiglun eða lokun verður ekki við komið.

Innsigli þau og læsingar, sem tolleftirlitsmenn setja í skipi, má enginn hreyfa eða rjúfa, nema tolleftirlitsmenn, enda ber skipstjóri eða sá, sem i hans stað kemur, ábyrgð á að þau séu ekki rofin eða hreyfð, nema of tolleftirlitsmanni, meðan skipið er hér við land. Kaupskip og innlend fiskiskip teljast i þessu sambandi vera hér við land unz ferð þeirra er -lokið og þau eru komin út fyrir landhelgi á leið til útlanda.

Tolleftirlitsmenn skulu -jafnan tilkynna skipstjóra eða þeim, sem kemur i hans stað, um innsiglun eða lokun rúma i skipi, og skyldur er skipstjóri eða sá, sem kann setur fyrir sig, að vera viðstaddur er tollgæzlumenn gangs frá innsiglum eða læsingum sínum i skipi.

Skyldur er skipstjóri að undirrita skrá um innsigli i skipi sínu, ef tolleftirlitsmenn mæla svo fyrir. Enn fremur er hann skyldur, ef þess er óskað, að taka með sér skrá þessa og sýna hans eða afhenda tolleftirlitsmönnum, sem síðar afgreiða skipið eða eru að rannsókn í því, ef þess er krafizt.

 

20. gr.

Meðan stendur á afgreiðslu eða rannsókn í skipi er tolleftirlitsmönnum heimilt að mæla svo fyrir, að enginn megi koma á skipsfjöl eða fara frá borði, nema leyfi þeirra komi til.

Tolleftirlitsmönnum er jafnan heimilt að banns skipstjóra að leggja skipi að bryggju eða öðru hafnarvirki, eða leggja frá bryggju eða öðru hafnarvirki, fyrr en þeir segja til að það megi.

 

21. gr.

Tolleftirlitsmönnum er heimilt að kvía skip, sem liggur við landfestar. Þegar það er Bert er öllum óheimilt að fara inn fyrir eða útfyrir girðingar tolleftirlitsmanna, nema með þeirra leyfi.

Einnig geta tolleftirlitsmenn mælt svo fyrir, að farþegar eða aðrir megi aðeins fara frá borði eða stíga á skipsfjöl á tilteknum stað á skipi.

 

22. gr.

Ef svo er mælt fyrir, að farþegar eða aðrir, sem koma frá borði eða stíga á skipsfjöl, skuli fara um rannsóknarskála eða annað hús i landi vegna tolleftirlits, skal litið svo á, að þeir, sem koma frá skipi, séu ekki komnir of skipsfjöl fyrr en þeir hafa farið um hús þetta og þeir, sem eru á leið til skips, séu komnir í skip þegar þeir eru komnir í húsið.

 

23. gr.

Heimilt er að setja tollvörð í hvert það skip, sem þörf telst á að hafa tollvörð i, svo og að láta tolleftirlitsmenn fara með skipum hafna á milli til eftirlits. Þegar tolleftirlitsmenn ferðast með skipum til eftirlits með þeim ber skipstjóra fyrir skipsins hönd að sjá þeim endurgjaldslaust fyrir fæði í skipinu og fari með því, eftir því, sem hæfa þykir fyrir opinbera starfsmenn, sem ferðast í starfserindum.

 

24. gr.

Við rannsókn eða afgreiðslu er tolleftirlitsmönnum heimilt að leita alls staðar i skipi, í hirzlum og farangri skipverja og farþega, svo og á skipverjum, farþegum og öðrum mönnum, sem ástæða þykir til að ætla að leyni á sér munum eða vörum til að skjóta undan rannsókn, greiðslu aðflutningsgjalda eða öðrum lögmæltum skyldum, eða varningi, sem óheimilt er að flytja til landsins eða úr landi. Enn fremur er tollgæzlumönnum í sama skyni heimilt að gera leit í vörugeymsluhúsum, vögnum, 41 bifreiðum og öðrum flutningatækjum, og er stjórnendum farartækjanna skylt að nema staðar er tolleftirlitsmenn gefa þeim merki um það. Einnig er þeim, svo og starfsmönnum vörugeymsluhúsa, skylt að veita tolleftirlitsmönnum alla þá aðstoð og hjálp, sem þörf er á til þess að rannsókn geti gengið sem greiðast.

 

25. gr.

Heimilt er tollgæzlumönnum að skoða og rannsaka altar vörur og aðra hluti, sem til landsins flytjast, hvort sem varningurinn kemur sem farmsending, póstur, farþegaflutningur eða á annan hátt.

Krefjast má, að eigandi eða innflytjandi aðfluttrar vöru framvísi henni til rannsóknar í tollbúð eða á öðrum stað þar sem tollgæzlan hefur bækistöð til vöruskoðunar. Er þá vörueiganda eða innflytjanda skylt að opna umbúðir um vöruna og sýna hana tolleftirlitsmönnum eftir því sem krafizt er, svo og að flytja vöruna aftur Burt of skoðunarstað að rannsókn lokinni.

 

V. KAFLI

Afgreiðsla aðkomufarartækja.

26. gr.

Aðkomufarartæki mega ekki, nema tilneydd séu, setja á land menn; vörur eða annan farangur, né hafa annað samband við land eða landsbúa eða við önnur farartæki innan landhelginnar fyrr en þau hafa fengið fyrirskipaða aðkomutollafgreiðslu og tolleftirlitsmaður hefur veitt þeim leyfi til samskipta við land.

Til þess að fá fyrstu afgreiðslu hér á landi skulu aðkomuskip koma á einhverja þeirra hafna, sem taldar eru í 3. málsgrein, nema skipið þurfi að leita annarrar hafnar í neyð, enda sé leitt í ljós með sjóferðaprófi að um neyðarhöfn hafi verið að ræða.

Tollafgreiðsluhafnir eru þessar:

Reykjavík og Reykjavíkurflugvöllur,

Patreksfjörður,

Sauðárkrókur,

Siglufjörður,

Húsavik,

Neskaupstaður,

Vestmannaeyjar,

Hafnarfjörður,

Akranes;

Ísafjörður,

Akureyri,

Seyðisfjörður,

Reyðarfjörður,

Fáskrúðsfjörður,

Keflavík,

Keflavíkurflugvöllur.

Á eftirtöldum tollafgreiðsluhöfnum Beta aðkomuskip þó því aðeins fengið fyrstu afgreiðslu, að ráðuneytinu hafi verið tilkynnt, að þau ætli að koma þangað, með a. m. k. 4 sólarhringa fyrirvara

Akranesi,

Patreksfirði,

Sauðárkróki,

Húsavík,

Neskaupstað,

Fáskrúðsfirði,

Keflavík,

Hafnarfirði.

Í tilkynningu samkvæmt næstu málgrein hér á undan skal greina nafn skips, stærð þess, þjóðerni, á hvaða höfnum það hefur haft viðkomu í ferðinni, farm skips og fyrirhugaðan komudag. Ef farmur er ýmis konar stykkjavara er nægilegt að láta þess getið, án nánari sundurliðunar.

Þegar ráðuneytinu hefur borist tilkynning samkvæmt þessari grein gerir það tolleftirlitsmanni á viðkomandi höfn þegar aðvart, og gerir að öðru leyfi þær ráðstafanir varðandi afgreiðslu skips og eftirlit með því, sem ástæða þykir til.

 

27. gr.

Ráðuneytið getur heimilað aðkomuskipi að hafa fyrstu viðkomu á höfn, sem ekki er tollafgreiðsluhöfn, en greiða skal útgerð skips allan kostnað, sem leiðir of tollafgreiðslu þess á þeirri höfn.

Hafi aðkomuskip leitáð neyðarhafnar, sem ekki er tollafgreiðsluhöfn, ber skipstjóra tafarlaust að tilkynna það ráðuneytinu og bíða fyrirmæla þess um það, hvernig tollafgreiðslu skipsins skuli hagað. Meðan beðið er þeirra ráðstafana, sem ráðuneytið fyrirskipar, skal skipstjóri gæta þess, að samgangur milli skips og lands sé eigi annar eða meiri en brýnasta nauðsyn krefur.

 

28. gr.

Hafi aðkomuskip tilkynnt komu sína til tollafgreiðsluhafnar samkvæmt 3. mgr. 26. gr., eða fengið leyfi til tollafgreiðslu samkvæmt 1, mgr. 27. gr., . og ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að veita því tollafgreiðslu á þeirri höfn, en skipið heldur síðan til annarar hafnar til að fá fyrstu afgreiðslu, má krefja skipið um greiðslu alls þess kostnaðar, sem þessar ráðstafanir hafa haft í för með sér, eða eftir atvikum synja því um afgreiðslu annars staðar en þar, sem það hafði tilkynnt komu efna eða fengið leyfi til tollafgreiðslu.

 

29. gr.

Þegar aðkomuskip hafnar sig ber tolleftirlitsmönnum að annast afgreiðslu þess samkvæmt því, sem ákveðið er í reglugerð þessari, eða lög og reglum mæla annars fyrir um.

Sé enginn tolleftirlitsmaður kominn um borð í skipið innan seg klukkustunda skal skipstjóri gefa viðkomandi tolleftirlitsmanni komu þess til vitundar, en fara skal hann eftir sóttvarnarreglum eftir því, sem við verður komið.

Óheimilt er skipstjóra að leggja aðkomuskipi að bryggju eða öðru hafnarvirki fyrr en tolleftirlitsmaður hefur gefið leyfi til þess.

Þar til aðkomuafgreiðslu skips er lokið má enginn fara frá borði eða stíga á skipsfjöl, nema leyfi tolleftirlitsmanns komi til.

 

30. gr.

Þegar eftir komu skips ber skipstjóra að afhenda tolleftirlitsmanni, sem afgreiðir skipið, aðkomuskýrslu, ásamt sóttvarnaryfirlýsingu samkvæmt sóttvarnarlögum, og skrár þær og skýrslur, sem skip skal hafa meðferðis og afhenda ber samkvæmt 3. mgr. þessarar greinar og 31., 36., 37. og 38. gr.


Aðkomuskýrsla skal gerð á eyðublað, sem ráðuneytið lætur í té, og skal þar 41 greina eftirtalin atriði um skipið og ferð þess.

1. Nafn skips, þjóðerni og skrásetningarhöfn.

2. Brúttó- og nettósmálestatölu skips.

3. Komudag og stund.

4. Eiganda skips.

5. Afgreiðslumann skips eða miðlara hérlendis.

6. Erindi skips.

7. Hvort varningur verður affermdur úr skipinu hér við land.

8. Hvort skip hefur áður verið afgreitt hér á landi á því almanaksári og hvar og hve oft.

9. Nafn skipstjóra.

10. Tölu skipverja.

11. Tölu farþega.

12. Hafnir, sem skipið hefur komið á í ferðinni, og brottfarardag frá hverri höfn.

13. Hvort skip ætlar að taka hér vörur til útflutnings.

Þá skal skipstjóri, ef skip flytur vörur til landsins, sem á farmskrá eiga að vera, afhenda tolleftirlitsmanni farmskrár um allan þessar vörur, svo sem nánar er mælt fyrir í 84. og 35. gr., en farmskránum skal fylgja vottorð undirritað of skipstjóra, þess efnis, að skipið hafi ekki meðferðis aðrar vörur en þær, sem aðalfarmskrá skipsins greinir, svo og aðrar þær vöruskrár, sem hann samtímis afhendir tolleftirlitsmanninum. Í vottorðinu skal greina blaðsíðutal farmskrárinnar frá hverri höfn, ásamt heildarþunga eða rúmmáli þeirra vara, sem þar hafa verið fermdar.

Afhenda ber þrjú eintök of aðalfarmskránni (heildarfarmskránni). Eitt þeirra sendir tolleftirlitsmaður með fyrstu ferð til endurskoðunardeildar fjármálaráðuneytisins, öðru heldur hans eða ráðstafar á þann hátt, sem ráðuneytið ákveður.. Þriðja eintakið skal afhent skipstjóra aftur og fylgir það skipinu. Á þetta eintak færir skipstjóri jafnóðum þær vörur, sem affermdar eru á hverri höfn, og ber tolleftirlitsmanni að sjá um, að þetta sé framkvæmt: Á seinustu höfn, sem skipið affermir vörur, sem það hefur flutt frá útlöndum, skal skipstjóri afhenda tolleftirlitsmanni farmskráreintak þetta, en hann ráðstafar því samkvæmt fyrirmælum, sem ráðuneytið gefur.

Ef skip flytur frá útlöndum vörur til fyrstu tollafgreiðsluhafnar ber skipstjóra enn fremur að láta tollstjóra þar, eða umboðsmanni hans, í té útdrátt úr farmskránni um allan þær vörur, sem þar eru affermdar, ásamt vottorði um að á þeirri höfn verði ekki fluttar úr skipinu aðrar eða meiri vörur en þær, sem á skránni greinir. Ef skipstjóri er þess ekki fullviss við komu skips, hve miklar vörur-verða affermdar á þeirri höfn, getur hann skorazt undan að gefa vottorð um þetta atriði að svo stöddu, en jafnan skal hans hafa tilkynnt um affermingu vöru áður en hún er flutt úr skipi.

 

31. gr.

Skipstjóra ber. að afhenda tolleftirlitsmanni við komu skips öll tollafgreiðsluskjöl, sem hann hefur fengið við brottfararafgreiðslu í síðustu höfn, er hann lét úr erlendis, svo og önnur tollafgreiðsluskjöl, sem hann hefur fengið í erlendum höfnum í þeirri ferð, ef krafizt er. Skjöl þessi lætur tolleftirlitsmaður fylgja öðrum afgreiðsluskjölum skipsins, nema skipstjóri sýni fram á að hann þurfi á þeim að halda síðar, en þá skal hann fá tolleftirlitsmanni í hendur samrit þeirra, sem hans staðfestir og tolleftirlitsmaður gengur úr skugga um að sé rétt, með samanburði við frumskjalið. Geta tolleftirlitsmenn synjað skipi um afgreiðslu, sem ekki lætur skjöl þessi of hendi eða sýnir þau.


 

32. gr.

Þegar aðkomutollafgreiðslu skips er lokið geta tolleftirlitsmenn tekið í sínar vörzlur, ef þeir telja þess þörf, þjóðernis- og mælingarskírteini skips svo og skipshafnarskrána og önnur skjöl eftir því sem við á. Skjöl þessi er tolleftirlitsmönnum heimilt að varðveita þar til skip hefur lokið erindum í þeirri höfn, greitt öll lögboðin gjöld og uppfyllt aðrar lögboðnar skyldur, en að því loknu afhendi þeir skjöl þessi aftur til skipstjóra, en honum ber að vitja þeirra áður en skip leggur úr höfn.

 

33. gr.

Áður en skip leggur úr höfn þar sem það hefur fengið fyrstu afgreiðslu ber tolleftirlitsmanni þar á staðnum að gefa út og afhenda skipstjóra tollafgreiðsluskírteini. Skírteini þetta skal skipstjóri varðveita meðan skip er hér við land og sýna það tolleftirlitsmönnum hvenær sem krafizt er.

í tollafgreiðsluskírteini skal tolleftirlitsmaður votta, að viðkomandi skip hafi fengið fyrirskipaða aðkomutollafgreiðslu. Þar skulu einnig skráðar upplýsingar um farm skipsins, sem það flytur áfram til síðari hafna og hvers konar aðrar upplýsingar, sem máli skipta fyrir þá, sem síðar afgreiða skipið eða eiga að hafa eftirlit með því, svo sem um innsigli í skipi, vöruskrár, sem það hefur meðferðis, ef tollrannsókn við aðkomuafgreiðslu skips hefur verið eitthvað áfátt, en bæta má úr því á síðari höfnum, sem skipið tekur, o. s. frv.

 

VI. KAFLI

Vöruskrár aðkomuskipa, farþega- og skipverjaskrár.

34. gr.

Allar vörur, sem skip hefur meðferðis frá útlöndum, skulu, með þeim undantekningum, sem gerðar eru i 2. mgr. þessarar greinar, færðar á skrá, sem gerð er á þann hátt, sem mælt er fyrir í 35. grein. Skrá þessi nefnist í reglugerð þessari aðalvöruskrá eða farmskrá skips.

Ekki er nauðsynlegt, að skráð sé á farmskrá skips:

1. Vörur, sem ætlaðar eru skipinu sjálfu til notkunar, skipverjum eða farþegum til neyzlu í því, ef vörur þessar eiga ekki að flytjast hér úr skipinu og þær eru skráðar á skrár þær, sem um ræðir í 1. og 2. tölul. 36. gr.

2. Farangur og munir, sem farþegar hafa meðferðis og geyma í vistarverum sínum um borð, eða geymt er í sérstökum rúmum í skipinu, sem eingöngu eru notuð til geymslu á slíkum flutningi. Sé farþegaflutningur hins vegar geymdur í farmrúmi, á þilfari, eða með öðrum varningi annars staðar í skipinu, ber að færa hann á farmskrá skips, nema gerð hafi verið um hann sérstök skrá samkvæmt 4. tölul. 36. gr.

3. Hlutir, sem skipstjóri og aðrir skipverjar hafa í vistarverum sínum, fatapokum, skápum, skipskistum og öðrum slíkum geymslum, ef hlutir þessir eru skráðir á skrá þá, sem um ræðir í 3. tölul. 36. gr.

4. Íverufatnaður, ferðanauðsynjar og aðrir tollfrjálsir einkamunir þeirra, sem um ræðir í 2. og 3. tölul. hér að framan.

 

35. gr.

Sérstök farmskrá skal gerð um þær vörur, sem fermdar eru í skip á hverri höfn, og eiga að flytjast hingað til lands.

Á farmskrá frá hverri höfn skulu vörusendingar skráðar í óslitinni töluröð, og skal í sama númeri skrá allar þær vörur, sem eru á sama farmskírteini eða fylgibréfi. Um leið og farmskírteini eru gefin út skal skrá á þau farmskrárnúmerið.


Ef farmskírteini eru gefin út í fleiru en einu eintaki skal hvert eintak merkt með farmskrárnúmerinu. Á sama hátt skal merkja fylgibréf eða önnur skjöl, sem koma í stað farmskírteinis..

Ef farmskrá frá einhverri höfn er meira en eitt blað skulu þau heft saman og fest við þau yfirlitsskrá, er greinir fjölda farmskrárblaðanna til hverrar ákvörðunarhafnar ásamt númeratölu vörusendinganna, sem á þau eru skráð, og saman lagða þyngd þeirra eða rúmmál, ef vörumagnið er tilgreint í rúmmáli á farmskránni. Á yfirlitsskránni skal einnig greina útstrikanir og leiðréttingar, sem gerðar hafa verið á farmskránni eftir að hún var samin:

Farmskrár skulu vera vélritaðar eða greinilega skrifaðar svo auðvelt sé að lesa þær. Á þeim skal greinilega tilgreint um hverja vörusendingu fyrir sig: Sendandi og viðtakandi, heiti vörutegundar, stykkjatala, tegund umbúða, merki og númer, þungi, eða rúmmál, ef um trjávið er að ræða, og farmgjald.

Skipstjóri, eða afgreiðslumaður fyrir hans hönd, skal undirrita farmskrána ásamt yfirlýsingu um að hún telji altar þær vörur, sem fermdar hafi verið í skipið á viðkomandi höfn, og á farmskrá eiga að vera. Enn fremur skal skipstjóri eða afgreiðslumaður rita nafn sitt við leiðréttingar eða útstrikanir, sem gerðar hafa verið á farmskránni, nema þær séu taldar upp í yfirlitsskrá þeirri, sem í 3. mgr. getur. Nafnritun skipstjóra eða afgreiðslumanns á farmskrá skal staðfest of ræðismanni Íslands á fermingarstað, eða í nágrenni hans. Ef Ísland hefur ekki ræðismann í því landi þar sem vera er fermd, eða hann er búsettur svo tengt frá fermingarstað; að ekki verður náð til hans, nema tefja för skipsins verulega, má í stað hans láta tollyfirvöld á fermingarstaðnum staðfesta nafnritun á farmskrána.

Farmskrá skal; ásamt yfirlitsskrá þeirri, sem í 3. mgr. getur, gegnumdregin og innsigluð með innsigli ræðismanns eða tollyfirvalds, sem staðfest hefur undirskrift hennar.

Ef farmskrár eru á erlendum málum getur tolleftirlitsmaður krafizt þess of skipstjóra að þær séu þýddar á íslenzku of hæfum manni. Ef farmskrár eru á öðrum málum en íslenzku, dönsku, ensku, norsku, sænsku eða þýzku, getur tolleftirlitsmaður synjað um leyfi til affermingar fyrr en þær hafa verið þýddar á íslenzku.

Bannað er að strika út eða gera leiðréttingar á farmskrám eða útdráttum eftir að skip hefur fengið aðkomuafgreiðslu hér á landi, nema í samráði við tollstjóra eða umboðsmann hans.

Breytingar, aðrar en leiðréttingar, má ekki gera á farmskrá eftir að skip hefur fengið afgreiðslu hér á landi, nema með samþykki fjármálaráðuneytisins, nema breytingar þær, sem leiða of því, að vera er affermd á annari höfn en aðalfarmskrá greinir, sbr. næstu málsgrein.

Vörur skulu, eftir því sem við verður komið, skráðar á farmskrá til þeirrar hafnar þar sem þær eru fluttar úr skipi því, sem flytur þær til landsins. Óski skipstjóri eða útgerð skips að flytja vörur úr skipi á annarri höfn, er það því aðeins heimilt, að tollstjóra eða umboðsmanni hans á affermingarhöfninni sé tilkynnt um það fyrirfram og honum jafnframt afhentur útdráttur úr farmskránni um vöruna. Fara skal með slíka vöru að öllu leyti sem hún sé á farmskrá til þeirrar hafnar þar sem hún er flutt úr skipi.

Tollstjóra á affermingarhöfn ber þegar að tilkynna endurskoðunardeild fjármálaráðuneytisins um þær breytingar sem verða á aðalfarmskrá skips samkvæmt næstu málsgrein hér á undan.

 

36. gr.

Auk farmskrár skulu vera i aðkomuskipi eftirtaldar vöruskrár:

1. Skrá um nauðsynjavistir. Á hana skulu skráðar altar vörur, sem ætlaðar eru til neyzlu og notkunar skipverjum og farþegum í skipinu sjálfu.


2. Skrá um skipsnauðsynjar, aðrar en nauðsynjavistir. Á hans skulu skráðar allar vörur, sem ætlaðar eru skipinu í sambandi við siglingu þess og viðhald, t. d. vélanauðsynjar, málning, hreinlætisvörur, kaðlar, vírar o. s. frv. og tilgreint magn hverrar vörutegundar. Skipstjóra er heimilt að sameina skrár þær, sem ræðir um í 1: og 2. tölulið, í eins skrá, eða skipta skrá þeirri er um ræðir í 2. tölulið í tvennt, skrá um vélanauðsynjar og aðrar skipsnauðsynjar.

3. Skrá um skipverja og muni þeim tilheyrandi. Á þessa skrá skulu færð nöfn allra skipverja ásamt því, sem hver þeirra hefur meðferðis of áfengum drykkjum, öli og öðrum drykkjarvörum, tóbaksvörum, vindlingapappír, hárvötnum, andlitsvötnum, ilmvötnum, sælgæti, spilum, skotvopnum, skotfærum, útvarpstækjum, myndavélum, sjónaukum og öðrum slíkum munum svo og hvers konar varningur, sem er umfram íverufatnað og venjulega persónulega muni skipverja, enda séu munir þessir eða varningur ekki fært á aðalfarmskrá skipsins.

4. Skrá um farþegaflutning, sem geymdur er í farmrúmum skips eða öðrum geymslurúmum, eða á þilfari, og ekki er skráður á aðalfarmskrá skipsins. Á þessari skrá skal greina eiganda farangursins, ef unnt er, tölu, merki og tegund umbúða og innihald þeirra, ef við verður komið, svo og hver í skipi hvert stykki of farangrinum er geymt.

Skipstjóra ber að sjá um, að allan þær skrár, sem taldar eru í þessari grein, séu gerðar og telst vanræksla á því brot gegn reglugerð þessari. Honum ber að undirrita -skrár þær, sem um ræðir í 1., 2. og 4, tölulið hér að framan. Þó getur hann falið bryta að undirrita skrár um vistabirgðir skips og vélstjóra um vélanauðsynjar, og berg þeir þá ábyrgð á að þær skrár, sem þeir undirrita, séu réttar.

Hverjum skipverja ber að rita nafn sitt á skrá þá, sem getur í 3. tölulið til staðfestu því, að þar sé allt það talið, sem hann hefur meðferðis eða honum tilheyrir og á þeirri skrá á að vera. Jafnframt skal skipstjóri votta á skrána, að viðlagðri sektarábyrgð; að þar séu allir skipverjar taldir.

 

37. gr.

Nú eru í skipi vörur, aðrar en þær, sem greinir í 2. málsgr. 34. gr., sem ekki eiga að affermast úr því hér við land en eiga að fylgja því aftur til útlanda og skal þá vera sérstök skrá um þær vörur í minnst 2 eintökum, undirrituðum of skipstjóra.

 

38. gr.

Í öllum skipum, sem koma hingað til lands og flytja farþega, skulu vera skrár i minnst 3 eintökum um farþegana. Á farþegaskrá skulu greind nöfn farþega, kynferði, staða, heimilisfang, þjóðerni, hver þeir komu i skipið, til hvaða hafnar þeir ætla, á hvaða farrými þeir eru og i hvaða farklefa.

Skipstjóra ber að undirrita farþegaskrár og ábyrgist kann að þær séu réttar:

 

VII. KAFLI

Koma skipa frá innanlandahöfnum og afgreiðsla þeirra.

39. gr.

Þegar skip, sem er i utanlandsferðum, og fengið hefur fyrstu tollafgreiðslu, kemur síðar til hafnar hér á landi, til að afferma vörur eða setja í land farþega, ber skipstjóra að tilkynná tolleftirlitsmanni komu skipsins og má ekki hefja affermingu eða hleypa farþegum í land fyrr en tolleftirlitsmaður er kominn á vettvang og hefur gefið leyfi til þessa.


Ef afferma á úr skipinu vörur eða farangur, sem það hefur flutt hingað til lands, ber skipstjóra að-afhenda tolleftirlitsmanni farmskrá um þær vörur, ásamt vottorði sama konar og greinir í 5. málsgr. 30. gr.

Enn fremur skal afhenda skrá um farþegaflutning, sem afferma skal á þeirri höfn, ef svo stendur á sem í 4. tölulið 36. greinar segir. Ef skip hefur jafnframt meðferðis vörur, sem það hefur tekið á innanlandshöfnum, ber einnig að afhenda farmskrá um þær.

Þegar tolleftirlitsmaður hefur fengið í hendur skrár þær og vottorð, sem i 2. mgr. getur, ber honum að athuga tollafgreiðsluskírteini skipsins, sóttvarnarskírteini og innsiglisskrá. Þá ber honum að ganga úr skugga um, hvort innsigli eru heil og órofin. Að þessu loknu getur tolleftirlitsmaður leyft að afferming hefjist, enda sé fullnægt skilyrðum samkvæmt næsta kafla hér á eftir og að öðru leyfi farið eftir þeim reglur, sem tolleftirlitsmaður setur, til að tryggt sé eftirlit með affermingunni.

 

40. gr.

Tolleftirlitsmenn Beta jafnan, er þeir telja þess þörf, ákveðið, að skip, sem koma frá innanlandshöfnum eða of veiðum, hvort sem um er að ræða skip í utanlandsferðum eða ekki, skuli háð sömu reglum sem aðkomuskip, en -tolleftirlitsmenn skulu þá tilkynna skipstjóra, þegar er þeir koma á skipsfjöl, að framkvæma eigi eftirlit með skipinu á sama hátt sem um aðkomuskip væri . að ræða.

 

VIII. KAFLI

Afferming.

41. gr.

Með þeim undantekningum, sem taldar eru í 3. mgr., er óheimilt að flytja úr skipi ótollafgreiddan varning annars staðar en á tollhöfnum.

Skipi, sem hefur meðferðis vörur, sem það hefur flutt frá útlöndum, og einnig hefur tekið vörur til flutnings innanlands, er einnig óheimilt að afferma þær vörur annars staðar en á tollhöfnum, fyrr en allar þær vörur, sem það hafði meðferðis frá útlöndum, hafa verið a£fermdar. Leyfilegar nauðsynjavistir og annar leyfilegur skipsforði er hér ekki talið með.

Vörur þær, sem um ræðir í 1. mgr., má afferma utan tollhafna:

1. Ef skip er strandað eða statt í neyð, svo að afferming er nauðsynleg til bjargar skipi eða farmi.

2. Ef ráðuneytið leyfir affermingu eftir framkominni beiðni. Ef um stykkjavöru er að ræða skal slíkt leyfi ekki veitt nema sérstakar ástæður mæli með því. Nú flytur skip vörur, sem í 1. málsgrein greinir, og skal þá skipstjóri, ef vörurnar eru ekki tollafgreiddar jafnóðum og afferming fer fram, eða þegar teknar í vörzlur tollgæzlunnar, tilnefna afgreiðslumann á staðnum, er veiti vörunum viðtöku til geymslu og ábyrgist vörzlu þeirra og afhendingu gagnvart tollyfirvöldum. Afgreiðslumaður skal hafa tök á að varðveita vöru með þeim hætti, sem segir í næsta kafla hér á eftir.

 

42. gr.

Ekki. má byrja að afferma skip, sem hefur meðferðis vörur, sem það hefur flutt frá útlöndum, nema með leyfi tolleftirlitsmanns. Tolleftirlitsmönnum ber að fylgjast með affermingu eftir föngum, og er öllum hlutaðeigendum skylt að hlýða fyrirskipunum er lúta að því að gætt sé reglu og öryggis við affermingu. Sérstaklega skulu tolleftirlitsmenn gæta þess, að vörum sé aðeins komið fyrir til geymslu i húsum, eða öðrum geymslustóðum, sem til þess eru ætlaðir og viðurkenndir til þeirra nota, sbr. 9. kafla, og að öllum vörum; sem eru í skemmdum umbúðum, eða sem ástæða er annars til að ætla að séu skemmdar eða vanti i þær, sé komið fyrir á öruggum stöðum, enda skulu allar slíkar vörur rannsakaðar nákvæmlega svo skjótt sem kostur er á.

 

43. gr.

Afferming skal að jafnaði fara fram á þeim stað í höfn þar sem auðveldast er að koma við tolleftirliti. Skal þá einkum hafa í huga, að auðvelt sé að fylgjast með flutningi vörunnar frá skipshlið í vörugeymsluhús.

Tolleftirlitsmenn geta fyrirskipað, að skip sé látið liggja og að afferming fari fram á ákveðnum stað i höfn, sem hentastur þykir til tolleftirlits hverju sinni. Ákvörðun um affermingarstað og legustað skips skal tolleftirlitsmaður jafnan taka í samráði við hafnaryfirvöld.

 

44. gr.

Ef tolleftirlitsmaður tilkynnir skipstjóra eða þeim, sem kemur fram fyrir hans land, eða afgreiðslumanni, að vörur verði taldar úr skipi vegna tolleftirlits, má skipið hvorki afferma né ferma neinar vörur, nema tolleftirlitsmenn séu viðstaddir til að fylgjast með affermingunni eða fermingunni.

 

45. gr.

Þegar affermingu á hverri höfn er lokið ber skipstjóra að Beta þess á eintaki því of aðalfarmskrá skipsins, sem skipinu fylgir, hverjar vörur þar hafa verið affermdar. Enn fremur ber skipstjóra, ef tolleftirlitsmaður krefst þess, að láta honum í té eintak of skrám þeim, sem trúnaðarmenn skipstjóra eða afgreiðslumanns við affermingu hafa ritað um vörur þær, sem affermdar hafa verið úr skipinu.

Tolleftirlitsmanni ber, ef ástæður þykja til, að ganga frá innsiglum á farmrúmum skipsins, eða læsa þeim að. affermingu lokinni og láta þessa getið í tollafgreiðsluskírteini eða innsiglaskrá, ef hún hefur verið gerð.

 

IX. KAFLI

Afgreiðslur og vörugeymslur.

46. gr.

Skipstjórum og farstjórum annarra flutningatækja, sem flytja vörur frá útlöndum eða ótollafgreiddar vörur milli hafna innanlands, svo og afgreiðslumönnum þessara farartækja, er óheimilt að afhenda viðtakendum vörur þessar, nema með skriflegu samþykki tollstjóra, eða umboðsmanns hans, í því umdæmi þar sem varan er, þegar afhending fer fram,

 

47. gr.

" Á tollhöfnum, þar sem tollgæzlan hefur umráð vörugeymsluhúsa, Beta tolleftirlitsmenn jafnan ákveðið, að ótollafgreiddar vörur skuli fluttar beint úr flutningatæki í þessi vörugeymsluhús til Tannsóknar eða geymslu, þar til tollafgreiðsla þeirra fer fram.

 

48. gr.

Afgreiðslumenn farartækja; sem flytja vörur frá útlöndum eða ótollafgreiddar vörur milli hafna innanlands, skulu hafa til umráða næga geymslustaði fyrir slíkar vörur, þar sem þeim er haldið aðgreindum frá öðrum varningi.

Vörur, sem fluttar eru í lokuðum umbúðum eða of öðrum ástæðum þurfa sérstaks eftirlits eða rannsóknar við, skulu fluttar beint úr flutningatækjum í sérstök vörugeymsluhalds eða aðra geymslustaði, sem ráðuneytið hefur viðurkennt til þeirra nota i samráði'við viðkomandi tollstjóra. Slíkar geymslur má, er þurfa þykir, 41 setja undir 1ás og innsigli tollgæzlunnar. Ekki má flytja ótollafgreiddar vörur úr húsum þessum eða geymslustóðum, nema skriflegt leyfi tollstjóra eða umboðsmanns hans komi- til.

 

49. gr.

Vörugeymsluhús þau, sem um ræðir í 2. málsgr. 48. gr., skulu vera svo vönduð og traustbyggð, að allur algengur varningur sé þar vel varinn og geymdur. Þau skulu liggja svo vel við fermingu og affermingu, að auðvelt sé að hafa eftirlit með flutningi varnings milli skips og húss. Í húsum þessum skal ávallt greint á milli tollafgreiddrar og ótollafgreiddrar vöru með skilrúmi, svo að engin hætta sé á, að þeim verði blandað saman. Tollafgreidd telst vera í þessu sambandi, ef tollflokkun hennar og skoðun hefur farið fram; þótt aðflutningsgjöld of henni séu ógreidd.

 

50. gr.

Tolleftirlitsmenn skulu hafa óhindraðan aðgang að vörugeymsluhúsum, þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar, til hvers konar eftirlits og rannsóknar í sambandi við starf sitt. Þeim er og jafnan heimilt að innsigla slíka geymslustaði og setja lása sína, fyrir þá.

í vörugeymslum þar sem- geymdur er varningur i lokuðum umbúðum eða annar varningur, sem þarf sérstakrar rannsóknar við, skal afgreiðslumaður leggja tolleftirlitsmönnum til sérstaka skála, þar sem rannsókn og skoðun á vörum getur farið fram. Skoðunarskálar skulu þannig úr garði gerðir, að unnt sé að hita þá upp, að þar magi hafa næga birtu og auðvelt sé að halda þeim hreinum. Enn fremur skal svo um búið, að óviðkomandi aðilar eigi ekki aðgang að skoðunarskálunum, meðan skoðun - eða rannsókn vöru fer fram.

 

X. KAFLI

Flutningur á ótollafgreiddum varningi innanlands.

51. gr:

Ef vöru á að senda ótollafgreidda frá þeim stað þar sem hún var flutt úr farartæki því, sem flutti hana frá útlöndum, er það heimilt, ef fullnægt er skilyrðum þeim, sem hér fara á eftir, samanber þó 53. og 54. gr.

1. Varan sé send til tollhafnar.

2. Afgreiðslumaður skips þess, sem vöruna flutti frá útlöndum, eða ef kann er enginn á staðnum, skipstjóri, afhendi tollstjóra eða umboðsmanni hans, þar sem vera er flutt úr skipi, eintak of farmskírteini eða fylgibréfi, sem varan er send með áfram, eða eftirrit of því.

3. Eintakið of farmskírteininu eða fylgibréfinu, sem um ræðir undir 2, sé afhent tollstjóra eða umboðsmanni hans svo tímanlega, að fram geti farið skoðun og innsiglun vörunnar áður en hún er flutt um borð í skipið, sem flytja á vöruna til ákvörðunartollhafnarinnar.

4. Afgreiðslumaður sá, sem sendir vöruna áfram, eða skipstjóri, sendi með vörunni til afgreiðslumanns á ákvörðunarstað vörunnar, eða ef hann er enginn þar, afhendi farstjóra eintak of farmskírteini eða fylgibréfi yfir vöruna. eða eftirrit of því, með áritun um það, að ekki magi afhenda viðtakanda vöruna, nema með leyfi tollstjóra eða umboðsmanns hans á ákvörðunarstað vörunnar.

5. Að farmskírteinin eða fylgibréfin, sem gefin verði út fyrir vörunni, -séu með þeirri sérstöku gerð, að þau séu rauð að lit og beri greinilega með sér áritun um það, að varan sé ótollafgreidd og magi því ekki afhenda hana án leyfis viðkomandi tollstjóra eða umboðsmanna hans að viðlögðum sektum og ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda.

Farmskírteini það, eða fylgibréf eða farmskrárútdráttur, sem tollstjóra eða umboðsmanni tollstjóra á fermingarhöfninni er afhent samkvæmt 2. tölulið þess-; arar greinar, sendir hann áfram til tollstjóra eða umboðsmanns hans á affermingarhöfninni, ásamt tilkynningu um að aðflutningsgjöld of vörunni séu ógreidd og öðrum innflutningsskilyrðum eftir atvikum ófullnægt. Samrit of bréfi þessu sendir tollstjóri á sendingarstað endurskoðunardeild fjármálaráðuneytisins svo fljótt sem við. verður komið. Ráðuneytið ákveður nánar og lætur prenta form fyrir bréf þessi.

 

52. gr:

Ef svo stendur á, að vörur eru á aðalfarmskrá skips skráðar til annarar tollhafnar en þeirrar, þar sem þær fyrst eru fluttar úr skipi, sbr. 10. málsgr. 35. gr., má,, þegar þær eru fluttar áfram til ákvörðunarstaðar, nota farmskrá þá, sem fylgdi vörunum til landsins í stað farmskírteinis eða fylgibréf samkvæmt 2. tölulið 51, gr., en farmskráreintakið skal þá greinilega merkt fyrirvara þeim, sem í 5. tölulið greinir og að öðru leyfi skal fullnægt skilyrðum 51. gr.

 

53. gr.

Ef sérstaklega stendur á getur ráðuneytið mælt svo fyrir, að i stað þess að farið sé eftir reglum 51. gr.wm flutning á ótollafgreiddum vörum innanlandsmegi flytja slíkar vörur á þann hátt, að tolleftirlitsmenn á sendingarstað gefi út með vörunni sérstakt fylgibréf til tollstjóra eða tollgæzlu á ákvörðunarstað. Fylgibréf þetta skal fengið í- hendur farstjóra á farartæki því, sem flytur vöruna til ákvörðunarstaðar, og kvittar hann fyrir móttöku þess og vörunnar á samrit. fylgibréfsins. Vörur, sem fluttar eru á þennan hátt, má farstjóri aðeins afhenda tollstjóra, umboðsmanni hans eða tolleftirlitsmönnum á ákvörðunarstað, og ber farstjóri flutningatækisins ábyrgð á vörunni þar til hún er komin í hendur þessara aðila með sama hætti og segir í 46. gr.

Á fylgibréfi skal greinilega tekið fram um skyldu farstjóra. til að afhenda vöruna aðeins þeim aðilum, er getur hér að framan, og um viðurlög, sem við því liggja ef út of er brugðið. Að öðru leyfi ákveður ráðuneytið gerð þessara bréfa.

 

54. gr.

Ráðuneytið getur með bréf~t kveðið svo á; að ótollafgreiddar vörur, sem háaðflutningsgjöld hvíla á, eða of öðrum ástæðum þurfa sérstakrar gæzlu við, magi aðeins flytja með farartækjum; sem eru af sérstakri gerð eða með sérstökum útbúnaði, svo sem í lokuðum vögnum, sem tollgæzlan getur læst eða innsiglað, í sérstökum geymslum í farmrúmi skips o. s. frv.

Tollgæzlumenn geta jafnan sett innsigli sin á vörur, sem flytja á milli tollhafna; eða gert aðrar ráðstafanir til tryggingar gegn misferli í sambandi við flutninginn.

 

XI. KAFLI

Um skipsforða og eigur skipverja.

55. gr.

Við aðkomuafgreiðslu skips ber tolleftirlitamönnum að athuga gaumgæfilega skrár þær um skipsnauðsynjar og, nauðsynlegar vistir, sem getur í 1. og 2. tölulið 33. greinar og, ef ástæða þykir til, staðreyna með birgðakönnun, hvort þær séu réttar. Að þeirri rannsókn lokinni ákveða þeir um meðferð birgðanna, meðan skipið er hér við land

Við rannsókn á skipsbirgðum og birgðaskrám skal þess jafnan gætt, hvort þar séu munir eða varningur; sem algert innflutningsbann er á of sóttavarnarástæðum eða öðrum öryggisástæðum, eða munir, sem háðir eru sérstöku opinberu: eftirliti, svo sem lifandi dýr. Um slíka muni eða varning skal tolleftirlitsmaður gæta þeirra varúðar- og öryggisráðstafana, sem settar eru eða honum virðast nauðsynlegar. T. d. ber að hafa lifandi dýr lokuð inni eða hlekkjuð meðan skip er hér við land, og ávallt ber að vekja athygli skipstjórnarmanna á fyrirmælum, er gilds um muni, sem hætta er talin stafa af.

Allar birgðir skips og skipverja of tóbaksvörum, sem eru umfram leyfilegan neyzluforða samkvæmt 58. gr. ber þegar að setja undir innsigli. Sama gildir um áfengi samkvæmt því, sem nánar verður ákveðið í sérstakri reglugerð, svo og um skotvopn, sprengjur, skotfæri, ilmvötn og aðrar einkasöluvörur og sælgæti. Enn fremur ber jafnan að setja undir innsigli varning og muni, er skipverjar hafa meðferðis, sem eru umfram persónulegar þarfir þeirra og ekki eiga að flytjast úr skipi á afgreiðsluhöfninni. Um aðrar birgðir skips tekur tolleftirlitsmaður ákvörðun, hvort þær skuli vera áfram í skipi eða ekki. Yfirleitt ber að innsigla svo mikið, sem við verður komið of dýrum vörum eða vörum, sem há aðflutningsgjöld eru af, nema magn þeirra sé sýnilega ekki umfram- nauðsynjar til þeirrar ferðar skipsins.

 

56. gr.

Allar vörur og munir, sem sett er undir innsigli í vistageymslum og öðrum birgðageymslum skips, eða í sérstökum geymslum, ber að færa nákvæmlega á skrá, sem nefnist innsigliskrá skipsins. Tollgæzlumanni þeim, sem sér um innsiglun, ber að undirrita skrána og færa á hana tölu og lýsingu þeirra staða, sem innsiglaðir hafa verið, svo og auðkenni á innsiglistöng þeirri, sem notuð hefur verið. Innsigli þessi má enginn opna nema tolleftirlitsmaður.

Ef vörur eru látnar undan innsigli til notkunar um borð i skipi eða til flutnings úr skipi til tollafgreiðslu, skal tolleftirlitsmaður, sem fylgist með þessu, færa það á innsiglisskrána, sem út hefur verið látið, geta þess í hvaða skyni það var látið undan innsigli og einkennis á innsiglistöng þeirri, sem kann notaði til að innsigla geymslurúmið að nýju. Athugasemd þessa skal viðkomandi tollgæzlumaður undirrita. Við brottför úr seinustu höfn hérlendis ber að afhenda tolleftirlitsmanni þeim, sem veitir skipi brottfararafgreiðslu, innsiglisskrána og ber honum, ef því verður við komið, áð fullvissa sig um, að þær birgðir séu enn i skipinu, sem þar eiga að vera samkvæmt innsiglisskrá og öðrum g~ögnum, og skal tollvegabréf til útlanda að jafnaði ekki gefið út fyrr en slík rannsókn hefur farið fram.

Ef einhverjar þær vörur, sem eiga að vera undir innsigli samkvæmt innsigliskrá, hverfa úr skipi, án þess að gerð sé fullnægjandi grein fyrir því með áritun tollgæzlumanns á skrána, hvað of þeim hafi orðið, ber að kæra það athæfi til refsingar. Enn fremur ber að innheimta full aðflutningsgjöld of vörum þeim, sem horfið hafa, auk hæfilegs gjalds til viðkomandi einkasölu, ef um einkasöluvöru er að ræða.

 

57. gr.

Í sambandi við áhöld; innstæðumuni, birgðir og vistir skipa, sem koma frá útlöndum, og tollfrjálst er samkvæmt a- og b-liðum 2. gr. tollskrárlaganna, ber þess að gæta, að munir þessir og vörur séu ekki umfram það, sem hæfilegt má telja með tilliti til stærðar skips, ferðar þess og eftir öðrum atvikum. Það, sem umfram er sýnilegar nauðsynjar slíkra muna og vista, ber að flytja í land og greiða aðflutningsgjöld of því, eftir að innflutningsskilyrðum, svo sem veitingu innflutningsleyfa, hefur verið fullnægt.


Að öðru leyfi er það skilyrði fyrir tollfrelsi :muna þessara og birgða að þær séu áfram í skipinu meðan það er hér við land, nema það, sem notað er um borð í skipinu til nauðsynja þess og skipverjum eða farþegum til neyzlu í því.

Óheimilt er að gefa, selja eða láta á annan hátt of hendi tollfrjálsar birgðir skips, til brottflutnings úr skipi eða að flytja slíkar birgðir of skipsfjöl án löglegrar tollafgreiðslu.

 

58. gr.

Heimilt er tolleftirlitsmönnum að merkja með innsigli eða á annan auðkennilegan hátt skipsbúnað íslenzkra skipa eða muni, sem eru í eiga skipverja á íslenzkum skipum og þeir hafa um borð í skipunum, svo sem útvarpsviðtæki, sjónvarpstæki, ritvélar, hljóðritunartæki, sjónauka o. s. frv. Gera skal eigendum munanna aðvart, ef þeir hafa verið þannig auðkenndir, og enn fremur skal skipstjóra afhent skrá um þá muni, sem þannig hafa verið auðkenndir í skipi hans.

Skipstjóra ber að varðveita skrá þessa og sýna hana tolleftirlitsmönnum, þegar þess er krafizt. Hverfi munur úr skipi, sem þannig hefur verið auðkenndur, ber eiganda hans að greiða of honum full aðflutningsgjöld, auk einkasölugjalds, ef því er að skipta, nema hann geri fullnægjandi grein fyrir, að munurinn hafi fyrirfarizt eða verið fluttar úr skipi erlendis.

 

59. gr.

Við komu skips frá útlöndum er hverjum skipverja heimilt að halda utan innsiglis án greiðslu aðflutningsgjalda 400 stk. of vindlingum til eigin nota, eða tilsvarandi magn of öðru tóbaki, og reiknast í því sambandi hver vindlingur vega 1 gramm, smávindill 3 grömm og aðrir vindlar 6 grömm.

Ef skip, sem er í utanlandssiglingum, dvelur hér við land lengur en 5 daga samfleytt má gefa skipverjum undan innsigli 200 stk. of vindlingum eða tilsvarandi magn of öðru tóbaki til hverra 5 daga. Skipstjóri, yfirvélstjóri og bryti skulu, vegna risnu, fá tvöfaldan tóbaksskammt þann, sem að framan greinir.

Hverjum manni of áhöfn flugfars, -sem kemur hingað til lands frá útlöndum, er heimilt að taká með sér inn -í landið án greiðslu aðflutningsgjalda allt að 200 vindlingum eða tilsvarandi magn of öðru tóbaki samkvæmt 1, málsgrein. Engum er þó heimilt að flytja til landsins á þennan hátt meira magn tóbaks á mánuði en sem svarar 600 vindlingum. Ráðuneytið mælir nánar fyrir um, hvernig þessa skuli hætt.

 

60. gr.

Skip telst vera í utanlandssiglingum samkvæmt þessum kafla meðan það er hér við land og flytur til innlendra hafna vörur eða farþega, sem það hefur flutt hingað til lands frá útlöndum eða vörur eða farþega, sem það hefur tekið við hérlendis til flutnings til útlanda. Hefji skipið hins vegar flutninga á farþegum eða vörum eingöngu milli innanlandshafna, telst það stunda innanlandssiglingar.

 

61. gr.

Þegar utanlandssiglingu skips.lýkur ber því að greiða aðflutningsgjöld of vistabirgðum sínum og fullnægja - öðrum .innflutningsskilyrðum, og afhenda birgðir sínar of einkasöluvörum til tolleftirlitsins, sem skilar þeim til viðkomandi ríkiseinkasölu. Innlend fiskiskip teljast vera í utanlandssiglingum, meðan þau veiða afla, er þau síðan sigla með til útlanda, en er þau hefja veiðar, eða aðrar siglingar að nýju skal svo með farið, sem greinir hér á undan.


 

XII. KAFLI

Um farangur ferðamanna og um vistferlaflutnings

62. gr.

Hverjum farþega, sem kemur hingað frá útlöndum, ber ótilkvöddum- að framvísa fyrir tolleftirlitsmanni öllum þeim farangri, sem hann hefur meðferðis, nema farangurinn sé færður á farmskrá farartækis eða farþegaflutningsskrá, en þá gilda um tollafgreiðslu hans almennar reglur um tollmeðferð aðfluttra vara. Vanræksla á að framvísa slíkum farangri telst til brota á reglugerð þessari og 38. gr. laga nr. 68/1956, um tollheimtu og tolleftirlit.

Þegar farþegi hefur gefið sig fram við tolleftirlitsmann með farangur sinn, ber tolleftirlitsmanni að finna hann eftir, hvort hann hafi meðferðis nokkrar tollskyldar vörur, eða vörur, sem innflutningsbann er á. Svari farþegi því játandi skal hann krafinn nákvæmra upplýsinga um tegund og magn þeirra vara. Að fenginni yfirlýsingu farþega um framangreind atriði getur tolleftirlitsmaður krafizt þess, að farþegi opni ferðatöskur sínar og aðrar lokaðar umbúðir, sem hann hefur meðferðis, og sýni nákvæmlega innihald, þeirra.

 

63. gr.

Tollfrjáls er notaður fatnaður og aðrir gripir, sem telja má eðlilegar ferðanauðsynjar farþega, sem koma hingað frá útlöndum, ef munir þessir eru ekki umfram það, sem að mati tolleftirlitsmanna er hæfilegt, miðað við persónulegar ástæður farþegans, lengd ferðalagsins og hvernig því að öðru leyfi er háttað. Við mat á þessu skal það m. a. tekið til greina, hvort viðkomandi farþegi er búsettur hérlendis eða erlendis og hvort hann kemur hingað einungis til skammrar dvalar eða er að flytjast búferlum um lengri óákveðinn tíma.

Ef um er að ræða mann búsettan hérlendis, sem dvalið hefur í útlöndum, eru yfirleitt allir munir, sem hann hefur meðferðis frá útlöndum tollskyldir, nema venjulegar notaðar ferðanauðsynjar, sem teljast verða hæfilegar miðað við ferðalag það, sem kann hefur verið í.

Hvers konar tæki og áhöld, svo sem útvarpstæki, grammófónar, ritvélar, hljóðritunartæki, veiðistengur, reiðhjól og annað því líkt, sem slíkir farþegar hafa meðferðis, skal talið tollskylt, nema viðkomandi farþegi sýni fram á að hans hafi haft það með sér héðan til útlanda.

Farþegar, sem búsettir eru erlendis; og koma hingað, til stuttrar dvalar og hafa með sér tæki eða áhöld slík, sem greinir í næstu málsgrein hér á undan, þurfa ekki að greiða toll of þeim tækjum eða áhöldum, ef þeir hafa þau með sér aftur til útlanda, er þeir hverfa úr landi. Má heimta of þessum ferðamönnum skriflega yfirlýsingu um, að þeir ætli sér að flytja muni þessa úr landi, og getur ráðuneytið gefið út fyrirmæli um form slíkrar yfirlýsingar, svo og reglur um, hvernig hagað skuli eftirliti með því að henni sé framfylgt. Hafi farþegar, sem ætla að dvelja hér um stundartakir, með sér heimilismuni, áhöld eða tæki, sem umfram eru venjulegar ferðanauðsynjar, en ætlaðir eru til persónulegra nota fyrir hann eða fjölskyldu hans, meðan hann dvelur hér á landi, getur kann, í. stað þess að greiða aðflutningsgjöld of munum þessum, sett peningatryggingu, sem gjöldunum nemur, hjá viðkomandi tollstjóra. Trygging þessi stendur meðan viðkomandi ferðamaður dvelur hérlendis, þó aldrei lengur en 1 ár, og endurgreiðist þegar lagt er fram vottorð tolleftirlitsmanns um, að munirnir hafi verið fluttir úr landi eða að þeir hafi verið afhentir til flutnings úr landi með farartæki, sem stundar utanlandsferðir, og settir á útflutningsfarmskrá þess farartækis.

Ef viðkomandi ferðamaður dvelur hér meira en 1 ár frá því, að hann flutti inn muni þá eða tæki, sem hér um ræðir, ber honum annaðhvort að greiða of þeim aðflutningsgjöld og fullnægja öðrum aðflutningsskilyrðum, eða. ef skilyrði eru til þess, tollafgreiða þau sem vistferlaflutning- samkvæmt 64. grein.

Um bifreiðar og bifhjól ferðamanna gilds sérreglur, samkvæmt b: 1ið 3. greinar tollskrárlaganna.

 

64. gr.

Undanþegnir greiðslu aðflutningsgjalda eru notaðir heimilismunir manna, sem flytja hingað til lands vistferlum til búsetu um langan óákveðinn tíma, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:

1. Að viðkomandi hafi verið fast búsettur erlendis- a. m. k. næstu 12 mánuði áður en hann flytur hingað.

2. Að hann hafi muni þessa með sér, er hann flytur hingað til.lands, eða flytji þá hingað eigi siðar en 6 mánuðum eftir að hann tók hér bólfestu. Ráðuneytið getur gefið undanþágu frá þessu ákvæði, ef sérstaklega stendur á, svo sem ef dvöl manns hér hefur í upphafi verið ákveðin einungis til skamms tíma en framlengist síðar til varanlegrar búsetu.

3. Að munirnir hafi verið í eiga viðkomandi manns erlendis eigi skemur en eitt ár og notaðir á heimili hans þann tíma.

4. Að munirnir beri þess greinileg merki, að þeir séu notaðir.

5. Að viðkomandi gefi við tollafgreiðslu munanna skriflega yfirlýsingu um, að skilyrðum samkvæmt 1.-4. tölulið sé fullnægt og þeir séu fluttir inn eingöngu til afnota á heimili hans hérlendis.

Ef ástæða þykir til Beta tolleftirlitsmenn krafizt skilríkja um atriði, þau, sem greinir í 1.-3. tölulið hér á undan, svo og um búsetuheimild innflytjandans hér, um fjölskyldu. hans .og atvinnu og annað, sem máli getur skipt um það, hvort skilyrðunum um tollfrjálsan vistferlaflutning er fullnægt.

 

XIII. KAFLI

Um aðflutningsskýrslur, gjalddaga og fullaustu aðflutningsgjalda.

65. gr:

Áður .en viðtakandi vitjar aðfluttrar vöru, skal hann afhenda tollstjóra eða umboðsmanni hans skýrslu um vöruna. Skýrsla þessi skal greina; hvenær og með hvaða skipi varan var innflutt, tegund hennar, magn og verð, sem aðflutningsgjöld eru ákveðin eftir, tegund, tölu, merki og númer umbúða, "sem varan var flutt í til landsins, þyngd vöru með umbúðum, og önnur atriði, sem ráðuneytið ákveður, og tolleftirlitið . eða tollheimtan þarf að fá upplýsingar um. Ráðuneytið ákveður form aðflutningsskýrslunnar.

 

66. gr.

Til staðfestingar verði, vörutegund, vörumagni og öðrum atriðum, sem greina ber í aðflutningsskýrslu, ber viðtakanda að leggja fram með skýrslunni innkaupsreikninga, farmskírteini eða fylgibréf, kostnaðarreikninga og önnur skjöl, sem við koma innfluttri vöru- og þýðingu hafa um ákvörðun aðflutningsgjalda of henni.

 

67. gr.

Aðflutningskýrslur og önnur skjöl um aðfluttar vörur ber að afhenda tollstjóra eða umboðsmanni hans á tollhöfn, þar sem vara er, þegar tollafgreiðslu er beiðst..Þar skal og greiða aðflutningsgjöld of vörunni og fullnægja öðrum innflutningsskilyrðum, nema viðkomandi tollstjóri samþykki annað.


 

68. gr.

Aðflutningsgjöld falls i gjalddaga, þegar skip það, sem vörurnar flytur hefur hafnað sig, þar sem gjöldin eiga að greiðast. Greiða skal í einu lagi aðflutningsgjöld af vörum, sem skráðar eru í sama farmskrárnúmeri.

 

69. gr.

Hinar aðflutningsskyldu vörur skulu vera að veði fyrir aðflutningsgjöldum, sektum og málskostnaði, og hefur eigandi ekki .rétt til að ráða yfir þeim fyrr en gjöld þessi og kostnaður hefur verið greitt. Veðrétturinn helzt eins, þótt vörurnar hafi verið afhentar viðtakanda. Séu skil ekki gerð, hefur tollstjóri vald til að selja vörurnar án undanfarins lögtaks eða fjárnáms til lúkningar gjöldum þeim, sektum og málskostnaði, er á vörunum hvíla. Uppboð skal boðað með viku fyrirvara, og má tollstjóri eða umboðsmaður hans krefjast greiðslu við hamarshögg. Náist ekki til vöru þeirrar, sem aðflutningsgjöldin hvíla á, eða andvirði hennar hrekkur ekki til, má þá gera lögtak fyrir gjöldunum, eða eftirstöðvum þeirra, í öðrum eignum viðtakanda og selja hið lögtekna á sama hátt sem að framan greinir:

Nú hefur vera verið afhent viðtakanda án þess að aðflutningsgjöld hafi verið greidd of henni eða gjöldin hafa ekki verið greidd að fullu, getur tollstjóri þá neitað þeim, sem ábyrgð ber á greiðslu gjaldanna, um tollafgreiðslu á öðrum vörum þar til skil eru gerð.

 

XIV. KAFLI

Um skemmdir á aðfluttum vörum og uppboðssölu sjóskemmdra vara

70. gr.

Hafi aðflutningsgjaldskyld vera ónýtzt á leið hingað til lands eða við uppskipun, skal ekki greiða aðflutningsgjöld of henni, ef viðtakandi sannar með vottorði tolleftirlitsmanns, að farmskrá skips telji meira en viðtakandi fær, enda skal jafnan kveðja tolleftirlitsmann til þegar það kemur í ljós, að vera hefur ónýtzt á leið hingað til lands eða við uppskipun.

 

71. gr.

Séu seldar á uppboði sjóskemmdar vörur sem vörumagnstollur hvílir á, skal greiða þann toll fyrirfram of uppboðsandvirðinu, og fáist ekki það boð, sem gjaldinu nemur, gengur uppboðsandvirðið allt í ríkissjóð, að kostnaði frádregnum. Séu hins vegar seldar á uppboði vörur, sem verðtollur hvílir á, telst söluverðið sannvirði, og greiðist verðtollurinn of uppboðsandvirðinu með forgangsrétti næst á eftir uppboðsandvirðinu.

 

XV. KAFLI

Endursending vara.

72. gr.

Ef vera, sem aðflutningsgjöld hafa verið greidd af, er endursend ónotuð í því ástandi, er hún var í, þegar hún var flutt hingað til lands, getur sá, er endursendir vöruna, fengið skírteini þar að lútandi hjá tollstjóra, sem innheimt hefur .aðflutningsgjöld of vörunni. Ef hann síðar skilar því skírteini aftur, með áritun útlendrar tollstjórnar um það, að vera sú, sem um ræðir í skírteininu, sé þangað innflutt, endurgreiðir fjármálaráðuneytið honum aðflutningsgjöldin, að 2% frádregnum.

Þó eru ekki endurgreidd aðflutningsgjöld, ef lengri tími en eitt ár líður frá því, .að varan var flutt hingað til lands, þar til hún er endursend úr landinu.


Nú er vara, sem ekki hefur verið vitjað, viðtakandi hefur ekki fundizt að eða neitað hefur verið viðtöku á, endursend innan árs frá því hún vár flutt hingað til lands, og endursending vörunnar fer fram undir umsjón tolleftirlitsmanns, sem gefur út skírteini.þar að lútandi, sem fylgir vörunni til útlanda, þá eru ekki heimt of henni aðflutningsgjöld, ef sá, sem endursendi vöruna, afhendir framangreint skírteini tolleftirlitsmanni þeim, er gaf það út, með áritun útlendrar tollstjórnar um það, að vera sú, sem í skírteininu greinir, sé þangað innflutt. Nú afhendir sá, sem endursendir vöruna, ekki tolleftirlitsmanni innan hæfilegs tíma, sem tolleftirlitsmaður tiltók, skírteinið, svo útbúið sem að framan greinir, og ber endursendanda þá að greiða aðflutningsgjöld of vörunni, sem tolleftirlitsmaður ákvað;. áður en kann gaf skírteinið út.

 

XVI. KAFLI

Útflutningaskýrslur og önnur skjöl, sem við koma útfluttri vöru.

73. gr.

Allir, sem ætla að flytja til útlanda vörur, skulu afhenda tollstjóra eða umboðsmanni hans skýrslu um vörur þessar.

Skýrsla þessi skal tilgreina hvenær og með hvaða skipi varan verður útflutt; landið, sem varan á að flytjast til, tegund og magn hennar, og ef varan er í umbúðum, tegund, tölu, merki og númer þeirra, þyngd vöru með umbúðum, söluverð, ef selt er, annars fob. gangverð, og önnur atriði, sem tollheimtan og tolleftirlitið þarf að fá vitneskju um og eyðublöð þau greina, sem gerð verða til afnota undir útflutningsskýrslur.

Eigi þarf að gefa útflutningskýrslur um vörur, sem skip tekur héðan úr landi og ætlaðar eru til notkunar i sambandi við siglingu þess, skipverjum eða farþegum til neyzlu. í því, nema svo beri undir, sem Bert er ráð fyrir í 1. mgr. 78. gr.

Þá þarf ekki að gefa útflutningsskýrslur um venjulegan farangur farþega, nema svo beri undir, sem Bert er ráð fyrir í 2. mgr. 78. gr., en með venjulegum farangri farþega er átt við fatnað og aðrar nauðsynjar, sem farþegarnir hafa með sér til eigin nota á ferðalaginu.

Enn fremur þarf ekki að gefa útflutningsskýrslur um venjulegan farangur skipverja, nema svo beri undir, sem Bert er ráð fyrir i 2. mgr. 78. gr., en með orðunum venjulegur farangur skipverja er átt við fatnað og aðrar nauðsynjar, sem heyra til skipverjum og farangur þessi sé til eigin nota skipverjanna á skipinu.

 

74. gr.

Útflytjendur eru skyldir til að leggja fram fyrir tolleftirlitsmenn farmskírteini, fylgibréf reikninga, sem fylgja vörum til útlanda og önnur skjöl og skilríki, sem tolleftirlitsmenn þurfa að sjá. vegna eftirlits og starfa sinna.

 

75. gr.

Afhenda ber útflutningsskýrslur og önnur skjöl um útflutningsvörur og greiða útflutningsgjöld tollstjóra eða umboðsmanns hans á þeirri tollhöfn, sem vörurnar fara um borð i skipið, er á að flytja þær til útlanda.

Heimilt er þó, ef vörur eru fluttar milli tollhafna til umskipunar í útflutningsskip, að afhenda útflutningsskýrslur og skjöl, greiða útflutningsgjöld og fullnægja öðrum skilyrðum fyrir útflutningi varanna fyrir tollstjóra eða umboðsmanni hans á þeirri tollhöfn; sein vörurnar fara um borð i skipið, sem flytur þær til þeirrar tollhafnar, sem þær eiga að koma á vöruskrár, en vörum þessum skal fylgja vottorð frá tollstjóra eða umboðsmanni hans á- þeim stað, sem gerð voru skil á útflutningsskýrslum, útflutningsskjölum og útflutningsgjöldum, um það, að fullnægt sé þeim fyrirmælum, sem lög áskilja fyrir því, að flytja megi vörurnar til útlanda.

 

76. gr.

Skýrslu um söluverð afla íslenzkra veiðiskipa, sem flytja sjálf út eigin veiði til sölu á erlendum markaði, skal skipstjóri gefa á fyrstu tollhöfn, sem skipið tekur hér á landi á leið sinni frá útlöndum, eða ef skipið tekur ekki höfn, áður en það flytur aftur afla til sölu á erlendum markaði, þegar það næst leitar tollhafnar .hér á landi. Hafni skipið sig ekki fyrst á þeirri tollhöfn, sem það er skrásett og útgerð skips er, ber að senda skýrslu þessa tollstjóra þar.

 

77. gr.

Afhenda ber útflutningsskýrslur, útflutningsskjöl og fullnægja öðrum skilyrðum fyrir útflutningi fyrir tollstjóra eða umboðsmanni hans svo tímanlega, áður en vörurnar eða farangurinn er fluttur um borð í skipið, sem á að flytja þær til útlanda, að fram geti farið skoðun á vörunum.

Þegar vörur eða farangur er fluttur milli tollhafna til umskipunar, ber að afhenda útflutningsskýrslur, útflutningsskjöl og fullnægja öðrum skilyrðum fyrir útflutningi svo tímanlega fyrir tollstjóra eða umboðsmanni hans á þeirri höfn, sem varan fer um borð í skipið, sem flytur vöruna til þeirrar hafnar, sem umskipun á að eiga sér stað, að fram geti farið skoðun á vörunum, áður en vörurnar eru fluttar um borð.

Tollstjórum, hverjum fyrir sitt umdæmi, er heimilt að veita undanþágu frá fyrirmælum 1. og 2. mgr., ef sérstaklega stendur á, svo sem ef um vörur er að ræða, sem hafa verið metnar of lögskipuðum matsmönnum.

Slíkar -undanþáguveitingar eru þó bundnar því skilyrði, að skipstjórar eða afgreiðslumenn eru skyldir til að afferma vörur aftur, ef tollgæzlumaður álítur það nauðsynlegt, vegna skoðunar varanna, ákvörðunar útflutningsgjaldá eða ákvörðunar á verðmæti varanna:

 

78. gr.

Ráðuneytinu er heimilt að mæla svo fyrir, að öllum vörum, sem flytja á um borð í skip, sem ætlar til útlanda eða er i utanlandssiglingum, og eru ætlaðar skipinu sjálfu, skipverjum eða farþegum til neyzlu eða notkunar í því, skuli framvísað, þær skoðaðar og um þær gefnar skýrslur í tollbúð eða á öðrum stað, sem tolleftirlit er framkvæmt á, áður en vörurnar eru fluttar um borð í skipið.

Þá getúr ráðuneytið mælt svo fyrir, að öllum farþega- og skipverjafarangri skuli framvísað, hann skoðaður og um hann gefnar skýrslur, ef ástæða þykir til, i tollbúð eða á öðrum stað, þar sem tolleftirlit er framkvæmt, áður en vörur þessar eru fluttar um borð i skipið.

Annars er skylt að framvísa fyrir tolleftirlitsmönnum vörm þeim og farangri, sem um ræðir í 73. gr. og í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, hvenær sem þeir óska og hvort sem vörurnar eða farangurinn hefur verið fluttur um borð í skipið eða ekki.

Fyrirmæli þau, sem ráðuneytið kann að gefa samkvæmt 1, og 2. mgr., skulu birt í blöðum eða með öðrum álíka almennum hætti, svo og í B-deild stjórnartíðindanna.          

 

79. gr.

Sá - farmflytjandi, sendandi, skipverji, farþegi. eða annar -, sem flytur um borð vörur eða farangur, sem gefa ber útflutningsskýrslur um, áður en vörurnar eru fluttar um borð, hefur gerzt brotlegur við 40. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit.


Vanræksla á að leggja fram skjöl þau, sem um ræðir í 74. gr: eða það, að 1ögð             eru fram skjöl, þar sem rangt er skýrt frá um vörur eða verð vera, telst til brota á reglugerð þessari.

 

XVII. KAFLI

Ferming.

80. gr.

Aðeins á tollhöfnum er heimilt að flytja i skip vörur - þar með taldar vörur til skipsþarfa, farangur, fiskafli og önnur veiði -, sem það -skip á að flytja til útlanda, en ekki á öðrum höfnum, nema með leyfi tollstjóra, sem i hlut á.

Einnig er óheimilt utan tollhafna að ferma í skip vörur, sem flytja á til innanlandshafna, ef. í skipið hafa verið fermdar vörur, sem það á að flytja til útlanda, eða ef í skipinu eru óaffermdar vörur, sem það hefur flutt hingað til lands, nema með leyfi tolleftirlitsmanns.

 

81. gr.

Skipstjórar eða afgreiðslumenn skipa mega ekki byrja að ferma í skip vörur, sem það á að flytja til útlanda, fyrr en þeir hafa tilkynnt tollgæzlumanni um ferminguna, hver og hvenær hún eigi að fara fram og í aðalatriðum, hvað eigi að ferma.

 

82. gr.

Nú eru vörur afhentar skipstjóra eða afgreiðslumanni til fermingar og út flutnings, og mega þessir menn eða starfsmenn þeirra ekki flytja vörurnar um  borð, fyrr en .þeir hafa sannfært sig um, að tollstjóra eða umboðsmanni hans hafi verið afhentar útflutningsskýrslur, og að fyrir þeim hafi verið fullnægt öðrum skilyrðum, sem lög áskilja fyrir því, að flytja megi vörur til útlanda. Tollstjórum, hverjum fyrir sitt umdæmi, er heimilt að veita undanþágu frá fyrirmælum 1. mgr., ef sérstaklega stendur á, svo sem ef um er að ræða vörur, sem fyrir. hafa verið metnar of lögskipuðum matsmönnum.

Slíkar undanþáguveitingar eru bundnar sams . konar skilyrði og um ræðir i 4. mgr. 77. gr.

 

83. gr.

Ef fermdar hafa verið í skip vörur, sem það á að flytja til útlanda, má ekki flytja vörur þessar úr skipi hér á landi, nema með leyfi tolleftirlitsmanns.

 

84. gr.

Tollgæzlumenn Beta fyrirskipað, að ferming fari fram á tilteknum stöðum, sem þeir vísa á.

 

85. gr.

Ef tolleftirlitsmaður tilkynnir skipstjóra eða þeim; sem er fyrir hans hönd, eða öðrum, sem standa fyrir fermingu, að kann eða starfsmenn hans ætli að telja vörur i skip, má ekki ferma vörur í skip eða afferma vörur úr skipi, nema tollgæzlumenn séu viðstaddir til að fylgjast með fermingunni eða affermingunni.

Annars skulu hlutaðeigendur skyldir til að hlýða fyrirskipunum tolleftirlitsmanna um það, að við fermingu sé gætt reglu og öryggis.


 

XVIII. KAFLI

Farmskrár og aðrar skrár. útflutningaskipa.

86. gr.

Skipstjórar skulu gera farmskrá í minnst 4 samritum yfir altar þær vörur, sem skip tekur til útflutnings frá hverri höfn.

Ónauðsynlegt er, að settar séu á útflutningsfarmskrár vörur, sem skip tekur hér og ætlaðar eru útflutningsskipinu sjálfu til notkunar, skipverjum eða farþegum til neyzlu eða notkunar í því, enda séu vörur þessar ekki umfram það, sem almennt tíðkast; og þær skráðar á skrá þá, sem um ræðir í 87. gr. Þá þarf ekki að skrá á farmskrá hluti, sem farþegar, sem verða með skipinu, hafa meðferðis í ferðatöskum eða umbúðum, þar sem föt þeirra eru geymd og venjulega er ekki heimt sérstakt flutningsgjald fyrir, en séu töskur þessar, umbúðir eða því líkt ekki skráð á farmskrána, en hins vegar i geymslu í lestarrúmum skipsins, öðrum sérstökum geymslum þess eða til geymslu á þilfari, ber að skrá það á farangursskrá þá, sem um ræðir í 88. gr. Enn fremur er ónauðsynlegt, að skráðir séu á farmskrána hlutir, sem skipverjar - skipstjóri talinn með - hafa í fatapokum sínum, töskum eða umbúðum, þar sem þeir geyma föt sín og ekki er venjulega heimt flutningsgjald fyrir; en ef skipverjar koma töskum þessum, pokum eða þvílíku til geymslu í lestarrúmum skipsins, öðrum sérstökum geymslum þess eða til geymslu á þilfari, ber að skrá þá á farangursskrá þá, sem um ræðir í 88. gr.

Farmskrár frá hverri höfn skulu vélritaðar eða greinilega skrifaðar, svo að auðvelt sé að lesa þær. Á þeim sé greinilega tilgreindur fermingarstaður vörusendingar, stykkjatala, merki og númer hverrar vörusendingar, sendandi og viðtakandi, heiti og þungi hverrar vörusendingar, svo og flutningsgjald og affermingarstaður vörusendingar.

Vörusendingar frá hverri höfn skulu tilfærðar á skrám og útdráttum í óslitinni töluröð en í sama númeri skal skrá vörur, sem eru á sama farmskírteini eða fylgibréfi. Um leið og skipstjóri eða afgreiðslumaður tekur við skilríkjum, sem sýna, að útflytja megi vörur vegna tollstjóra eða umboðsmanns hans, skal skrá farmskrárnúmerið á skilríki þessi.

Vörur skulu settar á farmskrá frá þeirri höfn, sem þær fara um borð í skipið, sem flytur þær til útlanda.

Farmskrár þær, sem afhenda ber á hverri höfn, skulu vera undirritaðar of skipstjóra og afgreiðslumanni skips, ef hann er þar á staðnum, og heftar saman, ef þær eru fleiri en eitt blað.

Eintak of farmskrám yfir vörur, sem skip tekur á hverri höfn, skal vera í því, þar til það leggur úr síðustu höfn hér á landi, en tolleftirlitsmenn hafa ávallt aðgang að farmskrám.

Allar útstrikanir og leiðréttingar á farmskrám skulu vera staðfestar of skipstjóra með áritun á farmskrárnar. Ef því verður ekki við komið, skal fylgja farmskrám sérstakt vottorð skipstjóra um leiðréttingarnar og útstrikanirnar.

Það er bannað að gera leiðréttingar á farmskrám, sem fylgja skipi, nema i samráði við tollstjóra eða umboðsmann . hans á þeirri höfn, þar sem vörurnar komu á farmskrá og skráin var afhent.

Ef vörusending er skráð á farmskrá að vera "in disput" eða með öðrum sams konar fyrirvara, losnar skipstjóri ekki undan ábyrgð, ef vörusendingin er ekki með skipinu.

 

87. gr.

Skipstjórar erlendra skipa og íslenzkra skipa, sem eru í utanlandssiglingum, skulu gera tvíritaða skrá yfir þær vörur, sem teknar eru á hverri höfn skipinu sjálfu til notkunar, skipverjum eða farþegum til neyzlu eða notkunar í skipinu.

Skrá þessi skal tilgreina tölu, magn og tegund varanna, eða ef þær eru í umbúðum, tegund, tölu, merki og númer þeirra.

Skipstjóra ber að undirrita skrá þessa, og telst það til brota of hálfu skipstjóra, ef þær reynast ranger.

Annað eintakið of skránni yfir vörur, sem teknar eru í hverri höfn, skal vera í skipi, þar til er það leggur úr síðustu höfn, en tolleftirlitsmenn hafa jafnan aðgang að þessum skrám.

 

88. gr.

Skipstjóra ber að gera tvíritaða skrá yfir allan þann farangur, sem farþegum skipsins og skipverjum tilheyrir og tekinn hefur verið til geymslu á hverri höfn í lestar, aðrar sérstakar geymslur skipsins eða á þilfari og þar á að vera í skipinu til útlanda; enda sé farangur þessi ekki skráður á farmskrá skipsins.

Á skrá þessari skal tilgreina tölu, merki og tegund umbúða, innihald þeirra, ef við verður komið, nafn þess, sem umbúðirnar eða þvílíkt tilheyrir, í hvaða lest, geymslu eða hver á þilfari þessi flutningur er.

Skipstjóra ber að undirrita og hefta saman, ef fleiri en eitt blað eru, skrá þessa, og er það brot of hans hálfu, ef hún reynist röng.

Annað eintakið of skránni yfir farangur, sem tekinn er á hverri höfn, skal vera í skipi, þar til það leggur úr síðustu höfn hér á landi, en tolleftirlitsmenn hafa jafnan aðgang að skránum.

 

89. gr.

Skipstjórar skipa, sem taka hér á landi vörur til innanlandshafna og í eru vörur, sem það skip hefur flutt hingað til lands, eða vörur, sem það skip á að flytja til útlanda, eða í verða fermdar vörur til útflutnings, áður en allur innanlandsflutningurinn er fluttur úr skipinu, skulu gera tvíritaðar skrár yfir vörurnar, sem skipið á að flytja til innanlandshafnanna. Skulu skrár þessar greina sömu atriði og farmskrár um útflutningsvörur og vera undirritaðar of skipstjóra og heftar saman, ef fleiri en eitt blað eru,, og er það brot of hans hálfu, ef þær reynast rangar, en tolleftirlitsmenn skulu jafnan eiga aðgang að þessum skrám.

Annað eintakið of skránni yfir vörur, sem skip tekur til innanlandshafna, skal vera i skipinu, þar til altar þær vörur, sem á skránni eru, hafa verið fluttar úr því.

 

90. gr.

Skipstjórar skipa þeirra, sem um ræðir i 89. gr., skulu gera tvíritaða skrá yfir farangur, sem tilheyrir farþegum skipsins og skipverjum og tekinn er til flutnings í lestum skipsins, öðrum sérstökum geymslum þess eða á þilfari.

Skrá þessi skal tilgreina sömu atriði sem skrár yfir farangur, sem verður í lestum, öðrum geymslum eða á þilfari til útlanda, sbr. 88. gr., og skal hún undirrituð of skipstjóra og samheft, ef hún er fleiri en eitt blað, en ef hún reynist röng, er það brot of hálfu skipstjóra. Tolleftirlitsmenn skulu jafnan eiga aðgang að þessum skrám.

Annað eintakið of skránni yfir farangur til innanlandshafna, sem er í lestum, öðrum sérstökum geymslum eða á þilfari skipsins, skal vera í því, þar til er allur slíkur farangur hefur verið fluttur úr því.

 

91. gr.

Hvenær sem tolleftirlitsmenn þurfa, skulu skipstjórar skipa, sem eru í innanlandssiglingum, skyldir til að láta tolleftirlitsmönnum í té skrá yfir skipverja og .farþega í skipi:


Öll, skip, sem ætla að flytja héðan farþega til útlanda, skulu hafa skrá yfir 41 þessa farþega, en skrá þessi skal tilgreina sömu atriði og farþegaskrár aðkomuskip, sbr. 38. gr.

Ef tolleftirlitsmenn óska, skulu skipstjórar skipa, sem ætla til útlanda, láta I þeim í té eftirrit of skipshafnarskrá.

 

XIX. KAFLI

Brottför skipa.

92. gr.

Áður en skip lætur úr höfn ber skipstjóra að greiða skipakomugjöld og önnur áfallin opinber gjöld of skipinu, sem greiða ber til tollstjórnarinnar

Þá ber skipstjóra áður en látið er úr höfn að vitja aura skilríkja, skráa og annarra skjala, sem í skipinu eiga að vera eða því tilheyra, en tolleftirlitsmenn hafa tekið í sínar vörzlur.

Ef skip hefur lestað vörur til útflutnings, eða farþegaflutning, sem skylt er að hafa á skrá samkv. 88. gr., ber skipstjóra að afhenda tolleftirlitsmanni, áður en skip lætur úr höfn, skrár um þennan varning, svo og, ef um erlent skip er að ræða eða íslenzkt skip, sem er í utanlandssiglingum, skrá um allar vistir og aðrar skipsnauðsynjar, sem keyptar hafa verið á viðkomandi höfn. Útflutningsfarmskránni skulu fylgja skilríki fyrir því að fullnægt hafi verið öllum skilyrðum fyrir því að flytja megi vörur þær, sem hún greinir, til útlanda.

 

93. gr.

Áður en skip lætur úr höfn, þar sem það hefur fengið fyrstu afgreiðslu við komu frá útlöndum, ber skipstjóra að taka tollafgreiðsluskírteini það, sem um ræðir í 33. gr. Á síðari höfnum ber skipstjóra að fá áritun tolleftirlitsmanns á skírteini þetta, áður en hann lætur úr höfn.

 

94. gr.

Með þeim undantekningum, sem gerðar eru í 2. málsgr. þessarar greinar skulu öll skip, sem leggja of stað héðan til útlanda; skyld að koma við á einhverri af tollafgreiðsluhöfnum þeim, sem taldar eru í 26. gr., til að fá brottfararafgreiðslu. Undanþegin ákvæðum 1. málsgr. eru:

a. Erlend skip, sem leitað hafa hér hafnar i veiðiferð.

b. Skip þau, sem um ræðir í 98. gr.

c. Innlend fiskiskip, sem sigla eingöngu með eigin afla til sölu á erlendum markaði, enda haldi þau til útlanda beint of veiðum, án viðkomu í innlendri höfn. Hafi skip þau, sem greinir í stafliðum a og c meðferðis verulegar vistabirgðir, veiðarfæri eða annan skipsbúnað umfram það, sem telja verður nauðsynlegt til þeirrar ferðar, gildir undanþága samkvæmt 2. málsgrein þessarar greinar ekki um þau, en ávallt ber þá að taka fram í aðkomuafgreiðsluskírteini skipsins að því sé óheimilt að sigla til útlanda án viðkomu í tollafgreiðsluhöfn.

 

95. gr.

Áður en skip lætur úr seinustu höfn á leið til útlanda ber skipstjóra að festa saman farmskrárnar um allar þær útflutningsvörur, sem skipið hefur tekið hér við land, og festa við þær vottorð, sem hann undirritar, þess efnis, að skipið hafi ekki tekið og taki ekki hérlendis aðrar útflutningsvörur en þær, sem á farmskránum greinir. Á sama hátt ber skipstjóra að ganga frá öllum skrám um farþegaflutning og annan varning, sem í skipinu er; og skylt er að færa á skrár. Ef um erlent skip er að ræða, eða íslenzkt skip, sem er í utanlandsferðum, ber skipstjóra á sama hátt að festa saman skrárnar um altar vistir og aðrar skipsnauðsynjar; sem skip hefur tekið hér við land og votta, að á þeim skrám sé allur sá varningur talinn.

Skrár þær, sem i 1. málsgr. getur, afhendir skipstjóri tolleftirlitsmanni þeim, sem afgreiðir skipið til brottfarar. Jafnframt fær skipstjóri tolleftirlitsmanni í hendur aðkomuafgreiðsluskírteini skipsins og innsiglisskrá, ef gerð hefur verið.

 

96. gr.

Þegar tolleftirlitsmaður hefur fengið í hendur gögn þau, sem getur í næstu grein hér á undan, og skipstjóri hefur jafnframt fullnægt fyrirmælum 92. greinar, gerir tolleftirlitsmaður þær athuganir á farmi skips, vistum og öðrum birgðum, og öðru því, sem ástæða þykir til að rannsaka, en að því loknu gefur hann skipi brottfararleyfi, nema ástæða sé til að ætla að misferli hafi átt sér stað, sem vísa beri til tollyfirvalds eða dómstóla til nánari rannsóknar.

Brottfararleyfi til útlanda (tollvegabréf) skal vera skriflegt. Í því ber að greina nafn skips, þjóðerni, skrásetningarhöfn, nettó-smálestatölu, nafn skipstjóra, brottfararhöfn og fyrstu ákvörðunarhöfn erlendis. Enn fremur skal farmi skips lýst i stórum dráttum í tollvegabréfi.

Það er brot of hálfu skipstjóra á reglugerð þessari, ef hans vanrækir að afla sér tollvegabréfs áður en hans siglir til útlanda, nema um sé að ræða skip, sem undanþegið er skyldu til að koma við í tollafgreiðsluhöfn við brottför samkvæmt 2. mgr. 94. gr.

 

XX. KAFLI

Sérákvæði um skemmtiskip og herskip.

97. gr.

Skemmtiskip, sem koma hingað til lands með félög manna og farþega, sem halda áfram með skipinu, eru undanþegin því að hafa meðferðis frá útlöndum vöruskrár og skipverjaskrár og undanþegin innsiglun á nauðsynjavistum og öðrum skipsforða. Undanþága þessi er þó því skilyrði bundin, að skipið hafi ekki meðferðis vörur, sem eiga að flytjast hér úr skipinu, í skipi séu ekki farþegar, sem verða hér eftir, skipið taki hér ekki farþega eða vörur, að skipsforða undanskildum, að tollvörður sé hér í skipinu, að mönnum úr landi sé bannað að fara um borð nema með sérstöku leyfi tolleftirlitsmanns og að skipið greiði kostnað of tollvörzlu um borð í því.

 

98. gr.

Fyrirmæli reglugerðar þessarar um tolleftirlit með skipum taka ekki til erlendra herskipa. Þau eru undanþegin skyldu til að afhenda vöruskrár og skipverjaskrár og þurfa ekki að sæta innsiglun á vistaforða, skipsbirgðum né eigum skipverja.

Leiti erlent herskip hér hafnar er þó fyrirliða þess jafnan skylt að gefa tolleftirlitsmönnum skýrslu er greini nafn skips, þjóðerni, komudag og staðfestingu þess, að um herskip sé að ræða. Enn fremur ber honum, ef skip fermir hér vörur eða affermir, að afhenda tolleftirlitsmönnum skrá um þær vörur.

 

XXI. KAFLI

Um afgreiðslutíma, endurgreiðslu kostnaðar of tollgæzlu o. fl.

99. gr.

Á tímabilinu frá kl. 24 til kl. 06 er óskylt að veita vöru- og farþegaflutningsskipum fyrstu tollafgreiðslu. Sé afgreiðsla veitt á þessum tíma sólarhrings eftir beiðni, ber skipi að greiða allan kostnað, sem of henni leiðir.


Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við, ef skip leitar hafnar í neyð, vegna ráðstafana stjórnvalda, eða vegna sjúkleika manna um borð, slysfara eða annars ófarnaðar.

Grein þessi tekur ekki til flugfara. .

 

100. gr.

Sé unnið við fermingu skips eða affermingu utan venjulegs dagvinnutíma við þau störf, ber útgerð skips; eða eftir atvikum farmeiganda, að greiða sérstakan kostnað, sem of þessu leiðir fyrir tollgæzluna, vegna eftirlits með fermingu eða affermingu, eða vegna móttöku varnings í vörugeymslur.

 

101. gr.

Fyrir vörur, sem geymdar eru í vörugeymslum tollgæzlunnar ber vörueigendum að greiða geymslugjald.

Ef .um er að ræða venjulegan skipsfarm skal gjald þetta vera hið sama sem skipaafgreiðslur taka almennt á þeim stað fyrir sambærilega þjónustu.

Fyrir flugfarm og lausar sendingar, sem fluttar eru til landsins utan farmskrár, skal ekkert gjald greiða fyrir fyrstu 15 daga frá því að varan kom til landsins. Að liðnum 15 daga frestinum greiði vörueigandi kr. 0.25 fyrir hvert kg of brúttó þyngd vörunnar fyrir hverja byrjaða viku, sem varan liggur í geymslu. Sé um mjög rúmfreka vöru að ræða er heimilt að miða gjald þetta við rúmmál og greiðast þá kr. 0.25 fyrir hverja 7000 rúmsentímetra varningsins, reiknað á sama hátt sem segir hér næst á undan.

Lágmark geymslugjalds fyrir þær vörur, sem um ræðir í þessari grein, er kr. 10.00 fyrir hvert stykki.

 

XXII. KAFLI

Refsiákvæði.

102. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, svo og fangelsi ef um miklar sakir er að ræða eða brot ítrekað, nema brot sé svo vaxið að þyngri refsing liggi við því samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum.

Við brotum, gegn 26. gr., 3. mgr. 96. gr. og brotum gegn fyrirmælum 10. kafla um flutning á ótollafgreiddum vörur innanlands má beita sektum allt að 200 000 krónum.

 

103. gr.

Með mál út of brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

 

XXIII. KAFLI

Ákvæði reglugerðar þessarar - öðlast þegar gildi. Þó koma ákvæði 101. greinar, um geymslugjald of vörum, ekki til framkvæmda að því er varðar þær vörur, sem eru í vörzlum tollgæzlunnar þegar reglugerðin tekur gildi, fyrr en 1 mánuði eftir gildistöku hennar.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 50. grein laga nr. 68 frá 1956 um tollheimtu og tolleftirlit.

 

Fjármálaráðuneytið, 13.-mars 1957.

 

Eysteinn Jónsson.

Sigtr. Klemenzson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica